Gerendameðvirkni og normalíseríng grasseri enn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2023 16:01 Druslugangan verður haldin í ellefta sinn um helgina. Druslugangan Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir áherslu göngunnar í ár vera rót vandans, hvers vegna Druslugangan er haldin. „Það er mikið af ungu fólki sem veit ekki hvað druslugangan er, hefur ekki áhuga á að tala um jafnréttismál og finnst þetta jafnvel bara smá fyndið, þannig að við höfum verið að einblína á upprunalega tilganginn með Druslugöngunni,“ segir Lísa. Hún segir frá atburðinum sem velti af stað hreyfingum víðast hvar um heiminn og þar með talið Druslugöngunni á Íslandi. Að árið 2011 í Toronto í Kanada hafi kona orðið fyrir kynferðisofbeldi og í kjölfarið sætt skömmum frá lögregluþjóni og henni sagt að sökum klæðaburðar hennar hafi hún orðið fyrir ofbeldinu. Sama ár var Druslugangan haldin í fyrsta skipti. Reykjavíkurdætur voru meðal þeirra sem fram komu á Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir Lísa skipuleggjendur göngunnar leggja áherslu á það í ár að upphefja raddir þolenda og halda umræðunni um kynbundið ofbeldi á lofti. „Nú erum við á þeim stað þar sem við erum búin að vera að tala um þetta svolítið lengi og Ísland er einhver jafnréttisparadís en staðan er samt ennþá þannig að þetta grasserar, gerendameðvirkni og normalíseríng á kynferðisofbeldi grasserar enn í samfélaginu,“ segir Lísa. Þolendur oftast kynsegin fólk og konur „Við erum að taka orðið „drusla“ til baka. Það er það sem druslugangan snerist um þegar þetta byrjaði og snýst enn þá um núna,“ segir Lísa. „Við erum, í senn, samstöðufundur með fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, öllum kynjum. Og auðvitað eru kynsegin fólk og konur þau sem lenda hvað mest í þessu kerfislega misrétti og kynferðisofbeldi og þessari normalíseringu á að þetta sé allt hluti af samfélaginu.“ Lísa segir að með því að taka þátt í göngunni finni þolendur samstöðu og styrk í krafti hvers annars. „Það getur verið gott að losa út trauma, sem þolandi, með því að labba niður Skólavörðustíginn öskrandi, og finna að þú sért umkringdur fólki sem trúir þér.“ Frá Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir hún stundum bera á því að bæði unga og elsta kynslóðin veiti málefninu minni stuðning en annars. „Við finnum svolítið fyrir því að ungu fólki finnist þetta fyndið. Við finnum fyrir því hjá eldra fólki, sextíu, sjötíu ára, að þetta orð, drusla, stuðar þau. Þeim finnst þetta ekki fyndið, þeim finnst þetta bara fáránlegt,“ segir Lísa. Hún segir skipuleggjendur þó finna fyrir miklum meðbyr frá fólki þar á milli. Druslugangan fer fram á laugardaginn. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og frá Árskóla á Sauðárkróki klukkan eitt. View this post on Instagram A post shared by Druslugangan // Slutwalk // Iceland (@druslugangan) Druslugangan Reykjavík Skagafjörður Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, segir áherslu göngunnar í ár vera rót vandans, hvers vegna Druslugangan er haldin. „Það er mikið af ungu fólki sem veit ekki hvað druslugangan er, hefur ekki áhuga á að tala um jafnréttismál og finnst þetta jafnvel bara smá fyndið, þannig að við höfum verið að einblína á upprunalega tilganginn með Druslugöngunni,“ segir Lísa. Hún segir frá atburðinum sem velti af stað hreyfingum víðast hvar um heiminn og þar með talið Druslugöngunni á Íslandi. Að árið 2011 í Toronto í Kanada hafi kona orðið fyrir kynferðisofbeldi og í kjölfarið sætt skömmum frá lögregluþjóni og henni sagt að sökum klæðaburðar hennar hafi hún orðið fyrir ofbeldinu. Sama ár var Druslugangan haldin í fyrsta skipti. Reykjavíkurdætur voru meðal þeirra sem fram komu á Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir Lísa skipuleggjendur göngunnar leggja áherslu á það í ár að upphefja raddir þolenda og halda umræðunni um kynbundið ofbeldi á lofti. „Nú erum við á þeim stað þar sem við erum búin að vera að tala um þetta svolítið lengi og Ísland er einhver jafnréttisparadís en staðan er samt ennþá þannig að þetta grasserar, gerendameðvirkni og normalíseríng á kynferðisofbeldi grasserar enn í samfélaginu,“ segir Lísa. Þolendur oftast kynsegin fólk og konur „Við erum að taka orðið „drusla“ til baka. Það er það sem druslugangan snerist um þegar þetta byrjaði og snýst enn þá um núna,“ segir Lísa. „Við erum, í senn, samstöðufundur með fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, öllum kynjum. Og auðvitað eru kynsegin fólk og konur þau sem lenda hvað mest í þessu kerfislega misrétti og kynferðisofbeldi og þessari normalíseringu á að þetta sé allt hluti af samfélaginu.“ Lísa segir að með því að taka þátt í göngunni finni þolendur samstöðu og styrk í krafti hvers annars. „Það getur verið gott að losa út trauma, sem þolandi, með því að labba niður Skólavörðustíginn öskrandi, og finna að þú sért umkringdur fólki sem trúir þér.“ Frá Druslugöngunni í fyrra.Druslugangan Þá segir hún stundum bera á því að bæði unga og elsta kynslóðin veiti málefninu minni stuðning en annars. „Við finnum svolítið fyrir því að ungu fólki finnist þetta fyndið. Við finnum fyrir því hjá eldra fólki, sextíu, sjötíu ára, að þetta orð, drusla, stuðar þau. Þeim finnst þetta ekki fyndið, þeim finnst þetta bara fáránlegt,“ segir Lísa. Hún segir skipuleggjendur þó finna fyrir miklum meðbyr frá fólki þar á milli. Druslugangan fer fram á laugardaginn. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og frá Árskóla á Sauðárkróki klukkan eitt. View this post on Instagram A post shared by Druslugangan // Slutwalk // Iceland (@druslugangan)
Druslugangan Reykjavík Skagafjörður Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira