Amusan er í vandræðum eftir að hafa skrópað þrisvar sinnum í lyfjapróf á síðustu tólf mánuðum. Þetta þýðir í raun það sama og að hún hafi fallið á lyfjaprófi og á hún því von á löngu banni.
„Ég er sannur íþróttamaður og fer reglulega í próf hjá Athletics Integrity,“ sagði Tobi Amusan í færslu á Instagram.
Breaking news
— Track and field reports (@track_reports) July 19, 2023
Tobi Amusan has been charged for having 3 missed tests in 12 months. pic.twitter.com/9mZIyJ1UFu
Í færslunni sinni á talar hún um það að það eigi eftir að heyrast meira af þessu máli og að hún hafi beðið um að staða sín verði skoðuð betur fyrir heimsmeistaramótið í ágúst.
„Ég trúi því að þetta falli með mér og að ég munu keppa á HM í ágúst,“ sagði Amusan.
Amusan er 26 ára gömul og keppir fyrir Nígeríu. Hún varð heimsmeistari í 100 metra grindahlaupi í Eugene árið 2022 og er einnig tvöfaldur Afríkumeisyari í greininni.
Hún hljóð á 12,12 sekúndum í undanúrslitum á síðasta HM og sló þá heimsmetið sem var orðið sex ára gamalt.