Ekki enn tekist að koma hvalveiðibátum úr gömlu höfninni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júlí 2023 07:45 Hvalveiðibátarnir liggja við höfn innan um hvalaskoðunarbáta og ýmsan ferðamannaiðnað. Vísir/Vilhelm Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 standa enn við Ægisgarð þrátt fyrir vilja Reykjavíkurborgar um að þeir verði fluttir þaðan burt. Nýjustu vendingar í hvalveiðimálum hafa ekki verið ræddar í borgarstjórn. „Við eigum í samtali við Hval um málið,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Segist hann ekki geta fullyrt að bátarnir verði færðir úr Ægisgarði, það er úr miðri gömlu höfninni í Reykjavík. „Tímasetningin er að minnsta kosti ekki ákveðin,“ segir hann. Málið komst til tals þann 13. maí síðastliðinn að frumkvæði Lífar Magneudóttur, fulltrúa Vinstri grænna í minnihluta borgarstjórnar. Lagði Líf til að Faxaflóahafnir endurskoðuðu samning sinn við Hval hf um hafnaraðstöðu, samningnum yrði sagt upp eða að bátunum yrði fundinn annar staður en í miðri gömlu höfninni sem sé miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar. Miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar lagði fram sambærilega tillögu. Er hún svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, með vísun til margvíslegra umhverfisverndarstefna borgarinnar, aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og stöðu höfuðborgarinnar sem ferðamannastaðar, að beina því til stjórnar Faxaflóahafna að skoða hvort hægt verði að finna annan stað fyrir hvalveiðiskip fyrirtækisins Hvals hf. en í miðri gömlu höfninni í Reykjavík sem er miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar.“ Var hún samþykkt en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sátu hjá. Ýta ekki á í sumarfríi Málið var tekið fyrir í stjórn Faxaflóahafna þann 26. maí og fól hún hafnarstjóra að ræða við eigendur bátanna. „Borgarstjórn vísaði þessum tilmælum til hafnarstjóra sem ég veit að er að skoða málið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Borgarstjórn er í fríi og ýtir ekkert eftir þessu fyrr en hún kemur saman aftur.“ Að sögn Þórdísar Lóu hafa nýjustu vendingar í hvalveiðimálum, það er það bann sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti tímabundið á starfsemina, ekki komið til umræðu í borgarstjórn. „Það var engin afstaða tekin í borgarstjórn hvort að hvalveiðibátar ættu að fá að vera í Reykjavíkurhöfn eða ekki,“ segir hún. Harðorðar bókanir Líf lét bóka í maí síðastliðnum að hvalveiðibátarnir tækju pláss af vaxandi atvinnustarfsemi í höfninni, svo sem ferðamennsku. Ekkert væri því til fyrirstöðu að bátarnir færu, jafn vel aftur til eigenda sinna í Hvalfirði. Hvalveiðar væru ómannúðleg tímaskekkja sem bæri að banna með öllu. Fulltrúar Sósíalista töldu mikilvægt að borgarstjórn myndi bregðast við eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar þar sem kæmi fram að hvalveiðar samrýmast ekki markmiðum laga um velferð dýra. Eðlilegt sé að samningi Faxaflóahafna við Hval hf verði sagt upp. Þannig væru sendi skýr skilaboð um að starfsemin væri ekki velkomin innan borgarmarka. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, studdi tillöguna en sagði að ef vilji væri til að hindra hvalveiðar væri kannski best að skipin yrðu bundin sem rækilegast við bryggju um aldur og ævi. Reykjavík Hafnarmál Hvalveiðar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
„Við eigum í samtali við Hval um málið,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Segist hann ekki geta fullyrt að bátarnir verði færðir úr Ægisgarði, það er úr miðri gömlu höfninni í Reykjavík. „Tímasetningin er að minnsta kosti ekki ákveðin,“ segir hann. Málið komst til tals þann 13. maí síðastliðinn að frumkvæði Lífar Magneudóttur, fulltrúa Vinstri grænna í minnihluta borgarstjórnar. Lagði Líf til að Faxaflóahafnir endurskoðuðu samning sinn við Hval hf um hafnaraðstöðu, samningnum yrði sagt upp eða að bátunum yrði fundinn annar staður en í miðri gömlu höfninni sem sé miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar. Miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar lagði fram sambærilega tillögu. Er hún svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, með vísun til margvíslegra umhverfisverndarstefna borgarinnar, aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og stöðu höfuðborgarinnar sem ferðamannastaðar, að beina því til stjórnar Faxaflóahafna að skoða hvort hægt verði að finna annan stað fyrir hvalveiðiskip fyrirtækisins Hvals hf. en í miðri gömlu höfninni í Reykjavík sem er miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar.“ Var hún samþykkt en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sátu hjá. Ýta ekki á í sumarfríi Málið var tekið fyrir í stjórn Faxaflóahafna þann 26. maí og fól hún hafnarstjóra að ræða við eigendur bátanna. „Borgarstjórn vísaði þessum tilmælum til hafnarstjóra sem ég veit að er að skoða málið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Borgarstjórn er í fríi og ýtir ekkert eftir þessu fyrr en hún kemur saman aftur.“ Að sögn Þórdísar Lóu hafa nýjustu vendingar í hvalveiðimálum, það er það bann sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti tímabundið á starfsemina, ekki komið til umræðu í borgarstjórn. „Það var engin afstaða tekin í borgarstjórn hvort að hvalveiðibátar ættu að fá að vera í Reykjavíkurhöfn eða ekki,“ segir hún. Harðorðar bókanir Líf lét bóka í maí síðastliðnum að hvalveiðibátarnir tækju pláss af vaxandi atvinnustarfsemi í höfninni, svo sem ferðamennsku. Ekkert væri því til fyrirstöðu að bátarnir færu, jafn vel aftur til eigenda sinna í Hvalfirði. Hvalveiðar væru ómannúðleg tímaskekkja sem bæri að banna með öllu. Fulltrúar Sósíalista töldu mikilvægt að borgarstjórn myndi bregðast við eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar þar sem kæmi fram að hvalveiðar samrýmast ekki markmiðum laga um velferð dýra. Eðlilegt sé að samningi Faxaflóahafna við Hval hf verði sagt upp. Þannig væru sendi skýr skilaboð um að starfsemin væri ekki velkomin innan borgarmarka. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, studdi tillöguna en sagði að ef vilji væri til að hindra hvalveiðar væri kannski best að skipin yrðu bundin sem rækilegast við bryggju um aldur og ævi.
Reykjavík Hafnarmál Hvalveiðar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira