Íslensk vegabréf Bobby Fischer fundust fyrir tilviljun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. júlí 2023 15:46 Aldís Sigfúsdóttir tók við vegabréfunum fyrir hönd Fischersetursins frá Stefáni Hauki Jóhannssyni, sendiherra Íslands í Tókýó. Utanríkisráðuneytið Stefán Haukur Jóhannsson, sendiherra Íslands í Japan, afhenti Fischersetrinu á Selfossi tvö íslensk vegabréf skáksnillingsins Bobby Fischer sem gefin voru út árið 2005 þegar hann fékk ríkisborgararétt hér á landi. Vegabréfin voru týnd en fundust fyrir tilviljun, eitt í sendiráðinu í Japan og annað á skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið greinir frá í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar kemur fram að annað vegabréfið hafi fundist við tiltekt í sendiráðinu í Tokýó í vor. Umrætt vegabréf var gefið út í febrúar 2005 og notað til að koma Fischer til Íslands þar sem hann fékk síðar íslenskt ríkisfang. Bobby Fischer varð ríkisfangslaus eftir að hann afsalaði sér bandarískum ríkisborgararétti til að forðast lögsókn þar, en Fischer hafði teflt við Boris Spasskí í Júgóslavíu þvert á viðskiptabann Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Tókýó, Stefáni Hauki Jóhannssyni varð strax hugsað til Fischersetursins á Selfossi en svo vildi til að hann hafði fyrir skemmstu verið að aðstoða setrið við að komast í samband við ekkju Fischer sem er frá Japan og býr þar. Verða safngripir Segir í færslu ráðuneytisins að leitað hafi verið til laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins til að kanna hvort og hvernig hægt væri að láta vegabréf látins einstaklings þriðja aðila, Fischersetrinu, í té. „Í þeirri málaleitan kom á daginn að annað vegabréf hafði nýverið fundist á prótókollskrifstofu ráðuneytisins, almennt vegabréf fyrir íslenska ríkisborgara útgefið í mars 2005, fyrir þennan sama Robert James Fischer. Í því vegabréfi er hann skráður íslenskur. Þar var þá um að ræða vegabréfið sem hann fékk eftir að hann öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt, um leið og "vegabréf útlendings" var gatað og ógilt.“ Bobby Fischer fékk að endingu íslenskan ríkisborgararétt. Utanríkisráðuneytið Eftir nokkrar vangaveltur var niðurstaðan sú að ráðuneytið myndi afhenda setrinu vegabréfin tvö sem gefin voru út í nafni Robert James Fischer til ótímabundinnar vörslu og sýningar sem safngrip, með þeim fyrirvara að ráðuneytið gæti kallað það til sín ef þörf krefði. Þá vildi svo skemmtilega til að Stefán Haukur var staddur á landinu þegar niðurstaðan lá fyrir. Hann mælti sér mót við Aldísi Sigfúsdóttur í Fischersetrinu og afhenti henni vegabréfin tvö og gat þannig fylgt sögunni eftir frá upphafi til enda. Fyrra vegabréf Fischer var sérstaklega merkt sem vegabréf útlendings.Utanríkisráðuneytið Bobby Fischer Árborg Vegabréf Einvígi aldarinnar Skák Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greinir frá í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar kemur fram að annað vegabréfið hafi fundist við tiltekt í sendiráðinu í Tokýó í vor. Umrætt vegabréf var gefið út í febrúar 2005 og notað til að koma Fischer til Íslands þar sem hann fékk síðar íslenskt ríkisfang. Bobby Fischer varð ríkisfangslaus eftir að hann afsalaði sér bandarískum ríkisborgararétti til að forðast lögsókn þar, en Fischer hafði teflt við Boris Spasskí í Júgóslavíu þvert á viðskiptabann Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Tókýó, Stefáni Hauki Jóhannssyni varð strax hugsað til Fischersetursins á Selfossi en svo vildi til að hann hafði fyrir skemmstu verið að aðstoða setrið við að komast í samband við ekkju Fischer sem er frá Japan og býr þar. Verða safngripir Segir í færslu ráðuneytisins að leitað hafi verið til laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins til að kanna hvort og hvernig hægt væri að láta vegabréf látins einstaklings þriðja aðila, Fischersetrinu, í té. „Í þeirri málaleitan kom á daginn að annað vegabréf hafði nýverið fundist á prótókollskrifstofu ráðuneytisins, almennt vegabréf fyrir íslenska ríkisborgara útgefið í mars 2005, fyrir þennan sama Robert James Fischer. Í því vegabréfi er hann skráður íslenskur. Þar var þá um að ræða vegabréfið sem hann fékk eftir að hann öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt, um leið og "vegabréf útlendings" var gatað og ógilt.“ Bobby Fischer fékk að endingu íslenskan ríkisborgararétt. Utanríkisráðuneytið Eftir nokkrar vangaveltur var niðurstaðan sú að ráðuneytið myndi afhenda setrinu vegabréfin tvö sem gefin voru út í nafni Robert James Fischer til ótímabundinnar vörslu og sýningar sem safngrip, með þeim fyrirvara að ráðuneytið gæti kallað það til sín ef þörf krefði. Þá vildi svo skemmtilega til að Stefán Haukur var staddur á landinu þegar niðurstaðan lá fyrir. Hann mælti sér mót við Aldísi Sigfúsdóttur í Fischersetrinu og afhenti henni vegabréfin tvö og gat þannig fylgt sögunni eftir frá upphafi til enda. Fyrra vegabréf Fischer var sérstaklega merkt sem vegabréf útlendings.Utanríkisráðuneytið
Bobby Fischer Árborg Vegabréf Einvígi aldarinnar Skák Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira