Hitinn óbærilegur á gönguleiðinni hjá Sturlu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2023 21:00 Kona á gangi á Spáni þar sem hitinn hefur verið í kringum 40 stig, rétt eins og víðast hvar annars staðar í Evrópu. EPA-EFE/VICTOR CASADO Íslendingur sem gengur vinsæla gönguleið þvert yfir Spán segir hitann í dag hafa verið óbærilegan en hitabylgja gengur nú yfir stóran hluta Evrópu. Göngufólk á leiðinni leggi mun fyrr af stað til að forðast versta hitann, en sumir hafi þrátt fyrir það helst úr lestinni. Sturla E. Jónsson, sem nú gengur Jakobsveginn frá Zubiri í Navarra-héraði og alla leið að Santiago de Compostela í vesturhluta Spánar, segir að hitinn hafi verið nokkuð bærilegur fyrstu tvo daga ferðarinnar, af um þrjátíu daga göngu. Nú hafi hins vegar orðið breyting á. „Hitinn var eitthvað í kringum 31 gráðu núna í kringum hádegi ég þegar ég var að klára. Ég legg af stað í kringum 05:30 þannig það er ekki orðið neitt svakalega heitt fyrr en í kringum hádegi, en það er bara orðið ólíft núna, í kringum 36, 37 strax um fjögur að morgni.“ Leggja mun fyrr af stað Hann segir flesta þá sem gangi leiðina leggja mun fyrr af stað nú en venjan er á hverri dagleið. „Sumir sem voru lagðir af stað klukkan hálf fimm, fjögur jafnvel, til þess að sleppa við það versta.“ Sturla segir veðurspána á svæðinu nokkuð milda miðað við marga aðra staði á Spáni og víðar um Evrópu, hiti verði um 30 gráður. Lögreglan hafi varað göngufólk við hitanum og veitt viðeigandi upplýsingar um aðbúnað og neyðarnúmer vegna hitans. „Ég held að við séum svolítið heppin, því við virðumst vera að sleppa við þetta. En staðan er alveg hræðileg bara aðeins sunnar, í Madríd og þegar þú ert kominn upp á hásléttuna.“ En hvernig er að ganga í hátt í 35 gráðu hita? „Maður er nokkuð þreyttur..., flestir eru að taka síestu. Ein kona í hópnum fékk einhverskonar hitaáfall og þurfti að fara á spítala.“ Heldur í rökhugsunina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sturla gengur Jakobsveginn, en hann gerði það einnig 2019. Þá hafi hiti farið upp í 35-40 stig og sumir hætt við að ganga. Þrátt fyrir hitann er Sturla upplitsdjarfur. „Svo lengi sem maður heldur í rökhugsunina og er ekkert að æsa sig áfram í að ganga of langt eða að vera að ganga í of miklum hita og halda rútínu með að fara af stað á sama tíma, þá er þetta nú sjaldan mikið mál.“ Spánn Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Sturla E. Jónsson, sem nú gengur Jakobsveginn frá Zubiri í Navarra-héraði og alla leið að Santiago de Compostela í vesturhluta Spánar, segir að hitinn hafi verið nokkuð bærilegur fyrstu tvo daga ferðarinnar, af um þrjátíu daga göngu. Nú hafi hins vegar orðið breyting á. „Hitinn var eitthvað í kringum 31 gráðu núna í kringum hádegi ég þegar ég var að klára. Ég legg af stað í kringum 05:30 þannig það er ekki orðið neitt svakalega heitt fyrr en í kringum hádegi, en það er bara orðið ólíft núna, í kringum 36, 37 strax um fjögur að morgni.“ Leggja mun fyrr af stað Hann segir flesta þá sem gangi leiðina leggja mun fyrr af stað nú en venjan er á hverri dagleið. „Sumir sem voru lagðir af stað klukkan hálf fimm, fjögur jafnvel, til þess að sleppa við það versta.“ Sturla segir veðurspána á svæðinu nokkuð milda miðað við marga aðra staði á Spáni og víðar um Evrópu, hiti verði um 30 gráður. Lögreglan hafi varað göngufólk við hitanum og veitt viðeigandi upplýsingar um aðbúnað og neyðarnúmer vegna hitans. „Ég held að við séum svolítið heppin, því við virðumst vera að sleppa við þetta. En staðan er alveg hræðileg bara aðeins sunnar, í Madríd og þegar þú ert kominn upp á hásléttuna.“ En hvernig er að ganga í hátt í 35 gráðu hita? „Maður er nokkuð þreyttur..., flestir eru að taka síestu. Ein kona í hópnum fékk einhverskonar hitaáfall og þurfti að fara á spítala.“ Heldur í rökhugsunina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sturla gengur Jakobsveginn, en hann gerði það einnig 2019. Þá hafi hiti farið upp í 35-40 stig og sumir hætt við að ganga. Þrátt fyrir hitann er Sturla upplitsdjarfur. „Svo lengi sem maður heldur í rökhugsunina og er ekkert að æsa sig áfram í að ganga of langt eða að vera að ganga í of miklum hita og halda rútínu með að fara af stað á sama tíma, þá er þetta nú sjaldan mikið mál.“
Spánn Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira