Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2023 14:20 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur áður óskað eftir því að nefndin fái afhent samskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Bankasýslu ríkisins í aðdraganda sölunnar um kaup starfsmanna á bréfum í bankanum. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, farið fram á að formaður fjárlaganefndar óski eftir upplýsingum um það hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. Að sögn Jóhanns þarf ósk frá fjórðungi nefndarmanna til að formanni fjárlaganefndar sé skylt að boða til fundar og á hann von á því að aðrir fulltrúar minnihlutans muni fljótlega taka undir hana. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu í dag eftir því að þing verði kallað saman, meðal annars til að ræða upplýsingar sem hafi birst um sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Málið yrði tekið fyrir í ágúst Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki yrði orðið við ósk Þorbjargar fyrr en málið yrði fyrst tekið fyrir á nefndarfundi í ágúst eftir sumarfrí. Einungis væri hægt að boða til fundar í þingleyfi ef brýna nauðsyn bæri til. Jóhann Páll telur að slíkt tilefni sé nú til staðar. „Fyrir liggur að framin voru alvarleg og kerfislæg lögbrot við söluna á Íslandsbanka. Eðli málsins er slíkt, og þeir almannahagsmunir sem eru undir, að það hlýtur að teljast brýn nauðsyn (sbr. orðalag í 3. mgr. 10. gr. þingskapalaga) að nefndin fundi og afli upplýsinga um það sem gengið hefur á. Eftirlitshlutverk þingnefnda verður ekki tekið úr sambandi þótt Alþingi sé í sumarhléi,“ segir í erindi Jóhanns til fjárlaganefndar. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Hann hefur áður óskað eftir því að nefndin fái afhent samskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Bankasýslu ríkisins í aðdraganda sölunnar um kaup starfsmanna á bréfum í bankanum. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, farið fram á að formaður fjárlaganefndar óski eftir upplýsingum um það hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. Að sögn Jóhanns þarf ósk frá fjórðungi nefndarmanna til að formanni fjárlaganefndar sé skylt að boða til fundar og á hann von á því að aðrir fulltrúar minnihlutans muni fljótlega taka undir hana. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu í dag eftir því að þing verði kallað saman, meðal annars til að ræða upplýsingar sem hafi birst um sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Málið yrði tekið fyrir í ágúst Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki yrði orðið við ósk Þorbjargar fyrr en málið yrði fyrst tekið fyrir á nefndarfundi í ágúst eftir sumarfrí. Einungis væri hægt að boða til fundar í þingleyfi ef brýna nauðsyn bæri til. Jóhann Páll telur að slíkt tilefni sé nú til staðar. „Fyrir liggur að framin voru alvarleg og kerfislæg lögbrot við söluna á Íslandsbanka. Eðli málsins er slíkt, og þeir almannahagsmunir sem eru undir, að það hlýtur að teljast brýn nauðsyn (sbr. orðalag í 3. mgr. 10. gr. þingskapalaga) að nefndin fundi og afli upplýsinga um það sem gengið hefur á. Eftirlitshlutverk þingnefnda verður ekki tekið úr sambandi þótt Alþingi sé í sumarhléi,“ segir í erindi Jóhanns til fjárlaganefndar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38
Leita á náðir stjórnarþingmanna ef Katrín svarar ekki kallinu Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna fimm hafa sent kröfu á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um að þing verði kallað saman á næstu dögum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir að verði forsætisráðherra ekki við beiðni stjórnarandstöðunnar muni hún leitast eftir að fá meirihluta þingmanna til að fara fram á slíkt. 8. júlí 2023 12:09
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09