Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2023 07:57 Carlson var látinn fara frá Fox í apríl. AP/Richard Drew Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. Samsæriskenningin gengur út á að maður að nafni Ray Epps, sem tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington en fór ekki inn í bygginguna, sé í raun útsendari innan stjórnkerfisins sem hafi hvatt fólk til óeirða til að koma óorði á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vitað er að Epps, sem hefur sjálfur sagst vera stuðningsmaður Trump, tók þátt í mótmælum í aðdraganda innrásarinnar í þinghúsið og hvatti fólk til að ganga með sér að þinghúsinu. Síðar sést hann hins vegar á myndskeiðum hvetja til friðar þegar ástandið var að fara úr böndunum. Epps hefur ekki verið ákærður í tengslum við árásina en yfirvöld segja það aðallega vegna þess að áherslan hefur hingað til verið á þá einstalinga sem fóru inn í þinghúsið og/eða frömdu ofbeldisverk. Rannsókn málsins stendur enn yfir og ekki útilokað að hann verði ákærður síðar. Carlson gerði hins vegar mikið úr þessu í þætti sínum á Fox og sagði að það að Epps hefði ekki verið ákærður þýddi aðeins eitt; að hann væri útsendari innan stjórnkerfisins. Carlson endurtók nafn Epps í nærri 20 þáttum og Epps og eiginkona hans neyddust í kjölfarið til að selja fyrirtækið sitt og flýja heimili sitt í Arizona vegna hótana frá áhorfendum sjónvarpsmannsins. Þau eru nú í felum. Lögmenn Epps segja að þeir hafi sett sig í samband við Fox í mars síðastliðnum og óskað eftir formlegri og opinberri afsökunarbeiðni. Þar sem ekki hafi verið orðið við því hyggist þeir nú höfða mál á hendur fjölmiðlinum. Hvorki Fox né Epps vildu tjá sig um málið við New York Times þegar eftir því var leitað. Þá neitaði Carlson að tjá sig. Hann hefur hins vegar haldið áfram, í nýju hlaðvarpi sínu, að fullyrða að meðal mótmælenda við þinghúsið hafi verið fjöldi útsendara stjórnvalda. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Samsæriskenningin gengur út á að maður að nafni Ray Epps, sem tók þátt í árásinni á þinghúsið í Washington en fór ekki inn í bygginguna, sé í raun útsendari innan stjórnkerfisins sem hafi hvatt fólk til óeirða til að koma óorði á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vitað er að Epps, sem hefur sjálfur sagst vera stuðningsmaður Trump, tók þátt í mótmælum í aðdraganda innrásarinnar í þinghúsið og hvatti fólk til að ganga með sér að þinghúsinu. Síðar sést hann hins vegar á myndskeiðum hvetja til friðar þegar ástandið var að fara úr böndunum. Epps hefur ekki verið ákærður í tengslum við árásina en yfirvöld segja það aðallega vegna þess að áherslan hefur hingað til verið á þá einstalinga sem fóru inn í þinghúsið og/eða frömdu ofbeldisverk. Rannsókn málsins stendur enn yfir og ekki útilokað að hann verði ákærður síðar. Carlson gerði hins vegar mikið úr þessu í þætti sínum á Fox og sagði að það að Epps hefði ekki verið ákærður þýddi aðeins eitt; að hann væri útsendari innan stjórnkerfisins. Carlson endurtók nafn Epps í nærri 20 þáttum og Epps og eiginkona hans neyddust í kjölfarið til að selja fyrirtækið sitt og flýja heimili sitt í Arizona vegna hótana frá áhorfendum sjónvarpsmannsins. Þau eru nú í felum. Lögmenn Epps segja að þeir hafi sett sig í samband við Fox í mars síðastliðnum og óskað eftir formlegri og opinberri afsökunarbeiðni. Þar sem ekki hafi verið orðið við því hyggist þeir nú höfða mál á hendur fjölmiðlinum. Hvorki Fox né Epps vildu tjá sig um málið við New York Times þegar eftir því var leitað. Þá neitaði Carlson að tjá sig. Hann hefur hins vegar haldið áfram, í nýju hlaðvarpi sínu, að fullyrða að meðal mótmælenda við þinghúsið hafi verið fjöldi útsendara stjórnvalda.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira