Aron Snær Ingason kom Þrótti yfir þegar tæplega hálftími var liðinn af leiknum í Laugardalnum. Áður en flautað var til hálfleiks höfðu gestirnir jafnað, Nacho Gil með markið og staðan 1-1 í hálfleik.
Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu gestirnir víti. Vladimir Tufegdzic tók vítið en Sveinn Óli Guðnason varði, hann hins vegar missti boltann einhvern veginn í netið og gestirnir komnir yfir.
Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-2 í Laugardalnum. Þróttur er með 13 stig í 6. sæti á meðan Vestri er með 12 stig í 8. sæti.
Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.