Fabrikkunni á Höfðatorgi lokað í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 11:23 Hamborgarafabrikkan á Höfðatorgi verður sótthreinsuð í dag. Hamborgarafabrikkan Rekstraraðilar Hamborgarafabrikkunnar hafa ákveðið að loka veitingastað sínum á Höfðatorgi í dag og grípa til sóttvarnarráðstafana vegna mögulegrar nóróveirusýkingar á staðnum. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fabrikkunnar í samtali við Vísi. „Vonandi er þetta yfirstaðið en við viljum samt grípa til ráðstafana og fara í sama pakka hér og við fórum í í Kringlunni,“ segir María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar. Eins og komið hefur fram urðu rúmlega hundrað manns veikir eftir að hafa snætt á Fabrikkunni í Kringlunni um helgina og fjórir eftir að hafa snætt á Höfðatorgi. Ekkert fannst í matvælum né sósum María segir að niðurstöður úr sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins úr veikum gestum liggi enn ekki fyrir en þær munu liggja fyrir síðdegis. Hins vegar hafi Fabrikkan sjálf sent sósur sínar og hamborgara í greiningu. „Þetta var allt saman í lagi og þá fer maður að hallast að því að þetta geti hafa verið nóróveira. Þess vegna viljum við sótthreinsa allt hjá okkur og bregðast við með viðeigandi hætti, rétt eins og við gerðum í Kringlunni,“ segir María. Hún segir ákvörðunina vera tekna með öryggi viðskiptavina og starfsmanna í huga. Hamborgarafabrikkan hafi starfað í rúm þrettán ár og þann tíma lagt áherslu á vönduð vinnubrögð og gæði matar og þjónustu. „Það er okkur því mikið áfall að upplifa atburði af þessum toga. Við þökkum viðskiptavinum okkar og starfsmönnum fyrir skilninginn og þolinmæðina,“ segir María Rún. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
„Vonandi er þetta yfirstaðið en við viljum samt grípa til ráðstafana og fara í sama pakka hér og við fórum í í Kringlunni,“ segir María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar. Eins og komið hefur fram urðu rúmlega hundrað manns veikir eftir að hafa snætt á Fabrikkunni í Kringlunni um helgina og fjórir eftir að hafa snætt á Höfðatorgi. Ekkert fannst í matvælum né sósum María segir að niðurstöður úr sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins úr veikum gestum liggi enn ekki fyrir en þær munu liggja fyrir síðdegis. Hins vegar hafi Fabrikkan sjálf sent sósur sínar og hamborgara í greiningu. „Þetta var allt saman í lagi og þá fer maður að hallast að því að þetta geti hafa verið nóróveira. Þess vegna viljum við sótthreinsa allt hjá okkur og bregðast við með viðeigandi hætti, rétt eins og við gerðum í Kringlunni,“ segir María. Hún segir ákvörðunina vera tekna með öryggi viðskiptavina og starfsmanna í huga. Hamborgarafabrikkan hafi starfað í rúm þrettán ár og þann tíma lagt áherslu á vönduð vinnubrögð og gæði matar og þjónustu. „Það er okkur því mikið áfall að upplifa atburði af þessum toga. Við þökkum viðskiptavinum okkar og starfsmönnum fyrir skilninginn og þolinmæðina,“ segir María Rún.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira