Umfjöllun, viðtöl og myndir: KA - Connah's Quay Nomads 2-0 | Öruggur sigur í fyrsta Evrópuleiknum í tuttugu ár Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2023 19:53 Fögnuður KA manna var ósvikinn Vísir / Diego KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. Það sást alveg frá fyrstu mínútu að KA væri með betra fótboltalið í dag. Þeim gekk vel að halda boltanum innan liðsins og skapa sér ákaflega góðar stöður á vellinum en nýttu þær ekki til fulls í fyrri hálfleik. Það var mál manna í blaðamannastúkunni að KA þyrfti að nýta þessi tækifæri betur til að fara með góða stöðu til Wales eftir viku. Fyrsta færi leiksins var mjög gott en gaf tóninn fyrir það hverni færin voru nýtt í fyrri hálfleik.Vísir / Diego KA kom sér nokkrum sinnum í mjög góð skotfæri t.a.m. en skotin sem fóru á rammann voru oftar en ekki of beint á markið, of laus eða bæði. Markvörður Nomads átti ekki í teljandi vandræðum með þau verkefni sem hann þurfti að takast á við og get ég ímyndað mér að gestirnir frá Connah´s Quay hafi verið bara þokkalega sáttir við stöðu mála þegar komið var inn í hálfleik. Hart barist eins og allan leikinn.Vísir / Diego Þegar út í seinni hálfleikinn virtist hann ætla að þróast eins og sá fyrri. KA voru með boltann en náðu ekki að nýta stöður sínar nógu vel þangað til á 60. mínútu þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði fyrsta mark KA í Evrópukeppni í 20 ár. Og þvííkt mark. Hallgrímur reyndi sendinguna inn í fyrir varnarlínuna en fékk boltann aftur og hann tók boltann á lofti og sá smellhitti boltann sem sveif í fallegum streng í fjærhornið. Óverjarndi fyrir markvörðinn. KA menn voru komnir með markið sem þeir áttu skilið og það sem var nauðsynlegt fyrir þá upp á framtíðina í keppninni. Hallgrímur og liðsfélagar hans fagna markinu hansVísir / Diego KA kom sér þó nokkrum sinnum í vandræði í seinni hálfleik með því að sýna smá kæruleysi í sendingum sínum til baka. Til allrar heppni þá sáu gestirnir um það að hjálpa til við varnarleikinn með því að klúðra sínum stöðum einnig t.d. með því að stíga á boltann eða með afleitum sendingum. Það var svo á 85. mínútu sem Daníel Hafsteinsson gerði út um leikinn og gerði stöðuna í einvíginu ansi álitlega fyrir KA menn þegar hann skoraði annað mark þeirra gulklæddu. Daníel fékk boltann út úr vítateignum eftir fyrirgjöf sem illa gekk að hreinsa frá. Boltinn kom beint til hans og hann hamraði hann af vítateigslínunni og komst boltinn í gegnum þvöguna og söng í netinu. Varnarmúr gestanna hafði verið þykkur og þéttur en þarna brást hann og KA menn brostu. Eftir markið gerðist fátt markvert og KA menn sigldu heim öruggum sigri og geta verið gífurlega ánægðir með dagsverkið og veganestið sem fer með þeim til Wales eftir viku. Afhverju vann KA? Eins og ég kom inn á fyrr í greininni þá eru KA menn með betra fótbolta lið í dag. Það sannaðist í seinni hálfleik þegar þeir náðu inn mörkunum til að sannreyna þá fullyrðingu. Mörkin skipta sköpum en KA gerði mjög vel í því að halda boltanum innan liðsins skapa sér færi og svo nýta þau. Þá var vel gert að halda Walesverjum í skefjum en þeir sköpuðu lítið sem ekkert. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk KA illa að nýta færin sín og stöður en það kom ekki að sök. Hjá gestunum gekk mjög illa ða halda boltanum innan liðsins og svo nýta þessar fáu stöður sem sköpuðust hjá þeim. Það kom svo á daginn að leikformið er ekki upp á sitt besta enda fyrsti keppnisleikur liðsins þetta tímabilið en deildarkeppnin í Wales er ekki byrjuð. KA þurfti líka að verjast og gerðu það velVísir / Diego Bestur á vellinum? Það stóðu margir sig vel hjá KA en það að brjóta ísinn var mjög mikilvægt fyrir sálartetrið að ég held fyrir KA menn. Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði það og var vel að því kominn. Var mikið í boltanum og skapaði nokkrum sinnum góðar stöður fyrir sína menn. Hjá Nomads var það markvörðurinn sem stóð sig best myndi ég segja enda varði hann sjö af níu skotum sem KA menn náðu á markið. Sumt létt en það þarf að verja öll skot. Hvað næst? Ferðalag fyrir Akureyringa til Wales er á næstu grösum. Eins og Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sagði í viðtali þá þurfa KA menn að spila vel í Wales til að komast áfram. Ég hef engar áhyggjur af norðanmönnum að þeir geri það ekki og klári verkefnið. Þeir eru talsvert betra fótbolta lið. Hallgrímur Mar: Þetta var af dýrari gerðinni Hallgrímur var bestur á vellinum.Vísir / Diego „Jú svona fótboltalega séð fannst mér við eiga skilið að vinna þennan leik“, sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, annar markaskorara KA í kvöld, þegar hann var spurður hvort sigurinn hafi ekki bara verið nokkuð sanngjarn. „Mér fannst þeir samt alveg vera erfiðir, þeir eru líkamlega sterkri, dæla mörgum boltum fram og skapa hættur þannig. Ég held samt sem áður að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt.“ Hallgrímur var spurður að því hvort eitthvað stress hafi læðst að hans mönnum að vera ekki yfir í hálfleik. „Nei, mér fannst smá skjálfti í upphafi leiks en mér fannst við komast yfir það strax í fyrri hálfleik. Svo hvernig við enduðum fyrri hálfleikinn þá vissi ég það alveg að við myndum brjóta þá niður. Ekkert stress í hálfleik. Bara halda áfram.“ Hvað þarf KA að gera til að halda gæðum í sínum leik og klára verkefnið? „Við þurfum bara að spila sama leik en við þurfum samt að vera klókari. Eins og þegar við fáum boltann í millisvæðið,einhverjir þurfa að taka djúp hlaup frekar. Við erum svolítið mikið allir að fara í millisvæðið. Við þurfum líka bara að halda hreinu, halda fókus og þá förum við áfram.“ Hallgrímur sagði blaðamanni fyrir viðtalið að hann vissi að leikurinn í kvöld væri sá 300. fyrir KA og hann notaði þann leik til að opna markareikning sinn í Evrópu. „Já þetta var af dýrari gerðinni og það var mjög gott að fagna þessu svoleiðis“, sagði Hallgrímur en það má með sanni segja að mark hans hafi verið af dýrari gerðinni en skotið var óverjandi fyrir Andrew Firth í markinu. Sambandsdeild Evrópu KA
KA vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Connah's Quay Nomads frá Wales í Úlfarsárdalnum í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta var fyrsti Evrópuleikur KA síðan árið 2003 og sá fimmti í sögunni. Það sást alveg frá fyrstu mínútu að KA væri með betra fótboltalið í dag. Þeim gekk vel að halda boltanum innan liðsins og skapa sér ákaflega góðar stöður á vellinum en nýttu þær ekki til fulls í fyrri hálfleik. Það var mál manna í blaðamannastúkunni að KA þyrfti að nýta þessi tækifæri betur til að fara með góða stöðu til Wales eftir viku. Fyrsta færi leiksins var mjög gott en gaf tóninn fyrir það hverni færin voru nýtt í fyrri hálfleik.Vísir / Diego KA kom sér nokkrum sinnum í mjög góð skotfæri t.a.m. en skotin sem fóru á rammann voru oftar en ekki of beint á markið, of laus eða bæði. Markvörður Nomads átti ekki í teljandi vandræðum með þau verkefni sem hann þurfti að takast á við og get ég ímyndað mér að gestirnir frá Connah´s Quay hafi verið bara þokkalega sáttir við stöðu mála þegar komið var inn í hálfleik. Hart barist eins og allan leikinn.Vísir / Diego Þegar út í seinni hálfleikinn virtist hann ætla að þróast eins og sá fyrri. KA voru með boltann en náðu ekki að nýta stöður sínar nógu vel þangað til á 60. mínútu þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði fyrsta mark KA í Evrópukeppni í 20 ár. Og þvííkt mark. Hallgrímur reyndi sendinguna inn í fyrir varnarlínuna en fékk boltann aftur og hann tók boltann á lofti og sá smellhitti boltann sem sveif í fallegum streng í fjærhornið. Óverjarndi fyrir markvörðinn. KA menn voru komnir með markið sem þeir áttu skilið og það sem var nauðsynlegt fyrir þá upp á framtíðina í keppninni. Hallgrímur og liðsfélagar hans fagna markinu hansVísir / Diego KA kom sér þó nokkrum sinnum í vandræði í seinni hálfleik með því að sýna smá kæruleysi í sendingum sínum til baka. Til allrar heppni þá sáu gestirnir um það að hjálpa til við varnarleikinn með því að klúðra sínum stöðum einnig t.d. með því að stíga á boltann eða með afleitum sendingum. Það var svo á 85. mínútu sem Daníel Hafsteinsson gerði út um leikinn og gerði stöðuna í einvíginu ansi álitlega fyrir KA menn þegar hann skoraði annað mark þeirra gulklæddu. Daníel fékk boltann út úr vítateignum eftir fyrirgjöf sem illa gekk að hreinsa frá. Boltinn kom beint til hans og hann hamraði hann af vítateigslínunni og komst boltinn í gegnum þvöguna og söng í netinu. Varnarmúr gestanna hafði verið þykkur og þéttur en þarna brást hann og KA menn brostu. Eftir markið gerðist fátt markvert og KA menn sigldu heim öruggum sigri og geta verið gífurlega ánægðir með dagsverkið og veganestið sem fer með þeim til Wales eftir viku. Afhverju vann KA? Eins og ég kom inn á fyrr í greininni þá eru KA menn með betra fótbolta lið í dag. Það sannaðist í seinni hálfleik þegar þeir náðu inn mörkunum til að sannreyna þá fullyrðingu. Mörkin skipta sköpum en KA gerði mjög vel í því að halda boltanum innan liðsins skapa sér færi og svo nýta þau. Þá var vel gert að halda Walesverjum í skefjum en þeir sköpuðu lítið sem ekkert. Hvað gekk illa? Í fyrri hálfleik gekk KA illa að nýta færin sín og stöður en það kom ekki að sök. Hjá gestunum gekk mjög illa ða halda boltanum innan liðsins og svo nýta þessar fáu stöður sem sköpuðust hjá þeim. Það kom svo á daginn að leikformið er ekki upp á sitt besta enda fyrsti keppnisleikur liðsins þetta tímabilið en deildarkeppnin í Wales er ekki byrjuð. KA þurfti líka að verjast og gerðu það velVísir / Diego Bestur á vellinum? Það stóðu margir sig vel hjá KA en það að brjóta ísinn var mjög mikilvægt fyrir sálartetrið að ég held fyrir KA menn. Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði það og var vel að því kominn. Var mikið í boltanum og skapaði nokkrum sinnum góðar stöður fyrir sína menn. Hjá Nomads var það markvörðurinn sem stóð sig best myndi ég segja enda varði hann sjö af níu skotum sem KA menn náðu á markið. Sumt létt en það þarf að verja öll skot. Hvað næst? Ferðalag fyrir Akureyringa til Wales er á næstu grösum. Eins og Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sagði í viðtali þá þurfa KA menn að spila vel í Wales til að komast áfram. Ég hef engar áhyggjur af norðanmönnum að þeir geri það ekki og klári verkefnið. Þeir eru talsvert betra fótbolta lið. Hallgrímur Mar: Þetta var af dýrari gerðinni Hallgrímur var bestur á vellinum.Vísir / Diego „Jú svona fótboltalega séð fannst mér við eiga skilið að vinna þennan leik“, sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, annar markaskorara KA í kvöld, þegar hann var spurður hvort sigurinn hafi ekki bara verið nokkuð sanngjarn. „Mér fannst þeir samt alveg vera erfiðir, þeir eru líkamlega sterkri, dæla mörgum boltum fram og skapa hættur þannig. Ég held samt sem áður að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt.“ Hallgrímur var spurður að því hvort eitthvað stress hafi læðst að hans mönnum að vera ekki yfir í hálfleik. „Nei, mér fannst smá skjálfti í upphafi leiks en mér fannst við komast yfir það strax í fyrri hálfleik. Svo hvernig við enduðum fyrri hálfleikinn þá vissi ég það alveg að við myndum brjóta þá niður. Ekkert stress í hálfleik. Bara halda áfram.“ Hvað þarf KA að gera til að halda gæðum í sínum leik og klára verkefnið? „Við þurfum bara að spila sama leik en við þurfum samt að vera klókari. Eins og þegar við fáum boltann í millisvæðið,einhverjir þurfa að taka djúp hlaup frekar. Við erum svolítið mikið allir að fara í millisvæðið. Við þurfum líka bara að halda hreinu, halda fókus og þá förum við áfram.“ Hallgrímur sagði blaðamanni fyrir viðtalið að hann vissi að leikurinn í kvöld væri sá 300. fyrir KA og hann notaði þann leik til að opna markareikning sinn í Evrópu. „Já þetta var af dýrari gerðinni og það var mjög gott að fagna þessu svoleiðis“, sagði Hallgrímur en það má með sanni segja að mark hans hafi verið af dýrari gerðinni en skotið var óverjandi fyrir Andrew Firth í markinu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti