Gos hafið á Reykjanesi: „Mikil hætta á að fólk verði fyrir gaseitrun“ Oddur Ævar Gunnarsson, Vésteinn Örn Pétursson, Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 16:48 Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, náði myndum af gosinu fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Eldgos er hafið við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesi, skammt frá Meradölum þar sem hraun kom upp á síðasta ári. Mikinn reyk og gas leggur nú upp af Reykjanesi og er talið að sprungan sé um 1.500 metrar að lengd. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mun fylgjast vel með þróun mála og má sjá allt það nýjasta í vaktinni. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins. Fólk er beðið um að fara ekki nærri gosupptökum og fara varlega á svæðinu í kring sökum gasmengunar. Eldsumbrotin koma í kjölfar sex daga jarðskjálftahrinu sem hófst 4. júlí síðastliðinn og er staðsetning hraunsins í samræmi við fyrri spár jarðvísindamanna. Virðist vera öflugra Litlar upplýsingar liggja fyrir um nýja eldgosið að svo stöddu en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að það virtist vera heldur öflugra en þau sem sáust á svipuðum slóðum árin 2021 og 2022. Hraun rennur nú til suðurs þar sem talið er ólíklegt að það muni ógna mannvirkjum. Eiga vísindamenn von á því að hraunið nái síðar í Meradali þar sem gaus í um átján daga í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá vakt Vísis vegna eldgossins. Lesendur gætu þurft að endurhlaða síðuna til að sjá vaktina.
Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins. Fólk er beðið um að fara ekki nærri gosupptökum og fara varlega á svæðinu í kring sökum gasmengunar. Eldsumbrotin koma í kjölfar sex daga jarðskjálftahrinu sem hófst 4. júlí síðastliðinn og er staðsetning hraunsins í samræmi við fyrri spár jarðvísindamanna. Virðist vera öflugra Litlar upplýsingar liggja fyrir um nýja eldgosið að svo stöddu en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að það virtist vera heldur öflugra en þau sem sáust á svipuðum slóðum árin 2021 og 2022. Hraun rennur nú til suðurs þar sem talið er ólíklegt að það muni ógna mannvirkjum. Eiga vísindamenn von á því að hraunið nái síðar í Meradali þar sem gaus í um átján daga í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá vakt Vísis vegna eldgossins. Lesendur gætu þurft að endurhlaða síðuna til að sjá vaktina.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Beðið eftir eldgosi: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Beðið eftir eldgosi: Allar vefmyndavélarnar á einum stað Eldgos hófst við Litla-Hrút síðdegis mánudaginn 10. júlí eftir tæplega viku langa skjálftahrinu. 10. júlí 2023 15:47