Óskar Hrafn: „Erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júlí 2023 23:52 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í leik hjá Blikum. Vísir/Diego Breiðablik fór með eins marks sigur af hólmi gegn Fram fyrr í kvöld. Blikarnir komust yfir á 2. mínútu, urðu manni fleiri á 48. mínútu og virtust ætla að sigla sigrinum örugglega heim en voru tæpir að missa leikinn í jafntefli á lokamínútum. „Mér fannst hann nú spilast þannig að við vorum við stjórnina í rúmar 80 mínútur en svo náðu þeir einhverju augnabliki sem þeir hefðu getað nýtt sér. Það hefðu nú sennilega ekki verið sanngjörn úrslit en fyrst við vorum ekki búnir að klára leikinn þá var þessi möguleiki alltaf til staðar fyrir Framarana.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Það hefur verið mikið álag á liðinu og lítill tími milli leikja, liðið spilaði síðast á þriðjudaginn gegn Shamrock Rovers á Írlandi. Þjálfarinn gerði sex breytingar á liði sínu milli leikja, ásamt því að nýta sér allar fimm skiptingar í leiknum til að dreifa álaginu á leikmenn. „Við gerðum fimm skiptingar, þá kannski riðlast aðeins takturinn, tekur tíma fyrir menn að komast inn í þetta og svo bara náðu þeir einhverju áhlaupi. Þeir náðu einni góðri pressu og við það fengu þeir trúna aftur, stigu aðeins ofar á völlinn og við vorum aðeins hægir að taka ákvarðanir. Ég ætla ekkert að vera að fetta fingur á mína menn, að stærstum hluta var þetta mjög öflug frammistaða.“ Liðið mætir Shamrock aftur næstkomandi þriðjudag í seinni viðureign einvígisins. Óskar segir mikilvægt að einbeita sér að einum leik í einu og vildi ekkert tala um næsta deildarleik liðsins, sem verður gegn ÍBV. „Við þurfum bara að einbeita okkur að Evrópuleiknum á þriðjudaginn, svo skal ég tala við þig um deildina. Við erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur, þurfum að passa okkur að hafa bara eina skúffu opna í einu. Núna var ég að loka Bestu deildar skúffunni og þurfum að opna Evrópuskúffuna. Pössum okkur að hafa einbeitinguna á einum hlut í einu, annars fer illa.“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
„Mér fannst hann nú spilast þannig að við vorum við stjórnina í rúmar 80 mínútur en svo náðu þeir einhverju augnabliki sem þeir hefðu getað nýtt sér. Það hefðu nú sennilega ekki verið sanngjörn úrslit en fyrst við vorum ekki búnir að klára leikinn þá var þessi möguleiki alltaf til staðar fyrir Framarana.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Það hefur verið mikið álag á liðinu og lítill tími milli leikja, liðið spilaði síðast á þriðjudaginn gegn Shamrock Rovers á Írlandi. Þjálfarinn gerði sex breytingar á liði sínu milli leikja, ásamt því að nýta sér allar fimm skiptingar í leiknum til að dreifa álaginu á leikmenn. „Við gerðum fimm skiptingar, þá kannski riðlast aðeins takturinn, tekur tíma fyrir menn að komast inn í þetta og svo bara náðu þeir einhverju áhlaupi. Þeir náðu einni góðri pressu og við það fengu þeir trúna aftur, stigu aðeins ofar á völlinn og við vorum aðeins hægir að taka ákvarðanir. Ég ætla ekkert að vera að fetta fingur á mína menn, að stærstum hluta var þetta mjög öflug frammistaða.“ Liðið mætir Shamrock aftur næstkomandi þriðjudag í seinni viðureign einvígisins. Óskar segir mikilvægt að einbeita sér að einum leik í einu og vildi ekkert tala um næsta deildarleik liðsins, sem verður gegn ÍBV. „Við þurfum bara að einbeita okkur að Evrópuleiknum á þriðjudaginn, svo skal ég tala við þig um deildina. Við erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur, þurfum að passa okkur að hafa bara eina skúffu opna í einu. Núna var ég að loka Bestu deildar skúffunni og þurfum að opna Evrópuskúffuna. Pössum okkur að hafa einbeitinguna á einum hlut í einu, annars fer illa.“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira