Einfaldar staðreyndir að Vellirnir standi á nýjasta hrauninu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júlí 2023 14:28 Þorvaldur mælir með að Hafnfirðingar byggi frekar í austur en suður. Arnar Halldórsson Vellirnir í Hafnarfirði standa á yngsta hrauninu á höfuðborgarsvæðinu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir því skynsamlegra að byggja til austurs frá Völlunum en til suðurs. „Ef þú horfir beint í suður frá byggðinni á Völlunum þá ferðu nær gígasvæðinu. Ef það kemur til eldgoss er meiri hætta fyrir þá sem eru þar nær,“ segir Þorvaldur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, gagnrýndi hann í Morgunblaðinu fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Sagði hún ummælin „óábyrg og óþörf“ og að yfirlýsingar á borð við þessar væru „gáleysislegar.“ Það er að verið væri að taka Hafnarfjörð út fyrir sviga þegar verið væri að ræða eldgosavá á Reykjanesskaga. Runnu á síðasta eldgosatímabili Þorvaldur svarar því neitandi að hin nýju gos á Reykjanesskaga þróist á þann veg að þau nái til Hafnarfjarðar. En Vellirnir standi á tveimur sögulegum hraunum, sem runnu á síðasta eldgosatímabili. Annars vegar er það hraun sem rann úr sprungu við Undirhlíðar á tólftu öld og bjó til Kapelluhraun. „Iðnaðarbyggðin á Völlunum og álverið í Straumsvík ná yfir á þetta svæði,“ segir Þorvaldur. Rósa sagði ummæli Þorvaldar óábyrg og óþörf.Arnar Halldórsson Hins vegar er það hraun frá um 950 sem kom úr gígum sem tilheyra Brennisteinsfjöllum. Það rann til sjávar hjá Hvaleyrar golfvellinum. „Hluti af Völlunum stendur á þessu hrauni. Þetta er annað sögulegt hraun sem myndaðist á síðasta eldgosatímabili á Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur. „Þessi tvö hraun þau nýjustu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einfaldar staðreyndir.“ Skynsamlegt að byggja í austur Byggð sunnan við Velli er á deiliskipulagi Hafnarfjarðar sem gert var fyrir meira en 20 árum síðan. Uppbyggingin núna er hins vegar í Skarðshlíðinni, austan við Vellina. Aðspurður um þetta segir Þorvaldur það mjög skynsamlegt að byggja til austurs út frá eldgosavá. Vænlegt byggingarland sé í hæðunum austan við Vellina. Hraun víða á höfuðborgarsvæðinu Almennt séð segir Þorvaldur litlar líkur á að hraunflæði eldgosa hafi áhrif á íbúabyggðir. Það geti þó gerst og Vellirnir í Hafnarfirði eru ekki eina hverfið á höfuðborgarsvæðinu sem sú hætta er til staðar á. „Ef Bláfjöll eða Brennisteinsfjöll gjósa geta þau sent hraun í átt til Reykjavíkur,“ segir Þorvaldur. Við skíðasvæðin séu gígar og þaðan liggi hraunbunki sem teygir sig í átt að Elliðavatni. „Það þarf ekkert óvenjulega stórt hraun til þess að teygja sig í áttina að efstu byggðum Reykjavíkur. En mörg svæðin eru uppi á hæð og hraunið flæðir ekki upp í móti,“ segir Þorvaldur. Leitarhraunið teygir sig frá Bláfjallasvæðinu niður í Elliðaár. Gervigígarnir á Rauðhólum mynduðust þegar það hraun rann yfir forvera sinn. Annar gýgur er Búrfellsgígurinn í Heiðmörk. Hann sendi hraun fyrir sjö þúsund árum sem ýmist er kallað Hafnarfjarðarhraun, Vífilsstaðahraun, Garðahraun eða Gálgahraun. „Fólk hefur byggt í þessu hrauni. Ef hraun hefur runnið þarna einu sinni getur það gert það aftur. En við vitum ekkert hvenær og það eru í sjálfu sér litlar líkur á því að það gerist í okkar líftíma,“ segir Þorvaldur. Grindavík berskjölduðust Hættan er mismikil í þéttbýlinu á Reykjanesskaga. Að sögn Þorvaldar er Grindavík berskjölduðust. Grindavík er næst virkum gígasvæðum, bæði í Svartsengi og annars staðar vestan við bæinn. „Fólk hefur búið í Grindavík í langan tíma, því hefur liðið vel þar og ekkert er til fyrirstöðu að það geti haldið áfram að búa þar,“ segir Þorvaldur. „En fólk þarf að vera meðvitað um að það gæti gosið þar nálægt og hraun streymt í áttina að bænum.“ Vogar á Vatnsleysuströnd sitja á nútímahrauni. Þorvaldur segir að það þurfi stórt gos til að hraun flæði þangað en það sé ekki útilokað. Reykjanesbær, Garðurinn og Sandgerði eru svo til stikkfrí frá hraunflæði en Hafnir eru á tiltölulega ungu hrauni. „Svo getur komið gjóskugos og allir þessir staðir, líka höfuðborgarsvæðið, orðið fyrir gjóskufalli. Staðirnir eru líka einnig viðkvæmir fyrir gasmengun því að gasið blæs,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
„Ef þú horfir beint í suður frá byggðinni á Völlunum þá ferðu nær gígasvæðinu. Ef það kemur til eldgoss er meiri hætta fyrir þá sem eru þar nær,“ segir Þorvaldur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, gagnrýndi hann í Morgunblaðinu fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Sagði hún ummælin „óábyrg og óþörf“ og að yfirlýsingar á borð við þessar væru „gáleysislegar.“ Það er að verið væri að taka Hafnarfjörð út fyrir sviga þegar verið væri að ræða eldgosavá á Reykjanesskaga. Runnu á síðasta eldgosatímabili Þorvaldur svarar því neitandi að hin nýju gos á Reykjanesskaga þróist á þann veg að þau nái til Hafnarfjarðar. En Vellirnir standi á tveimur sögulegum hraunum, sem runnu á síðasta eldgosatímabili. Annars vegar er það hraun sem rann úr sprungu við Undirhlíðar á tólftu öld og bjó til Kapelluhraun. „Iðnaðarbyggðin á Völlunum og álverið í Straumsvík ná yfir á þetta svæði,“ segir Þorvaldur. Rósa sagði ummæli Þorvaldar óábyrg og óþörf.Arnar Halldórsson Hins vegar er það hraun frá um 950 sem kom úr gígum sem tilheyra Brennisteinsfjöllum. Það rann til sjávar hjá Hvaleyrar golfvellinum. „Hluti af Völlunum stendur á þessu hrauni. Þetta er annað sögulegt hraun sem myndaðist á síðasta eldgosatímabili á Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur. „Þessi tvö hraun þau nýjustu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einfaldar staðreyndir.“ Skynsamlegt að byggja í austur Byggð sunnan við Velli er á deiliskipulagi Hafnarfjarðar sem gert var fyrir meira en 20 árum síðan. Uppbyggingin núna er hins vegar í Skarðshlíðinni, austan við Vellina. Aðspurður um þetta segir Þorvaldur það mjög skynsamlegt að byggja til austurs út frá eldgosavá. Vænlegt byggingarland sé í hæðunum austan við Vellina. Hraun víða á höfuðborgarsvæðinu Almennt séð segir Þorvaldur litlar líkur á að hraunflæði eldgosa hafi áhrif á íbúabyggðir. Það geti þó gerst og Vellirnir í Hafnarfirði eru ekki eina hverfið á höfuðborgarsvæðinu sem sú hætta er til staðar á. „Ef Bláfjöll eða Brennisteinsfjöll gjósa geta þau sent hraun í átt til Reykjavíkur,“ segir Þorvaldur. Við skíðasvæðin séu gígar og þaðan liggi hraunbunki sem teygir sig í átt að Elliðavatni. „Það þarf ekkert óvenjulega stórt hraun til þess að teygja sig í áttina að efstu byggðum Reykjavíkur. En mörg svæðin eru uppi á hæð og hraunið flæðir ekki upp í móti,“ segir Þorvaldur. Leitarhraunið teygir sig frá Bláfjallasvæðinu niður í Elliðaár. Gervigígarnir á Rauðhólum mynduðust þegar það hraun rann yfir forvera sinn. Annar gýgur er Búrfellsgígurinn í Heiðmörk. Hann sendi hraun fyrir sjö þúsund árum sem ýmist er kallað Hafnarfjarðarhraun, Vífilsstaðahraun, Garðahraun eða Gálgahraun. „Fólk hefur byggt í þessu hrauni. Ef hraun hefur runnið þarna einu sinni getur það gert það aftur. En við vitum ekkert hvenær og það eru í sjálfu sér litlar líkur á því að það gerist í okkar líftíma,“ segir Þorvaldur. Grindavík berskjölduðust Hættan er mismikil í þéttbýlinu á Reykjanesskaga. Að sögn Þorvaldar er Grindavík berskjölduðust. Grindavík er næst virkum gígasvæðum, bæði í Svartsengi og annars staðar vestan við bæinn. „Fólk hefur búið í Grindavík í langan tíma, því hefur liðið vel þar og ekkert er til fyrirstöðu að það geti haldið áfram að búa þar,“ segir Þorvaldur. „En fólk þarf að vera meðvitað um að það gæti gosið þar nálægt og hraun streymt í áttina að bænum.“ Vogar á Vatnsleysuströnd sitja á nútímahrauni. Þorvaldur segir að það þurfi stórt gos til að hraun flæði þangað en það sé ekki útilokað. Reykjanesbær, Garðurinn og Sandgerði eru svo til stikkfrí frá hraunflæði en Hafnir eru á tiltölulega ungu hrauni. „Svo getur komið gjóskugos og allir þessir staðir, líka höfuðborgarsvæðið, orðið fyrir gjóskufalli. Staðirnir eru líka einnig viðkvæmir fyrir gasmengun því að gasið blæs,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira