Margot Robbie sektaði þá sem ekki mættu í bleiku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 14:52 Margot Robbie og Ryan Gosling á heimsfrumsýningu Barbie myndarinnar í vikunni. Mikil eftirvænting ríkir eftir myndinni. AP Photo/Chris Pizzello Margot Robbie, ástralska Hollywood leikkonan sem fer með hlutverk í Barbie myndinni, skyldaði alla á setti myndarinnar til þess að mæta í bleiku einu sinni í viku. Þeir sem ekki gegndu voru sektaðir. Ryan Gosling, meðleikari hennar í myndinni, segir frá í viðtali við People tímaritið. Barbie myndarinnar í leikstjórn Gretu Gerwig hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og verður loksins frumsýnd í næstu viku. Þar fer Margot Robbie með hlutverk Barbie og Ryan Gosling með hlutverk Ken. „Margot var með bleikan dag einu sinni í viku þar sem allir voru skyldaðir til þess að mæta í bleiku. Ef þú gerðir það ekki, þá varstu sektaður,“ hefur tímaritið eftir leikaranum. Hann segir áströlsku leikkonuna, sem sleit barnsskónum sem leikkona í sápuóperuþáttunum um Nágranna, hafa gengið á milli, sektað fólk og svo gefið upphæðina til góðgerðarmála. „Það sem var einstakt er hvað karlmennirnir á setti voru spenntir yfir þessu. Þegar við kláruðum tökur hittust allir gaurarnir og útbjuggu bleika boli með regnboga á,“ segir leikarinn sem segir bleiku fötin hafa verið tækifæri fyrir hópinn til þess að votta leikstjóranum Gretu Gerwig og Margot Robbie virðingu sína. Hjálpaði Gosling að beisla „Ken-orkuna“ Þá hefur Ryan Gosling áður lýst því hvernig Margot Robbie hafi lagt mikið á sig til þess að aðstoða Gosling við að beisla „Ken-orkuna“ eins og hann lýsir því. Þannig hafi leikkonan gefið honum bleikan pakka með bleikri slaufu, frá Barbie til Ken, á hverjum einasta degi á meðan tökur stóðu yfir. Gosling segir gjafirnar allar hafa tengst ströndinni á einn eða annan hátt. Stundum hafi þar verið á ferðinni skartgripir í laginu eins og skeljar eða brimbrettaskilti. „Af því að starf Ken felst bara í ströndinni. Ég hef aldrei skilið nákvæmlega í hverju það felst. En mér fannst eins og hún væri að aðstoða Ken við að skilja þetta í gegnum þessar gjafir.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pBk4NYhWNMM">watch on YouTube</a> Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
Ryan Gosling, meðleikari hennar í myndinni, segir frá í viðtali við People tímaritið. Barbie myndarinnar í leikstjórn Gretu Gerwig hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og verður loksins frumsýnd í næstu viku. Þar fer Margot Robbie með hlutverk Barbie og Ryan Gosling með hlutverk Ken. „Margot var með bleikan dag einu sinni í viku þar sem allir voru skyldaðir til þess að mæta í bleiku. Ef þú gerðir það ekki, þá varstu sektaður,“ hefur tímaritið eftir leikaranum. Hann segir áströlsku leikkonuna, sem sleit barnsskónum sem leikkona í sápuóperuþáttunum um Nágranna, hafa gengið á milli, sektað fólk og svo gefið upphæðina til góðgerðarmála. „Það sem var einstakt er hvað karlmennirnir á setti voru spenntir yfir þessu. Þegar við kláruðum tökur hittust allir gaurarnir og útbjuggu bleika boli með regnboga á,“ segir leikarinn sem segir bleiku fötin hafa verið tækifæri fyrir hópinn til þess að votta leikstjóranum Gretu Gerwig og Margot Robbie virðingu sína. Hjálpaði Gosling að beisla „Ken-orkuna“ Þá hefur Ryan Gosling áður lýst því hvernig Margot Robbie hafi lagt mikið á sig til þess að aðstoða Gosling við að beisla „Ken-orkuna“ eins og hann lýsir því. Þannig hafi leikkonan gefið honum bleikan pakka með bleikri slaufu, frá Barbie til Ken, á hverjum einasta degi á meðan tökur stóðu yfir. Gosling segir gjafirnar allar hafa tengst ströndinni á einn eða annan hátt. Stundum hafi þar verið á ferðinni skartgripir í laginu eins og skeljar eða brimbrettaskilti. „Af því að starf Ken felst bara í ströndinni. Ég hef aldrei skilið nákvæmlega í hverju það felst. En mér fannst eins og hún væri að aðstoða Ken við að skilja þetta í gegnum þessar gjafir.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pBk4NYhWNMM">watch on YouTube</a>
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“