Ekki enn tekist að koma hvalveiðibátum úr gömlu höfninni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júlí 2023 07:45 Hvalveiðibátarnir liggja við höfn innan um hvalaskoðunarbáta og ýmsan ferðamannaiðnað. Vísir/Vilhelm Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 standa enn við Ægisgarð þrátt fyrir vilja Reykjavíkurborgar um að þeir verði fluttir þaðan burt. Nýjustu vendingar í hvalveiðimálum hafa ekki verið ræddar í borgarstjórn. „Við eigum í samtali við Hval um málið,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Segist hann ekki geta fullyrt að bátarnir verði færðir úr Ægisgarði, það er úr miðri gömlu höfninni í Reykjavík. „Tímasetningin er að minnsta kosti ekki ákveðin,“ segir hann. Málið komst til tals þann 13. maí síðastliðinn að frumkvæði Lífar Magneudóttur, fulltrúa Vinstri grænna í minnihluta borgarstjórnar. Lagði Líf til að Faxaflóahafnir endurskoðuðu samning sinn við Hval hf um hafnaraðstöðu, samningnum yrði sagt upp eða að bátunum yrði fundinn annar staður en í miðri gömlu höfninni sem sé miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar. Miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar lagði fram sambærilega tillögu. Er hún svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, með vísun til margvíslegra umhverfisverndarstefna borgarinnar, aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og stöðu höfuðborgarinnar sem ferðamannastaðar, að beina því til stjórnar Faxaflóahafna að skoða hvort hægt verði að finna annan stað fyrir hvalveiðiskip fyrirtækisins Hvals hf. en í miðri gömlu höfninni í Reykjavík sem er miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar.“ Var hún samþykkt en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sátu hjá. Ýta ekki á í sumarfríi Málið var tekið fyrir í stjórn Faxaflóahafna þann 26. maí og fól hún hafnarstjóra að ræða við eigendur bátanna. „Borgarstjórn vísaði þessum tilmælum til hafnarstjóra sem ég veit að er að skoða málið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Borgarstjórn er í fríi og ýtir ekkert eftir þessu fyrr en hún kemur saman aftur.“ Að sögn Þórdísar Lóu hafa nýjustu vendingar í hvalveiðimálum, það er það bann sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti tímabundið á starfsemina, ekki komið til umræðu í borgarstjórn. „Það var engin afstaða tekin í borgarstjórn hvort að hvalveiðibátar ættu að fá að vera í Reykjavíkurhöfn eða ekki,“ segir hún. Harðorðar bókanir Líf lét bóka í maí síðastliðnum að hvalveiðibátarnir tækju pláss af vaxandi atvinnustarfsemi í höfninni, svo sem ferðamennsku. Ekkert væri því til fyrirstöðu að bátarnir færu, jafn vel aftur til eigenda sinna í Hvalfirði. Hvalveiðar væru ómannúðleg tímaskekkja sem bæri að banna með öllu. Fulltrúar Sósíalista töldu mikilvægt að borgarstjórn myndi bregðast við eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar þar sem kæmi fram að hvalveiðar samrýmast ekki markmiðum laga um velferð dýra. Eðlilegt sé að samningi Faxaflóahafna við Hval hf verði sagt upp. Þannig væru sendi skýr skilaboð um að starfsemin væri ekki velkomin innan borgarmarka. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, studdi tillöguna en sagði að ef vilji væri til að hindra hvalveiðar væri kannski best að skipin yrðu bundin sem rækilegast við bryggju um aldur og ævi. Reykjavík Hafnarmál Hvalveiðar Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Við eigum í samtali við Hval um málið,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Segist hann ekki geta fullyrt að bátarnir verði færðir úr Ægisgarði, það er úr miðri gömlu höfninni í Reykjavík. „Tímasetningin er að minnsta kosti ekki ákveðin,“ segir hann. Málið komst til tals þann 13. maí síðastliðinn að frumkvæði Lífar Magneudóttur, fulltrúa Vinstri grænna í minnihluta borgarstjórnar. Lagði Líf til að Faxaflóahafnir endurskoðuðu samning sinn við Hval hf um hafnaraðstöðu, samningnum yrði sagt upp eða að bátunum yrði fundinn annar staður en í miðri gömlu höfninni sem sé miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar. Miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar lagði fram sambærilega tillögu. Er hún svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, með vísun til margvíslegra umhverfisverndarstefna borgarinnar, aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og stöðu höfuðborgarinnar sem ferðamannastaðar, að beina því til stjórnar Faxaflóahafna að skoða hvort hægt verði að finna annan stað fyrir hvalveiðiskip fyrirtækisins Hvals hf. en í miðri gömlu höfninni í Reykjavík sem er miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar.“ Var hún samþykkt en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sátu hjá. Ýta ekki á í sumarfríi Málið var tekið fyrir í stjórn Faxaflóahafna þann 26. maí og fól hún hafnarstjóra að ræða við eigendur bátanna. „Borgarstjórn vísaði þessum tilmælum til hafnarstjóra sem ég veit að er að skoða málið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Borgarstjórn er í fríi og ýtir ekkert eftir þessu fyrr en hún kemur saman aftur.“ Að sögn Þórdísar Lóu hafa nýjustu vendingar í hvalveiðimálum, það er það bann sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti tímabundið á starfsemina, ekki komið til umræðu í borgarstjórn. „Það var engin afstaða tekin í borgarstjórn hvort að hvalveiðibátar ættu að fá að vera í Reykjavíkurhöfn eða ekki,“ segir hún. Harðorðar bókanir Líf lét bóka í maí síðastliðnum að hvalveiðibátarnir tækju pláss af vaxandi atvinnustarfsemi í höfninni, svo sem ferðamennsku. Ekkert væri því til fyrirstöðu að bátarnir færu, jafn vel aftur til eigenda sinna í Hvalfirði. Hvalveiðar væru ómannúðleg tímaskekkja sem bæri að banna með öllu. Fulltrúar Sósíalista töldu mikilvægt að borgarstjórn myndi bregðast við eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar þar sem kæmi fram að hvalveiðar samrýmast ekki markmiðum laga um velferð dýra. Eðlilegt sé að samningi Faxaflóahafna við Hval hf verði sagt upp. Þannig væru sendi skýr skilaboð um að starfsemin væri ekki velkomin innan borgarmarka. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, studdi tillöguna en sagði að ef vilji væri til að hindra hvalveiðar væri kannski best að skipin yrðu bundin sem rækilegast við bryggju um aldur og ævi.
Reykjavík Hafnarmál Hvalveiðar Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu