James vill hjálpa Hermanni og ÍBV: „Vonandi get ég aðstoðað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2023 07:00 James var heiðraður fyrir leik ÍBV og Fram um helgina en lék með Eyjamönnum fyrir sléttum áratug. Vísir Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. James er fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og enginn markvörður hefur spilað fleiri leiki í deildinni. Auk þess að spila fyrir Watford, Liverpool, Aston Villa, West Ham og Manchester City lék hann með Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth. Þeir náðu vel saman og James var opinn fyrir því að koma og leika undir stjórn Hermanns í Vestmannaeyjum fyrir áratug síðan. Hann spilaði 23 leiki fyrir ÍBV sumarið 2013 og segir frábært að snúa aftur til Eyja. „Góðan daginn,“ sagði James á ljómandi fínustu íslensku við Smára Jökul Jónsson eftir leik ÍBV og Fram á laugardag. „Þetta er yndislegt, töfrum líkast. Ég elska þessa Eyju og það er orðið of langt síðan ég var hér síðast. Að koma aftur er magnað.“ Aðspurður um hversu vel hann haldi sambandi við Hermann segir James: „Auðvitað, hann er dásamlegur maður. Frá því í Portsmouth hefur hann verið mér sem bróðir. Ég hef unnið fyrir hann og hann fyrir mig. Ég gat ekki hafnað því þegar tækifæri gafst til að koma hingað aftur,“ segir James sem kannast við þónokkur andlit í Eyjum og segir fátt hafa breyst. „Já, og enginn hefur breyst. Hermann lítur út eins og fyrir tíu árum og Eiður [Aron Sigurbjörnsson] líka. Það er dásamlegt að koma aftur og sjá gamla vini.“ Vonast til að hjálpa Hemma frá Englandi En fylgist James með gengi liðsins? „Endrum og eins. Auðvitað hef ég fylgst með þegar Hermann hefur þjálfað liðið hefur ég fylgst meira með. En vegna vinnu getur maður ekki fylgst með öllu,“ „Ég hef fylgst með á þessari leiktíð, og það vannst góður sigur í dag [á laugardag]. Svo er Keflavík í næstu viku og ég hef trú á því að liðið enda á meðal sex efstu, segir James sem kveðst þó ekki komast á leikinn í Keflavík. „Nei, nei. Ég verð kominn heim. En ég fylgist með leikjunum og vonandi get ég aðstoðað Hermann eitthvað og unnið fyrir hann frá Englandi.“ segir James. Viðtalið við James má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. James er fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og enginn markvörður hefur spilað fleiri leiki í deildinni. Auk þess að spila fyrir Watford, Liverpool, Aston Villa, West Ham og Manchester City lék hann með Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth. Þeir náðu vel saman og James var opinn fyrir því að koma og leika undir stjórn Hermanns í Vestmannaeyjum fyrir áratug síðan. Hann spilaði 23 leiki fyrir ÍBV sumarið 2013 og segir frábært að snúa aftur til Eyja. „Góðan daginn,“ sagði James á ljómandi fínustu íslensku við Smára Jökul Jónsson eftir leik ÍBV og Fram á laugardag. „Þetta er yndislegt, töfrum líkast. Ég elska þessa Eyju og það er orðið of langt síðan ég var hér síðast. Að koma aftur er magnað.“ Aðspurður um hversu vel hann haldi sambandi við Hermann segir James: „Auðvitað, hann er dásamlegur maður. Frá því í Portsmouth hefur hann verið mér sem bróðir. Ég hef unnið fyrir hann og hann fyrir mig. Ég gat ekki hafnað því þegar tækifæri gafst til að koma hingað aftur,“ segir James sem kannast við þónokkur andlit í Eyjum og segir fátt hafa breyst. „Já, og enginn hefur breyst. Hermann lítur út eins og fyrir tíu árum og Eiður [Aron Sigurbjörnsson] líka. Það er dásamlegt að koma aftur og sjá gamla vini.“ Vonast til að hjálpa Hemma frá Englandi En fylgist James með gengi liðsins? „Endrum og eins. Auðvitað hef ég fylgst með þegar Hermann hefur þjálfað liðið hefur ég fylgst meira með. En vegna vinnu getur maður ekki fylgst með öllu,“ „Ég hef fylgst með á þessari leiktíð, og það vannst góður sigur í dag [á laugardag]. Svo er Keflavík í næstu viku og ég hef trú á því að liðið enda á meðal sex efstu, segir James sem kveðst þó ekki komast á leikinn í Keflavík. „Nei, nei. Ég verð kominn heim. En ég fylgist með leikjunum og vonandi get ég aðstoðað Hermann eitthvað og unnið fyrir hann frá Englandi.“ segir James. Viðtalið við James má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira