Fátækt fólk aldrei notið meiri vinsælda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2023 07:00 Fátækt fólk er ein af fáum eldri íslenskum bókum sem stöðugt verður að prenta vegna eftirspurnar, að sögn vörustjóra Eymundssonar. aðsend Æviminningar Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk, sem lýsir misrétti sveitarómaga á 20. öld, nýtur enn mikilla vinsælda í bókabúðum. Bókmenntafræðingur segir bókina með þeim sérstæðustu sem skrifaðar hafa verið á íslenskri tungu. Bókin kom út árið 1976 og vakti um leið mikla athygli. Bæði fyrir fádæma orðsnilld Tryggva en fyrst og fremst snilldarlega frásögn hans af fátæku fólki á Íslandi við upphaf síðustu aldar, uppvexti hans, móðurmissi og vondum vistum. Umræða skapaðist nýlega á samfélagsmiðlinum Twitter um vinsældir bókarinnar þessa dagana. Himinhá verðbólga og verri kjör almennings er talin upp sem ástæða vinsældanna nú, en einnig hlaðvarpsþáttur Drauga fortíðar um bókina. Margrét Jóna Guðbergsdóttir vörustjóri Eymundssonar segir í samtali við Vísi að bókin sé ein af þeim bókum sem seljist alltaf. „Hún kom úr endurprentun 2021, á undan var hún ekki til í nokkra mánuði. Ég hef unnið hérna mjög lengi og í gegnum tíðina er þetta bók sem selst alltaf,“ segir Margrét Jóna. „En það er með hana eins og margar aðrar bækur, að það er kannski umræða í útvarpsþætti og þá eru bólur. Við tökum þá eftir bókum sem taka skyndilega kipp. Það eru ekki margar svona gamlar bækur sem seljast svona stöðugt,“ bætir hún við. Með því sérstæðara sem skrifað hefur verið Þorleifur Hauksson bókmenntafræðingur er mikill aðdáandi bókarinnar og gaf hana út á sínum tíma hjá bókaútgáfu Máls og menningar. Spurður hvað sé svo merkilegt við Fátækt fólk segir Þorleifur: „Það er í fyrsta lagi þessi heimur sem hann lýsir, ævi hans og uppvöxtur. Hann lýsir þarna átakanlegum uppvexti en frásögnin er svo falleg og höfundur lýsir ástandinu af svo miklum skilningi og er alls ekki beiskur. Þó það sé verið að lýsa þjóðlífinu og fátækt fyrir hundrað árum þá snertir hún lesendur djúpt enn þann dag í dag.“ Tryggvi missir móður sína kornungur sem deyr frá börnum á öllum aldri og faðir hans verður að senda þau frá sér vegna fátæktar. Tryggvi er sendur í mjög slæma vist fyrir norðan og þar lýsir hann misrétti sveitarómagans frá eigin hendi. Bókin fékk frábærar viðtökur og var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1976. Þorleifur Hauksson. „Það er nýbúið að aflétta leyndinni af því að það munaði aðeins einu atkvæði að bókin hlyti verðlaunin,“ segir Þorleifur. Fleira kemur til sem gerir bókina svo merkilega: „Aðallega er þetta frábærlega stílað og það sem gerir þetta svona sterkt er sveitamenningin. Alþýðuhreyfingin kemst upp á þessum tíma hér á landi og Tryggvi drekkur það allt í sig og allar bækur, með þeim afleiðingum að hann verður alveg snilldarlega ritfær. Það er auðvitað kraftaverk hvað hann sprettur fram sem fullkominn rithöfundur á efri árum. Bókmenntalega eru þessar bækur, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið með því sérstæðasta sem skrifað hefur verið á íslensku,“ segir Þorleifur að lokum. Bókmenntir Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Bókin kom út árið 1976 og vakti um leið mikla athygli. Bæði fyrir fádæma orðsnilld Tryggva en fyrst og fremst snilldarlega frásögn hans af fátæku fólki á Íslandi við upphaf síðustu aldar, uppvexti hans, móðurmissi og vondum vistum. Umræða skapaðist nýlega á samfélagsmiðlinum Twitter um vinsældir bókarinnar þessa dagana. Himinhá verðbólga og verri kjör almennings er talin upp sem ástæða vinsældanna nú, en einnig hlaðvarpsþáttur Drauga fortíðar um bókina. Margrét Jóna Guðbergsdóttir vörustjóri Eymundssonar segir í samtali við Vísi að bókin sé ein af þeim bókum sem seljist alltaf. „Hún kom úr endurprentun 2021, á undan var hún ekki til í nokkra mánuði. Ég hef unnið hérna mjög lengi og í gegnum tíðina er þetta bók sem selst alltaf,“ segir Margrét Jóna. „En það er með hana eins og margar aðrar bækur, að það er kannski umræða í útvarpsþætti og þá eru bólur. Við tökum þá eftir bókum sem taka skyndilega kipp. Það eru ekki margar svona gamlar bækur sem seljast svona stöðugt,“ bætir hún við. Með því sérstæðara sem skrifað hefur verið Þorleifur Hauksson bókmenntafræðingur er mikill aðdáandi bókarinnar og gaf hana út á sínum tíma hjá bókaútgáfu Máls og menningar. Spurður hvað sé svo merkilegt við Fátækt fólk segir Þorleifur: „Það er í fyrsta lagi þessi heimur sem hann lýsir, ævi hans og uppvöxtur. Hann lýsir þarna átakanlegum uppvexti en frásögnin er svo falleg og höfundur lýsir ástandinu af svo miklum skilningi og er alls ekki beiskur. Þó það sé verið að lýsa þjóðlífinu og fátækt fyrir hundrað árum þá snertir hún lesendur djúpt enn þann dag í dag.“ Tryggvi missir móður sína kornungur sem deyr frá börnum á öllum aldri og faðir hans verður að senda þau frá sér vegna fátæktar. Tryggvi er sendur í mjög slæma vist fyrir norðan og þar lýsir hann misrétti sveitarómagans frá eigin hendi. Bókin fékk frábærar viðtökur og var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1976. Þorleifur Hauksson. „Það er nýbúið að aflétta leyndinni af því að það munaði aðeins einu atkvæði að bókin hlyti verðlaunin,“ segir Þorleifur. Fleira kemur til sem gerir bókina svo merkilega: „Aðallega er þetta frábærlega stílað og það sem gerir þetta svona sterkt er sveitamenningin. Alþýðuhreyfingin kemst upp á þessum tíma hér á landi og Tryggvi drekkur það allt í sig og allar bækur, með þeim afleiðingum að hann verður alveg snilldarlega ritfær. Það er auðvitað kraftaverk hvað hann sprettur fram sem fullkominn rithöfundur á efri árum. Bókmenntalega eru þessar bækur, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið með því sérstæðasta sem skrifað hefur verið á íslensku,“ segir Þorleifur að lokum.
Bókmenntir Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira