Svartfellingar hræktu á aðstoðarþjálfara íslenska liðsins Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2023 14:16 Allt á suðupunkti í Heraklion Skjáskot Youtube Það sauð heldur betur upp úr eftir nokkuð öruggan sigur Íslands á Svartfjallalandi á heimsmeistaramóti U20 liða í körfubolta. Þjálfarateymi Svartfellinga missti algjörlega stjórn á sér og hrækt var á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands. Íslendingar gengu í raun frá leiknum í þriðja leikhluta og að klára hann varð hálfgert formsatriði. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks tók Ísland stutt leikhlé til að skipta leikmönnum inn á og virðist sem svo að Svartfellingar hafi litið á það sem móðgun. Þegar flautað var til leiksloka og leikmenn og þjálfarar að þakka fyrir leikinn gerðu þjálfarar Svartfellinga aðsúg að Íslendingum, og þá helst Dino Stipcic aðstoðarþjálfara, sem endaði með því að hrækt var í andlitið á honum tvisvar. Ungir leikmenn Svartfellinga héldu þó að mestu ró sinni og enduðu á að halda aftur af æstum þjálfurum, sem virtust enn eiga eitthvað órætt við íslensku þjálfarana. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Íslands, segist aldrei hafa lent í öðru eins. U20 landslið Íslands, Pétur er lengst til vinstri á myndinniFacebook KKÍ „Eftir leik þegar aðstoðarþjálfararnir mínir voru að þakka fyrir leikinn þá rauk þjálfarareymið hjá Svartfellingum á einn af mínum aðstoðarþjálfurum með fúkyrðum og ýtingum. Svo fylgdu hrákur með því.“ Pétur er hissa á hversu mjúklega var tekið á þessari uppákomu. Liðið hafi einungis fengið sekt og svo hafi teymið verið mætt til að þjálfa í næsta leik. „Ég hef aldrei lent í öðru eins og það er skandall að einungis hafi verið peningasekt. Þjálfararnir þjálfuðu svo næsta leik eins og ekkert hafi gerst.“ Hlynur Bæringsson, annar af aðstoðarþjálfurum liðsins, tók undir orð Péturs að það væri undarlegt að FIBA hafi ekki tekið fastar á málinu, enda hafi þetta ekki farið framhjá neinum. Hann sagði þetta þó ekki sitja sérstaklega í mönnum. „Þetta situr samt akkúrat ekkert í okkur. Mótið hja strákunum var frábært. Við héldum okkur í A-deild og margir strákanna áttu frábært mót sem hjálpar þeim í komandi verkefnum.“ Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA og upptakan er þar enn en aðeins aðgengileg eftir krókaleiðum. Upptöku af þessari ótrúlegu senu má sjá hér að neðan. Er þetta ástæðan afhverju leikurinn er unlistaður á Youtube? #körfubolti pic.twitter.com/TQC3YMoy7t— Egill "Big Baby" Birgis (@Storabarnid) July 15, 2023 Körfubolti Tengdar fréttir Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Íslendingar gengu í raun frá leiknum í þriðja leikhluta og að klára hann varð hálfgert formsatriði. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks tók Ísland stutt leikhlé til að skipta leikmönnum inn á og virðist sem svo að Svartfellingar hafi litið á það sem móðgun. Þegar flautað var til leiksloka og leikmenn og þjálfarar að þakka fyrir leikinn gerðu þjálfarar Svartfellinga aðsúg að Íslendingum, og þá helst Dino Stipcic aðstoðarþjálfara, sem endaði með því að hrækt var í andlitið á honum tvisvar. Ungir leikmenn Svartfellinga héldu þó að mestu ró sinni og enduðu á að halda aftur af æstum þjálfurum, sem virtust enn eiga eitthvað órætt við íslensku þjálfarana. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Íslands, segist aldrei hafa lent í öðru eins. U20 landslið Íslands, Pétur er lengst til vinstri á myndinniFacebook KKÍ „Eftir leik þegar aðstoðarþjálfararnir mínir voru að þakka fyrir leikinn þá rauk þjálfarareymið hjá Svartfellingum á einn af mínum aðstoðarþjálfurum með fúkyrðum og ýtingum. Svo fylgdu hrákur með því.“ Pétur er hissa á hversu mjúklega var tekið á þessari uppákomu. Liðið hafi einungis fengið sekt og svo hafi teymið verið mætt til að þjálfa í næsta leik. „Ég hef aldrei lent í öðru eins og það er skandall að einungis hafi verið peningasekt. Þjálfararnir þjálfuðu svo næsta leik eins og ekkert hafi gerst.“ Hlynur Bæringsson, annar af aðstoðarþjálfurum liðsins, tók undir orð Péturs að það væri undarlegt að FIBA hafi ekki tekið fastar á málinu, enda hafi þetta ekki farið framhjá neinum. Hann sagði þetta þó ekki sitja sérstaklega í mönnum. „Þetta situr samt akkúrat ekkert í okkur. Mótið hja strákunum var frábært. Við héldum okkur í A-deild og margir strákanna áttu frábært mót sem hjálpar þeim í komandi verkefnum.“ Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás FIBA og upptakan er þar enn en aðeins aðgengileg eftir krókaleiðum. Upptöku af þessari ótrúlegu senu má sjá hér að neðan. Er þetta ástæðan afhverju leikurinn er unlistaður á Youtube? #körfubolti pic.twitter.com/TQC3YMoy7t— Egill "Big Baby" Birgis (@Storabarnid) July 15, 2023
Körfubolti Tengdar fréttir Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Frábær þriðji leikhluti skilaði stórsigri Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Svartfjallalandi í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í körfubolta í dag, 99-73. 13. júlí 2023 17:42
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum