Þrír prestar sakaðir um að nauðga konu reglulega í rúmlega þrjátíu ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. júlí 2023 14:30 Árið 2018 hóf spænska dagblaðið El País að rannsaka kynferðislegt níð kirkjunnar manna eftir að kirkjuþing neitaði að hefja eigin innri rannsókn í kjölfar frétta af umfangsmiklu kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar víða um heim. Fullyrt var að spænska kirkjan væri undantekning og flekklaus. Fram til dagsins í dag hefur El País opinberað ásakanir á hendur 1.020 kirkjunnar mönnum sem sakaðir eru um að hafa beitt 2.151 einstakling kynferðislegu ofbeldi frá miðbiki síðustu aldar til dagsins í dag. Getty Images Kona á sextugsaldri á spænsku eyjunni Mallorca hefur sakað þrjá presta um að hafa nauðgað sér reglulega í meira en 30 ár. Faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi frá barnæsku. Einn prestanna býr enn á Mallorca en hinir tveir eru fluttir upp á fastalandið. Konan hefur kært guðsmennina og segir þá hafa nýtt sér andleg veikindi hennar, en faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi lungann úr æsku hennar. Ofbeldið hófst þegar hún var 15 ára Hún segir að einn prestanna hafi byrjað að níðast á sér árið 1985, þegar hún var 15 ára eftir að hún trúði honum fyrir því að pabbi hennar nauðgaði henni reglulega. Og í stað þess að hjálpa henni, sagði hún fyrir dómi, þá hóf hann að gera nákvæmlega það sama og faðir hennar gerði. Þessi prestur, af trúarreglu jesúíta, flutti upp á fastalandið árið 1988, en kom reglulega í heimsókn til Majorka til þess að nauðga konunni. Staðgengill þessa prests hélt svo áfram uppteknum hætti. Uppeldi konunnar gekk út á að þegja og hlýða Hún segir að henni hafi verið algerlega ómögulegt að stöðva mennina, fyrst og fremst vegna þess uppeldis sem hún hlaut, sem gekk út á að þegja og hlýða. Fjölskylda hennar hafi verið afskaplega trúuð og íhaldssöm, enginn samt eins og faðirinn sem níddist á henni. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ekki lyft litla fingri til að hjálpa dóttur sinni. Þriðji guðsmaðurinn var vinur fjölskyldunnar og konan segir hann hafa byrjað að níðast á sér þegar hún var komin á þrítugsaldur. Ofbeldi þessara þriggja manna hafi ekki lokið fyrr en árið 2021 og hafði þá staðið yfir í 36 ár. Jesúítareglan gengst við brotum tveggja mannanna Tveir prestanna tilheyra trúarreglu jesúita, sem hefur lagt sérstaka áherslu á að liðsinna þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Jesúítareglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gengist er við brotunum og þau hörmuð. Konan er beðin innilegrar afsökunar á framferði prestanna tveggja, sem hefðu einmitt átt að leggja alla áherslu á að vernda þessa viðkvæmu stúlku sem hafði mátt þola svo margt í æsku sinni, eins og segir í yfirlýsingunni. Málið er í rannsókn, en mennirnir hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Einn prestanna býr enn á Mallorca en hinir tveir eru fluttir upp á fastalandið. Konan hefur kært guðsmennina og segir þá hafa nýtt sér andleg veikindi hennar, en faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi lungann úr æsku hennar. Ofbeldið hófst þegar hún var 15 ára Hún segir að einn prestanna hafi byrjað að níðast á sér árið 1985, þegar hún var 15 ára eftir að hún trúði honum fyrir því að pabbi hennar nauðgaði henni reglulega. Og í stað þess að hjálpa henni, sagði hún fyrir dómi, þá hóf hann að gera nákvæmlega það sama og faðir hennar gerði. Þessi prestur, af trúarreglu jesúíta, flutti upp á fastalandið árið 1988, en kom reglulega í heimsókn til Majorka til þess að nauðga konunni. Staðgengill þessa prests hélt svo áfram uppteknum hætti. Uppeldi konunnar gekk út á að þegja og hlýða Hún segir að henni hafi verið algerlega ómögulegt að stöðva mennina, fyrst og fremst vegna þess uppeldis sem hún hlaut, sem gekk út á að þegja og hlýða. Fjölskylda hennar hafi verið afskaplega trúuð og íhaldssöm, enginn samt eins og faðirinn sem níddist á henni. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ekki lyft litla fingri til að hjálpa dóttur sinni. Þriðji guðsmaðurinn var vinur fjölskyldunnar og konan segir hann hafa byrjað að níðast á sér þegar hún var komin á þrítugsaldur. Ofbeldi þessara þriggja manna hafi ekki lokið fyrr en árið 2021 og hafði þá staðið yfir í 36 ár. Jesúítareglan gengst við brotum tveggja mannanna Tveir prestanna tilheyra trúarreglu jesúita, sem hefur lagt sérstaka áherslu á að liðsinna þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Jesúítareglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gengist er við brotunum og þau hörmuð. Konan er beðin innilegrar afsökunar á framferði prestanna tveggja, sem hefðu einmitt átt að leggja alla áherslu á að vernda þessa viðkvæmu stúlku sem hafði mátt þola svo margt í æsku sinni, eins og segir í yfirlýsingunni. Málið er í rannsókn, en mennirnir hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.
Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira