Sefur í bílnum þar til hann fær að sjá gosið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2023 20:33 Gundi ætlar að sofa í bílnum ef hann nær ekki að sjá gosið í kvöld. Vísir/Arnar Eldgos er enn hafið á Reykjanesskaga, þriðja árið í röð. Áhugi fólks á því að berja náttúruöflin augum virðist þó lítið hafa dvínað. Fréttastofa ræddi við fólk sem var mætt að Keilisafleggjaranum út af Reykjanesbraut í kvöld, en lögregla lokaði veginum fljótlega eftir að gos hófst. Einhverjir héldu þó í vonina um að svæðið yrði opnað síðar í kvöld. Hinn spænski Gundi býr hér og starfar sem leiðsögumaður um helming ársins. Hann var afar spenntur að sjá eldgosið þegar fréttastofa ræddi við hann þar sem lögreglan á Suðurnesjum hafði lokað afleggjaranum að Keili frá Reykjanesbraut. „Þetta er pínu fyndið af því að ég hef verið hér í tvo daga og setið nálægt Keili að bíða eftir gosinu. Í dag þurfti ég að fara aftur til Reykjavíkur vegna vinnu, og þá gýs eldfjallið. Þannig að nú er ég hér að bíða eftir því að fá leyfi til að keyra bílinn minn að fjallinu.“ Og ef þú nærð ekki að sjá gosið í kvöld, ætlar þú þá að koma aftur á morgun? „Auðvitað. Ég ætla að sofa hér. Ég er með húsbíl, þannig að ég ætla að sofa hér,“ segir Gundi. Hann gerir ráð fyrir að koma sér fyrir á tjaldsvæði, hvort sem er í Grindavík eða Vogum. „Bara þar sem ég er sem næst rennandi hrauni.“ Gætu framlengt ferðina Þau Martina og Francesco frá Ítalíu fara heim á morgun, eftir að hafa dvalið hér á landi í viku. Þau heyrðu fyrst af möguleikanum á eldgosi á Reykjanesskaga fyrir þremur dögum síðan. „Síðan þá höfum við athugað með það á klukkutíma fresti,“ sagði Martina þegar fréttamaður tók þau tali. Francesco og Vísir/Arnar „Við viljum vera hér eins lengi og við getum til að sjá hvort við megum fara inn, en við vitum ekki hvenær það er.“ Þau segjast bæði vera tilbúin að framlengja dvöl sína hér á landi ef það er það sem þarf til þess að þau nái að sjá gosið, en þau eiga flug heim til Ítalíu um hádegisbil á morgun. Kemur aftur á morgun Alizée frá Frakklandi er stödd hér á landi í starfsnámi. Hún var á meðal þeirra sem freistuðu þess að komast nær gosinu. „Ég var við Fagradalsfjall með vini mínum til þess að fara í göngu. Svo sáum við þetta og vildum fara, en það er auðvitað lokað,“ sagði Alizée. Alizée var við Fagradalsfjall þegar hún varð vör við eldsumbrotin.Vísir/Arnar Hún var ekki viss um að hún ætlaði að bíða lengi í von og óvon um að svæðið yrði opnað í kvöld, en var harðákveðin í að koma aftur á morgun. Brunaði beint að gosinu Hinn íslenski Jói hafði farið á buggy-bíl að Keili áður en lögregla lokaði svæðinu. Fréttastofa tók hann tali þegar hann kom til baka. „Maður komst náttúrulega ekkert allt of nálægt. Svona þrjá kílómetra frá. En það blasti hraunflæðið og allt við,“ sagði hann. Jói var mættur að gosstöðvunum áður en lögregla lokaði svæðinu.Vísir/Arnar Hann bætti því við að næst ætlaði hann sér að fara að nóttu til, þó skyggnið hafi verið ágætt nú í kvöld. „En maður þarf að fara alveg lengst innúr, alveg inn á afrétt þar sem rollurnar eru á beit,“ sagði hann. Ferðin hafi tekið um tvo tíma. Stökkstu bara af stað um leið og þú vissir að gosið væri byrjað? „Já, já. Ég var að leika mér hérna á Suðurnesjunum áður en þetta kom í útvarpinu, að þetta væri byrjað. Þá er um að gera að kíkja.“ Hér að neðan má sjá beina útsendingu úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá svæðinu, en skömmu áður en fréttatíminn hófst fengu fjölmiðlar leyfi Almannavarna til að fara inn á veginn að Keili. Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Gætiru látið gjósa í tilefni dagsins?“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir birti fyrr í dag hjartnæma færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún minnist eiginmanns síns, Stefáns Karls Stefánssonar sem lést eftir erfiða baráttu við krabbamein árið 2018. Stefán Karl hefði orðið 48 ára í dag. 10. júlí 2023 19:35 Gosið í takt við fyrri gos og fer rólega af stað Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir í samtali við þáttastjórnendur að eldgosið sem nú er hafið sé í takt við hin gosin og að ekki sé um stórgos að ræða. 10. júlí 2023 18:20 Löng leið að gosinu sem leynir á sér Bæjarstjóri Grindavíkur segist feginn yfir fregnum af nýju gosi. Það hafi komið upp á góðum stað með tilliti til innviða. Hann varar almenning við því að fara á staðinn, um sé að ræða langa leið sem leyni á sér. 10. júlí 2023 18:11 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Hinn spænski Gundi býr hér og starfar sem leiðsögumaður um helming ársins. Hann var afar spenntur að sjá eldgosið þegar fréttastofa ræddi við hann þar sem lögreglan á Suðurnesjum hafði lokað afleggjaranum að Keili frá Reykjanesbraut. „Þetta er pínu fyndið af því að ég hef verið hér í tvo daga og setið nálægt Keili að bíða eftir gosinu. Í dag þurfti ég að fara aftur til Reykjavíkur vegna vinnu, og þá gýs eldfjallið. Þannig að nú er ég hér að bíða eftir því að fá leyfi til að keyra bílinn minn að fjallinu.“ Og ef þú nærð ekki að sjá gosið í kvöld, ætlar þú þá að koma aftur á morgun? „Auðvitað. Ég ætla að sofa hér. Ég er með húsbíl, þannig að ég ætla að sofa hér,“ segir Gundi. Hann gerir ráð fyrir að koma sér fyrir á tjaldsvæði, hvort sem er í Grindavík eða Vogum. „Bara þar sem ég er sem næst rennandi hrauni.“ Gætu framlengt ferðina Þau Martina og Francesco frá Ítalíu fara heim á morgun, eftir að hafa dvalið hér á landi í viku. Þau heyrðu fyrst af möguleikanum á eldgosi á Reykjanesskaga fyrir þremur dögum síðan. „Síðan þá höfum við athugað með það á klukkutíma fresti,“ sagði Martina þegar fréttamaður tók þau tali. Francesco og Vísir/Arnar „Við viljum vera hér eins lengi og við getum til að sjá hvort við megum fara inn, en við vitum ekki hvenær það er.“ Þau segjast bæði vera tilbúin að framlengja dvöl sína hér á landi ef það er það sem þarf til þess að þau nái að sjá gosið, en þau eiga flug heim til Ítalíu um hádegisbil á morgun. Kemur aftur á morgun Alizée frá Frakklandi er stödd hér á landi í starfsnámi. Hún var á meðal þeirra sem freistuðu þess að komast nær gosinu. „Ég var við Fagradalsfjall með vini mínum til þess að fara í göngu. Svo sáum við þetta og vildum fara, en það er auðvitað lokað,“ sagði Alizée. Alizée var við Fagradalsfjall þegar hún varð vör við eldsumbrotin.Vísir/Arnar Hún var ekki viss um að hún ætlaði að bíða lengi í von og óvon um að svæðið yrði opnað í kvöld, en var harðákveðin í að koma aftur á morgun. Brunaði beint að gosinu Hinn íslenski Jói hafði farið á buggy-bíl að Keili áður en lögregla lokaði svæðinu. Fréttastofa tók hann tali þegar hann kom til baka. „Maður komst náttúrulega ekkert allt of nálægt. Svona þrjá kílómetra frá. En það blasti hraunflæðið og allt við,“ sagði hann. Jói var mættur að gosstöðvunum áður en lögregla lokaði svæðinu.Vísir/Arnar Hann bætti því við að næst ætlaði hann sér að fara að nóttu til, þó skyggnið hafi verið ágætt nú í kvöld. „En maður þarf að fara alveg lengst innúr, alveg inn á afrétt þar sem rollurnar eru á beit,“ sagði hann. Ferðin hafi tekið um tvo tíma. Stökkstu bara af stað um leið og þú vissir að gosið væri byrjað? „Já, já. Ég var að leika mér hérna á Suðurnesjunum áður en þetta kom í útvarpinu, að þetta væri byrjað. Þá er um að gera að kíkja.“ Hér að neðan má sjá beina útsendingu úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá svæðinu, en skömmu áður en fréttatíminn hófst fengu fjölmiðlar leyfi Almannavarna til að fara inn á veginn að Keili.
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Gætiru látið gjósa í tilefni dagsins?“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir birti fyrr í dag hjartnæma færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún minnist eiginmanns síns, Stefáns Karls Stefánssonar sem lést eftir erfiða baráttu við krabbamein árið 2018. Stefán Karl hefði orðið 48 ára í dag. 10. júlí 2023 19:35 Gosið í takt við fyrri gos og fer rólega af stað Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir í samtali við þáttastjórnendur að eldgosið sem nú er hafið sé í takt við hin gosin og að ekki sé um stórgos að ræða. 10. júlí 2023 18:20 Löng leið að gosinu sem leynir á sér Bæjarstjóri Grindavíkur segist feginn yfir fregnum af nýju gosi. Það hafi komið upp á góðum stað með tilliti til innviða. Hann varar almenning við því að fara á staðinn, um sé að ræða langa leið sem leyni á sér. 10. júlí 2023 18:11 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
„Gætiru látið gjósa í tilefni dagsins?“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir birti fyrr í dag hjartnæma færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún minnist eiginmanns síns, Stefáns Karls Stefánssonar sem lést eftir erfiða baráttu við krabbamein árið 2018. Stefán Karl hefði orðið 48 ára í dag. 10. júlí 2023 19:35
Gosið í takt við fyrri gos og fer rólega af stað Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir í samtali við þáttastjórnendur að eldgosið sem nú er hafið sé í takt við hin gosin og að ekki sé um stórgos að ræða. 10. júlí 2023 18:20
Löng leið að gosinu sem leynir á sér Bæjarstjóri Grindavíkur segist feginn yfir fregnum af nýju gosi. Það hafi komið upp á góðum stað með tilliti til innviða. Hann varar almenning við því að fara á staðinn, um sé að ræða langa leið sem leyni á sér. 10. júlí 2023 18:11