Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Máni Snær Þorláksson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 12. júlí 2023 11:44 Einar Hagalín og Adela Halldórsdóttir nýta sumarfríið í björgunarsveitarstörf. Vísir/Ívar Fannar Opnað var fyrir gossvæðið á Reykjanesi í gær. Fjöldi fólks mætti á svæðið í gær en að sögn björgunarsveitarfólks hefur meirihluti fólks heilt yfir verið þokkalega búið fyrir gönguna að eldgosinu. „Það er svo sem alltaf eitthvað inn á milli. Fólk bara á stuttermabol og ekkert meira, enginn bakpoki og ekkert vatn og ekkert til vara,“ segir Einar Hagalín, björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ, samtali við fréttastofu í gær. „Við erum að passa upp á að það fari allt vel fram.“ Adela Halldórsdóttir, sem er einnig í Björgunarveitinni Kyndli, bendir á mikilvægi þess að fólk hlýði þeim og fari réttum megin að gosinu. Þannig sé það í minni mengun. „Eftir því sem fólksfjöldinn eykst þá náttúrulega aukast líkurnar á að eitthvað gerist,“ segir Einar þá. „Við erum bara að vona það besta og vera til taks ef eitthvað kemur upp á.“ Klippa: Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Hvaða ráð gefið þið helst fólki sem ætlar að fara í gönguna? „Það er að halda sig í hæð, ekki vera ofan í lægðunum. Fara hérna eftir hringnum og helst upp á fjallið. Bara forðast gasið og þessa mengun sem er náttúrlega lífshættuleg og fylgir þessu,“ segir Einar. „Og taka nóg af vatni með sér,“ skýtur Adela inn í. Þá segja þau að það gaman að fara í þetta verkfefni um hásumar. „Við tókum bara sumarfrísdaga til þess að koma hingað, þetta er bara svona. Svo erum við að fara í heila viku inn í Landmannalaugar eftir nokkra daga. Þetta er bara lífið, þetta er bara gaman“ Ánægðir ferðamenn Einnig er rætt við ferðamenn sem mættu á gossvæðið í gær og voru himinlifandi með að fá að sjá eldgosið, þau Harry, Emily og Dani. „Þetta var virkilega magnað,“ segir hinn skoski Harry í samtali við fréttastofu. „Þetta var ótrúlegt,“ segir hin bandaríska Emily þá. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður og töldu að það hafi verið vel þess virði að ganga að gosinu, þrátt fyrir að það hafi tekið um þrjá og hálfan tíma að fara aðra leiðina. „Nú þurfum við að fara alla leið aftur,“ segir Dani en þau fullyrða öll engu að síður að það sé þess virði að ganga að gosinu. Rætt var við Harry frá Skotlandi og Bandaríkjamennina Emily og Dani sem voru á leið til baka frá gosinu við Litla-Hrút.Vísir/Ívar Fannar Þá segja þau að eldgosið sé einstakt og koma því að orði að það sé bara eitthvað sem gerist „einu sinni á ævinni.“ Flestir Íslendingar eru þó eflaust ósammála því. Skrifa nýjar tölur á skiltin Jón Ágúst Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu, var líka á gossvæðinu í gær. Hann var í því hlutverki að sinna aðkomuleiðum og ýmsum öryggismálum fyrir Grindavíkurbæ og Almannavarnir. „Við höfum séð um að skipuleggja í raun og veru gönguleiðir og þessar vegmerkingar sem eru hérna frá 2021 og 2022. Það er svona heildstætt gönguleiðakerfi sem hefur verið skipulagt og nú þurfum við að framlengja það áfram og aðlaga okkur að aðstæðum.“ Jón Ágúst Steingrímsson jarðverkfræðingur sinnir aðkomuleiðum og öryggismálum á svæðinu.Vísir/Ívar Fannar Til dæmis þurfi að aðlaga upplýsingarnar að nýja gosinu, skrifa inn nýjar tölur á skiltin og svoleiðis. Hvenær verður ný leið tilbúin? „Það er ómögulegt að segja. Við byrjum á að stika þetta og merkja, það er nú aðalatriðið, að fólk viti aðallega hvernig það á að rata til baka og komast á stæðið. Svo verða kortin hér við upphaf gönguleiðanna uppfærð á næstu dögum með nýjum upplýsingum.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Það er svo sem alltaf eitthvað inn á milli. Fólk bara á stuttermabol og ekkert meira, enginn bakpoki og ekkert vatn og ekkert til vara,“ segir Einar Hagalín, björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ, samtali við fréttastofu í gær. „Við erum að passa upp á að það fari allt vel fram.“ Adela Halldórsdóttir, sem er einnig í Björgunarveitinni Kyndli, bendir á mikilvægi þess að fólk hlýði þeim og fari réttum megin að gosinu. Þannig sé það í minni mengun. „Eftir því sem fólksfjöldinn eykst þá náttúrulega aukast líkurnar á að eitthvað gerist,“ segir Einar þá. „Við erum bara að vona það besta og vera til taks ef eitthvað kemur upp á.“ Klippa: Nýta frídaga í björgunarsveitarstörf við gosið Hvaða ráð gefið þið helst fólki sem ætlar að fara í gönguna? „Það er að halda sig í hæð, ekki vera ofan í lægðunum. Fara hérna eftir hringnum og helst upp á fjallið. Bara forðast gasið og þessa mengun sem er náttúrlega lífshættuleg og fylgir þessu,“ segir Einar. „Og taka nóg af vatni með sér,“ skýtur Adela inn í. Þá segja þau að það gaman að fara í þetta verkfefni um hásumar. „Við tókum bara sumarfrísdaga til þess að koma hingað, þetta er bara svona. Svo erum við að fara í heila viku inn í Landmannalaugar eftir nokkra daga. Þetta er bara lífið, þetta er bara gaman“ Ánægðir ferðamenn Einnig er rætt við ferðamenn sem mættu á gossvæðið í gær og voru himinlifandi með að fá að sjá eldgosið, þau Harry, Emily og Dani. „Þetta var virkilega magnað,“ segir hinn skoski Harry í samtali við fréttastofu. „Þetta var ótrúlegt,“ segir hin bandaríska Emily þá. Þau höfðu aldrei séð eldgos áður og töldu að það hafi verið vel þess virði að ganga að gosinu, þrátt fyrir að það hafi tekið um þrjá og hálfan tíma að fara aðra leiðina. „Nú þurfum við að fara alla leið aftur,“ segir Dani en þau fullyrða öll engu að síður að það sé þess virði að ganga að gosinu. Rætt var við Harry frá Skotlandi og Bandaríkjamennina Emily og Dani sem voru á leið til baka frá gosinu við Litla-Hrút.Vísir/Ívar Fannar Þá segja þau að eldgosið sé einstakt og koma því að orði að það sé bara eitthvað sem gerist „einu sinni á ævinni.“ Flestir Íslendingar eru þó eflaust ósammála því. Skrifa nýjar tölur á skiltin Jón Ágúst Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu, var líka á gossvæðinu í gær. Hann var í því hlutverki að sinna aðkomuleiðum og ýmsum öryggismálum fyrir Grindavíkurbæ og Almannavarnir. „Við höfum séð um að skipuleggja í raun og veru gönguleiðir og þessar vegmerkingar sem eru hérna frá 2021 og 2022. Það er svona heildstætt gönguleiðakerfi sem hefur verið skipulagt og nú þurfum við að framlengja það áfram og aðlaga okkur að aðstæðum.“ Jón Ágúst Steingrímsson jarðverkfræðingur sinnir aðkomuleiðum og öryggismálum á svæðinu.Vísir/Ívar Fannar Til dæmis þurfi að aðlaga upplýsingarnar að nýja gosinu, skrifa inn nýjar tölur á skiltin og svoleiðis. Hvenær verður ný leið tilbúin? „Það er ómögulegt að segja. Við byrjum á að stika þetta og merkja, það er nú aðalatriðið, að fólk viti aðallega hvernig það á að rata til baka og komast á stæðið. Svo verða kortin hér við upphaf gönguleiðanna uppfærð á næstu dögum með nýjum upplýsingum.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira