„Endaði þannig að Davíð Oddsson borgaði bara skipið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 08:38 Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, var forstjóri N1 árin 2006 til 2012. Vísir/Vilhelm Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, segist aldrei hafa litið Norðmenn sömu augum eftir að Ísland varð næstum því olíulaust í nokkrar vikur skömmu eftir bankahrun á Íslandi árið 2008 þegar norska olíufyrirtækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslufrest. Hermann, sem var forstjóri N1 árin 2006 til 2012, rifjaði þetta upp í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark en Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. Hermann segir N1 hafa leitað til Statoil, sem nú heitir Equinor, vegna flutnings á olíu að andvirði 23 milljóna dala til landsins. Þá hafi N1 hins vegar einungis verið með 3,5 til 4 milljarða króna í lausafé og almennt þurfi að staðgreiða olíu. N1 hafi í ljósi stöðunnar óskað eftir 60 daga greiðslufresti gegn bankaábyrgð frá Seðlabanka Íslands. Félagið hafi átt í viðskiptum við Statoil í 30 ár vandkvæðalaust. Seðlabankinn til bjargar „Það kom svar daginn eftir að því miður myndi það ekki ganga. Seðlabankinn nyti ekki trausts,“ segir Hermann sem bætir því við að N1 hafi svarað Statoil samdægurs og fengið lítið skuldsettan ríkissjóð til að ábyrgjast greiðsluna. Statoil hafnaði hins vegar beiðninni. „Það endaði bara þannig að Davíð Oddsson, sem þá var seðlabankastjóri, borgaði bara skipið, þ.e. þessar 23 milljónir dollara. Hann var eini maðurinn sem átti gjaldeyri,“ segir Hermann. N1 greiddi Seðlabankanum til baka í krónum. „Við fengum áfyllinguna. Að öðrum kosti hefði verið svona 4-5 vikna bið eftir að komast á pípuna aftur, ef skipið okkar hefði þurft að fara. Það bjargaði því að það varð ekki olíulaust á Íslandi.“ Norska fjármálaráðuneytið hafnaði beiðninni Hermann lýsir því að hann hafi beitt sér fyrir því eftir þetta að koma í veg fyrir að Statoil gæti tekið þátt í næsta útboði erlendra olíusala til N1 en íslensk olíufélög hafa yfirleitt bara einn erlendan olíubirgi. Farið var í slíkt útboð annað hvert ár og Statoil oftast fyrirtækið með besta boð, enda með stóra olíuhreinsunarstöð í Noregi. N1 samdi hins vegar við finnska olíufélagið Nesta Oil og stóð það samstarf yfir í tvö til þrjú ár. „Það var í rauninni mitt svar við þessari trakteringu Statoil á þessum tíma. Þeim var alveg sama um íslenska þjóð og alveg sama um þann vanda sem stóð fyrir dyrum. Þetta var algjörlega minniháttar mál fyrir þá.“ Hermann segir síðast hafa komist að því að norska fjármálaráðuneytið hafi hafnað beiðni forsvarsmanna Statoil, sem er í meirihlutaeigu norska ríkisins, um að veita N1 greiðslufrest. „Það var gert til þess að neyða Íslendinga í eitthvað prógramm hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það átti bara að svelta okkur til hlýðni með öllum ráðum. Síðan hef ég aldrei litið Norðmenn sömu augum.“ Bensín og olía Hrunið Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Sjá meira
Hermann, sem var forstjóri N1 árin 2006 til 2012, rifjaði þetta upp í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark en Viðskiptablaðið fjallaði fyrst um málið. Hermann segir N1 hafa leitað til Statoil, sem nú heitir Equinor, vegna flutnings á olíu að andvirði 23 milljóna dala til landsins. Þá hafi N1 hins vegar einungis verið með 3,5 til 4 milljarða króna í lausafé og almennt þurfi að staðgreiða olíu. N1 hafi í ljósi stöðunnar óskað eftir 60 daga greiðslufresti gegn bankaábyrgð frá Seðlabanka Íslands. Félagið hafi átt í viðskiptum við Statoil í 30 ár vandkvæðalaust. Seðlabankinn til bjargar „Það kom svar daginn eftir að því miður myndi það ekki ganga. Seðlabankinn nyti ekki trausts,“ segir Hermann sem bætir því við að N1 hafi svarað Statoil samdægurs og fengið lítið skuldsettan ríkissjóð til að ábyrgjast greiðsluna. Statoil hafnaði hins vegar beiðninni. „Það endaði bara þannig að Davíð Oddsson, sem þá var seðlabankastjóri, borgaði bara skipið, þ.e. þessar 23 milljónir dollara. Hann var eini maðurinn sem átti gjaldeyri,“ segir Hermann. N1 greiddi Seðlabankanum til baka í krónum. „Við fengum áfyllinguna. Að öðrum kosti hefði verið svona 4-5 vikna bið eftir að komast á pípuna aftur, ef skipið okkar hefði þurft að fara. Það bjargaði því að það varð ekki olíulaust á Íslandi.“ Norska fjármálaráðuneytið hafnaði beiðninni Hermann lýsir því að hann hafi beitt sér fyrir því eftir þetta að koma í veg fyrir að Statoil gæti tekið þátt í næsta útboði erlendra olíusala til N1 en íslensk olíufélög hafa yfirleitt bara einn erlendan olíubirgi. Farið var í slíkt útboð annað hvert ár og Statoil oftast fyrirtækið með besta boð, enda með stóra olíuhreinsunarstöð í Noregi. N1 samdi hins vegar við finnska olíufélagið Nesta Oil og stóð það samstarf yfir í tvö til þrjú ár. „Það var í rauninni mitt svar við þessari trakteringu Statoil á þessum tíma. Þeim var alveg sama um íslenska þjóð og alveg sama um þann vanda sem stóð fyrir dyrum. Þetta var algjörlega minniháttar mál fyrir þá.“ Hermann segir síðast hafa komist að því að norska fjármálaráðuneytið hafi hafnað beiðni forsvarsmanna Statoil, sem er í meirihlutaeigu norska ríkisins, um að veita N1 greiðslufrest. „Það var gert til þess að neyða Íslendinga í eitthvað prógramm hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það átti bara að svelta okkur til hlýðni með öllum ráðum. Síðan hef ég aldrei litið Norðmenn sömu augum.“
Bensín og olía Hrunið Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Sjá meira