Sérfræðingur gáttaður á „Barbenheimer“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 11:28 Myndirnar gætu ekki verið ólíkari en eru frumsýndar á sama degi og hafa því bundist órjúfanlegum böndum í hugum kvikmyndahúsagesta. Paul Dergarabedian, sérfræðingur á sviði miðlagreiningar, sem sérhæft hefur sig í að greina miðasölutekjur kvikmyndahúsa vestanhafs, segist vera hvumsa yfir eftirvæntingunni sem ríkir fyrir „Barbenheimer,“ sameiginlegum frumsýningardegi stórmyndanna Barbie og Oppenheimer. Bandaríski dægurmiðillinn IGN hefur eftir Paul að hann muni ekki eftir annarri eins umræðu. Hann segist hafa greint gögn um miðasölur í áraraðir og aldrei séð annað eins. Myndirnar eru forsýndar í dag hér á landi og frumsýndar á morgun, á sama tíma og vestanhafs. Myndirnar gætu ekki verið ólíkari, eins og Paul bendir á. Í Barbie fer Margot Robbie með hlutverk Barbie dúkku í tilvistarkreppu á meðan Cillian Murphy fer með hlutverk vísindamannsins sem er áhrifamestur við gerð kjarnorkusprengjunnar í Oppenheimer. Hífa hvor aðra upp „Ég hef fylgst með og greint gögn yfir miðasölutekjur kvikmynda í þrjátíu ár núna og ég hef ekki séð svona áður,“ hefur IGN eftir Paul. Segir miðillinn að tugir þúsundir miða hafi selst í forsölu á báðar myndirnar og er búist við að þær muni raka inn tekjum. „Markaðsteymi þessara mynda eiga mikið lof skilið og hafa grætt vel á því að frumsýna myndirnar á sama tíma,“ segir Paul og vísar sérstaklega til þeirra miklu eftirvæntingar sem ríkt hefur eftir myndunum í netheimum. „Það að þetta séu svo ólíkar myndir magnar svo upp þessi áhrif og vekur enn meiri athygli á myndunum. Það eru dæmi um að fólk sé að kaupa sér miða á frumsýningardegi á báðar þessar myndir og þetta er fólk sem er ekki einu sinni það áhugasamt allajafna um kvikmyndir.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pBk4NYhWNMM">watch on YouTube</a> Hann segir ótrúlegt hvernig myndirnar hífi hvor aðra upp. Barbie sé markaðssett fyrir allt annan hóp en Oppenheimer. Forsvarsmenn þeirrar myndar vilji helst laða að sér alvöru kvikmyndanörda, á meðan búist er við að Barbie geti fallið vel í kramið hjá venjulegu fólki. „Allajafna ættu svo stórar myndir sem gefnar eru út á sama tíma að hafa skaðleg áhrif á vinsældir hvor annarrar og í raun „éta“ vinsældir hvor annarrar. En í þessu tilviki bæta þær hvor aðra upp.“ Hann segir ljóst að „Barbenheimer“ hafi orðið að sérstökum viðburði fyrir slysni. Það sé helsta ástæða þess hve vel hafi tekist til við markaðssetningu myndanna. „Ég held að þess vegna hafi þetta gengið svo vel, vegna þess að þetta virkar mjög náttúrulegt og eðlilegt. Nema við séum bara leiksoppar,“ hefur IGN eftir sérfræðingnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bK6ldnjE3Y0">watch on YouTube</a> Bíó og sjónvarp Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Bandaríski dægurmiðillinn IGN hefur eftir Paul að hann muni ekki eftir annarri eins umræðu. Hann segist hafa greint gögn um miðasölur í áraraðir og aldrei séð annað eins. Myndirnar eru forsýndar í dag hér á landi og frumsýndar á morgun, á sama tíma og vestanhafs. Myndirnar gætu ekki verið ólíkari, eins og Paul bendir á. Í Barbie fer Margot Robbie með hlutverk Barbie dúkku í tilvistarkreppu á meðan Cillian Murphy fer með hlutverk vísindamannsins sem er áhrifamestur við gerð kjarnorkusprengjunnar í Oppenheimer. Hífa hvor aðra upp „Ég hef fylgst með og greint gögn yfir miðasölutekjur kvikmynda í þrjátíu ár núna og ég hef ekki séð svona áður,“ hefur IGN eftir Paul. Segir miðillinn að tugir þúsundir miða hafi selst í forsölu á báðar myndirnar og er búist við að þær muni raka inn tekjum. „Markaðsteymi þessara mynda eiga mikið lof skilið og hafa grætt vel á því að frumsýna myndirnar á sama tíma,“ segir Paul og vísar sérstaklega til þeirra miklu eftirvæntingar sem ríkt hefur eftir myndunum í netheimum. „Það að þetta séu svo ólíkar myndir magnar svo upp þessi áhrif og vekur enn meiri athygli á myndunum. Það eru dæmi um að fólk sé að kaupa sér miða á frumsýningardegi á báðar þessar myndir og þetta er fólk sem er ekki einu sinni það áhugasamt allajafna um kvikmyndir.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pBk4NYhWNMM">watch on YouTube</a> Hann segir ótrúlegt hvernig myndirnar hífi hvor aðra upp. Barbie sé markaðssett fyrir allt annan hóp en Oppenheimer. Forsvarsmenn þeirrar myndar vilji helst laða að sér alvöru kvikmyndanörda, á meðan búist er við að Barbie geti fallið vel í kramið hjá venjulegu fólki. „Allajafna ættu svo stórar myndir sem gefnar eru út á sama tíma að hafa skaðleg áhrif á vinsældir hvor annarrar og í raun „éta“ vinsældir hvor annarrar. En í þessu tilviki bæta þær hvor aðra upp.“ Hann segir ljóst að „Barbenheimer“ hafi orðið að sérstökum viðburði fyrir slysni. Það sé helsta ástæða þess hve vel hafi tekist til við markaðssetningu myndanna. „Ég held að þess vegna hafi þetta gengið svo vel, vegna þess að þetta virkar mjög náttúrulegt og eðlilegt. Nema við séum bara leiksoppar,“ hefur IGN eftir sérfræðingnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=bK6ldnjE3Y0">watch on YouTube</a>
Bíó og sjónvarp Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira