Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 12. júlí 2023 14:59 Skjáskot úr myndbandi sem vegfarendur náðu af framúrakstrinum. Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. Ökumaður flutningabílsins var búinn að taka fram úr fimm bílum þegar bíll kom á móti honum. Til að forða sér frá árekstri þurfti flutningabíllinn að sveigja aftur inn á hinn vegarhelminginn með þeim afleiðingum að annar bíll endaði úti í vegarkanti. Í samtal við Vísi í gær sagði Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, að rætt hafi verið við umræddan bílstjóra vegna málsins en hún gat þó ekki sagt til um það hvort þetta kynni að hafa afleiðingar fyrir starfsmanninn. Ingi Þór Hermannsson, forstöðumaður innnanlandsflutninga Samskipa, segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Hann var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Í fyrsta lagi vil ég segja að við hörmum þetta atvik. Það er engan veginn í samræmi verklag okkar og öryggiskröfur,“ segir Ingi Þór. „Á þessu var tekið strax í gær þegar þetta kom upp. Við erum að vinna í þessu máli í dag og munum ljúka samtali við bílstjórann strax eftir hádegi og þá kemst niðurstaða í þetta mál.“ Ingi segir að öryggismál séu Samskipum mjög hugleikinn í allri starfsemi fyrirtækisins og mantran „Komum heil heim“ sé þar ráðandi. Það eigi líka við um vegfarendur. Ingi Þór tjáði Vísi nú klukkan þrjú að von væri á tilkynningu vegna málsins á næstu klukkustund. Búið væri að ræða við bílstjórann og niðurstaða komin í málið. Samgöngur Lögreglumál Borgarbyggð Umferðaröryggi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ökumaður flutningabílsins var búinn að taka fram úr fimm bílum þegar bíll kom á móti honum. Til að forða sér frá árekstri þurfti flutningabíllinn að sveigja aftur inn á hinn vegarhelminginn með þeim afleiðingum að annar bíll endaði úti í vegarkanti. Í samtal við Vísi í gær sagði Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, að rætt hafi verið við umræddan bílstjóra vegna málsins en hún gat þó ekki sagt til um það hvort þetta kynni að hafa afleiðingar fyrir starfsmanninn. Ingi Þór Hermannsson, forstöðumaður innnanlandsflutninga Samskipa, segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Hann var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Í fyrsta lagi vil ég segja að við hörmum þetta atvik. Það er engan veginn í samræmi verklag okkar og öryggiskröfur,“ segir Ingi Þór. „Á þessu var tekið strax í gær þegar þetta kom upp. Við erum að vinna í þessu máli í dag og munum ljúka samtali við bílstjórann strax eftir hádegi og þá kemst niðurstaða í þetta mál.“ Ingi segir að öryggismál séu Samskipum mjög hugleikinn í allri starfsemi fyrirtækisins og mantran „Komum heil heim“ sé þar ráðandi. Það eigi líka við um vegfarendur. Ingi Þór tjáði Vísi nú klukkan þrjú að von væri á tilkynningu vegna málsins á næstu klukkustund. Búið væri að ræða við bílstjórann og niðurstaða komin í málið.
Samgöngur Lögreglumál Borgarbyggð Umferðaröryggi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira