Pressan kom ekki frá Pavel: Tindastóll fékk loksins tækifæri og greip það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 11:01 Pavel Ermolinskij lifir sig inn í leikinn í úrslitakeppninni í vor. Hann var sá fyrsti til að gera Tindastól að meisturum og verður sá fyrsti til að stýra Stólunum í Evrópukeppni. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls, fagnar því að félagið sé tilbúið að stíga stórt skref og taka þátt í Evrópukeppni næsta vetur. Tindastóll hefur skráð sig í FIBA Europe Cup á komandi tímabili en það er næststærst Evrópukeppnin sem FIBA heldur úti, á eftir FIBA Champions League. Þórsarar úr Þorlákshöfn tóku þátt í sömu keppni í fyrra en duttu út eftir undankeppni sem fór fram í Kósóvó. „Þetta er mjög spennandi fyrst og fremst og mér sjálfum finnst þetta sérstakt. Ég hef saknað þess að íslensku liðin séu reglulega að taka þátt í þessu. Mér finnst að það ætti að vera þannig þegar liðin fá tækifæri til,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Mér finnst frábært að þegar Tindastóll fær loksins tækifæri til að vera með þá grípa þeir það. Við verum bara mjög spenntir fyrir þessu,“ sagði Pavel. Var Pavel að pressa á að Tindastóll færi í Evrópukeppni þegar hann var í samningaviðræðum um að halda áfram þjálfun liðsins? „Nei, alls ekki. Ég vildi gera þetta eins og allir. Þetta er smá fjárhagslegur pakki og smá skuldbinding. Það er ástæðan fyrir því að það fara ekki allir í þetta. Ég var alls ekki að pressa á neinn að taka þátt í þessu,“ sagði Pavel. „Mínir menn fyrir norðan gera hlutina bara vel, ákváðu bara að fara í þetta mál, tækla það og leysa. Þetta er bara mjög ánægjulegur endir,“ sagði Pavel. Eru Stólarnir búnir að setja sér markmið. „Alls ekki. Bara að fara út, taka þátt og gera sitt besta. Það sem er smá vandamál í þessu er að íslensk félög hafa ekki verið mjög dugleg að taka þátt í þessu og það er því erfitt að átta sig í hvað við erum að fara út í. Það er erfitt að bera þetta saman við fortíðina,“ sagði Pavel. „Það er löng leið inn í einhverja riðla og eitthvað slíkt. Þetta er meira en að fara og hafa gaman en þetta er heldur engin pressa núna að þurfa að verða Evrópu- og heimsmeistarar,“ sagði Pavel léttur að vanda. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Tindastóll hefur skráð sig í FIBA Europe Cup á komandi tímabili en það er næststærst Evrópukeppnin sem FIBA heldur úti, á eftir FIBA Champions League. Þórsarar úr Þorlákshöfn tóku þátt í sömu keppni í fyrra en duttu út eftir undankeppni sem fór fram í Kósóvó. „Þetta er mjög spennandi fyrst og fremst og mér sjálfum finnst þetta sérstakt. Ég hef saknað þess að íslensku liðin séu reglulega að taka þátt í þessu. Mér finnst að það ætti að vera þannig þegar liðin fá tækifæri til,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Mér finnst frábært að þegar Tindastóll fær loksins tækifæri til að vera með þá grípa þeir það. Við verum bara mjög spenntir fyrir þessu,“ sagði Pavel. Var Pavel að pressa á að Tindastóll færi í Evrópukeppni þegar hann var í samningaviðræðum um að halda áfram þjálfun liðsins? „Nei, alls ekki. Ég vildi gera þetta eins og allir. Þetta er smá fjárhagslegur pakki og smá skuldbinding. Það er ástæðan fyrir því að það fara ekki allir í þetta. Ég var alls ekki að pressa á neinn að taka þátt í þessu,“ sagði Pavel. „Mínir menn fyrir norðan gera hlutina bara vel, ákváðu bara að fara í þetta mál, tækla það og leysa. Þetta er bara mjög ánægjulegur endir,“ sagði Pavel. Eru Stólarnir búnir að setja sér markmið. „Alls ekki. Bara að fara út, taka þátt og gera sitt besta. Það sem er smá vandamál í þessu er að íslensk félög hafa ekki verið mjög dugleg að taka þátt í þessu og það er því erfitt að átta sig í hvað við erum að fara út í. Það er erfitt að bera þetta saman við fortíðina,“ sagði Pavel. „Það er löng leið inn í einhverja riðla og eitthvað slíkt. Þetta er meira en að fara og hafa gaman en þetta er heldur engin pressa núna að þurfa að verða Evrópu- og heimsmeistarar,“ sagði Pavel léttur að vanda.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira