Murray ekki viss um að hann snúi aftur á Wimbledon Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 10:31 Andy Murray kveðjur hér áhorfendur á Wimbledon eftir tapið gegn Stefanos Tsitsipas. Vísir/Getty Andy Murray féll úr keppni á Wimbledonmótinu í annarri umferð mótsins í gær. Hann segist óviss hvort hann snúi aftur en hann vann sigur á mótinu árið 2013. Murray er orðinn 36 ára gamall og tapaði fyrir Stefanos Tsitsipas í fimm settum í gær og féll þar með úr leik á Wimbledonmótinu. Murray bar sigur úr býtum á mótinu árið 2013 og batt þar með enda á 77 ára bið Breta eftir sigur heimamanns í einliðaleik karla. Bretar höfðu bundið vonir við að Murray gæti borið sigurorð af Tsitsipas og unnið þar með sinn stærsta sigur á stórmóti síðan hann fór í mjaðmaaðgerði árið 2019. Það gekk hins vegar ekki og nú er óljóst hvað verður um Murray og hans feril í framtíðinni. „Ég veit ekki, áhugahvötin er augljóslega stórt mál,“ sagði Murray sem virðist vanta hvatningu til að halda áfram glæstum ferli. „Að tapa snemma hvað eftir annað á mótum hjálpar augljóslega ekki til,“ bætti hann við. Daðrar við það að hætta „Þetta er svipað og á síðasta ári. Ég hef fengið langan tíma til að hugsa um hlutina, rætt við fjölskyldu mína og ákvað að halda áfram. Ég er ótrúlega svekktur núna. Kannski líður mér öðruvísi eftir nokkra daga en núna er tilfinningin ekki góð.“ Murray setti alla sína orku í að koma í sem bestu formi á Wimbledon. Hann ákvað að sleppa opna franska mótinu, þar sem keppt er á leirvöllum, til að undirbúa sig sem best fyrir grasvellina á Wimbledon. Hann segist viss um að hann geti enn keppt við þá allra bestu. „Ég get það klárlega. Það er augljóst ef þú horfir á hvernig leikurinn fer, það munaði bara nokkrum stigum.“ Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Murray er orðinn 36 ára gamall og tapaði fyrir Stefanos Tsitsipas í fimm settum í gær og féll þar með úr leik á Wimbledonmótinu. Murray bar sigur úr býtum á mótinu árið 2013 og batt þar með enda á 77 ára bið Breta eftir sigur heimamanns í einliðaleik karla. Bretar höfðu bundið vonir við að Murray gæti borið sigurorð af Tsitsipas og unnið þar með sinn stærsta sigur á stórmóti síðan hann fór í mjaðmaaðgerði árið 2019. Það gekk hins vegar ekki og nú er óljóst hvað verður um Murray og hans feril í framtíðinni. „Ég veit ekki, áhugahvötin er augljóslega stórt mál,“ sagði Murray sem virðist vanta hvatningu til að halda áfram glæstum ferli. „Að tapa snemma hvað eftir annað á mótum hjálpar augljóslega ekki til,“ bætti hann við. Daðrar við það að hætta „Þetta er svipað og á síðasta ári. Ég hef fengið langan tíma til að hugsa um hlutina, rætt við fjölskyldu mína og ákvað að halda áfram. Ég er ótrúlega svekktur núna. Kannski líður mér öðruvísi eftir nokkra daga en núna er tilfinningin ekki góð.“ Murray setti alla sína orku í að koma í sem bestu formi á Wimbledon. Hann ákvað að sleppa opna franska mótinu, þar sem keppt er á leirvöllum, til að undirbúa sig sem best fyrir grasvellina á Wimbledon. Hann segist viss um að hann geti enn keppt við þá allra bestu. „Ég get það klárlega. Það er augljóst ef þú horfir á hvernig leikurinn fer, það munaði bara nokkrum stigum.“
Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira