Banna teiknimyndina um Bósa Ljósár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. júlí 2023 14:30 Bósa Ljósári haldið hátt á lofti í hinsegin göngu í Valencia á Spáni. Xisco Navarro/Getty Images Nýr meirihluti hægri flokkanna á Spáni hefur bannað sýningu myndarinnar um Bósa ljósár í litlum bæ á Norður-Spáni. Í myndinni sjást tvær konur kyssast eitt augnablik. VOX stendur við það sem hann lofar Það er ekki hægt að segja að öfgahægriflokkurinn VOX hér á Spáni standi ekki við það sem hann lofar. Hann hefur lofað því fyrir þingkosningarnar eftir tvær vikur að komist hann í ríkisstjórn þá verði lögum sem auki jafnrétti kynjanna og réttindi hinsegin fólks snúið við og lög um þungunarrof felld úr gildi. Og nú hefur flokkurinn gefið kjósendum smjörþefinn af því sem koma skal. VOX og Lýðflokkurinn, sem er borgaralegur hægri flokkur og stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum skoðanakönnunum, mynda nýjan meirihluta í litlum bæ á norðurströnd Spánar, Santa Cruz de Bezana. Saman felldu þeir Sósíalistaflokkinn sem hafði skipulagt sumarbíó bæjarins, sem eru kvikmyndasýningar á föstudagskvöldum undir heiðum sumarhimni á aðaltorgi bæjarins. Sumarbíóið átti að byrja í gærkvöld, og fyrsta mynd sumarsins átti að vera teiknimynd Pixars um Bósa ljósár, sem frumsýnd var í fyrrasumar. Fyrir þá sem ekki muna þá er Bósi ljósár geimfari sem rekur upphaf sitt til Toy Story myndanna. Teiknimyndin um Bósa ljósár hefur nú verið bönnuð á bænum Santa Cruz de Bezana á Norður-Spáni en öfgahægriflokkurinn VOX myndar meirihluta þar ásamt Lýðflokknum eftir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni í lok maí.Public Domain Út með Bósa, inn með slæmu strákana En núna fer VOX með menningarmál bæjarins og þar var brugðist hratt við sumardagskránni, Ljósári var kippt út og þess í stað var teiknimynd Dreamworks, The Bad Guys, sýnd í gærkvöldi. Nokkur umræða varð um myndina Ljósár þegar hún var frumsýnd í fyrra og hún var bönnuð í a.m.k. 16 múslimalöndum í Austurlöndum nær. Ástæðan var sú að tvær konur sjást kyssast eitt örstutt augnablik. Og einmitt vegna þessa olli hún þó nokkru fjaðrafoki í Bandaríkjunum þar sem bókabann er t.a.m. stundað af miklum þrótti þessi misserin. Létu líka fjarlægja Regnbogafánann Myndin hefur þó hvergi í Evrópu verið bönnuð, þar til núna að henni er kippt út af sumardagskrá Santa Cruz de Bezana. Þetta er ekki eina atlagan að hinsegin fólki sem VOX hefur lagt í síðan flokkurinn komst í meirihluta í bænum. Eitt fyrsta verk hans var að láta fjarlægja Regnbogafána hinsegin fólks af ráðhúsi bæjarins þar sem hann hafði lengi fengið að blakta óáreittur. Enginn úr röðum hinna ráðandi hægri flokka hefur viljað tjá sig um málið við spænska fjölmiðla. Spánn Menning Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
VOX stendur við það sem hann lofar Það er ekki hægt að segja að öfgahægriflokkurinn VOX hér á Spáni standi ekki við það sem hann lofar. Hann hefur lofað því fyrir þingkosningarnar eftir tvær vikur að komist hann í ríkisstjórn þá verði lögum sem auki jafnrétti kynjanna og réttindi hinsegin fólks snúið við og lög um þungunarrof felld úr gildi. Og nú hefur flokkurinn gefið kjósendum smjörþefinn af því sem koma skal. VOX og Lýðflokkurinn, sem er borgaralegur hægri flokkur og stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum skoðanakönnunum, mynda nýjan meirihluta í litlum bæ á norðurströnd Spánar, Santa Cruz de Bezana. Saman felldu þeir Sósíalistaflokkinn sem hafði skipulagt sumarbíó bæjarins, sem eru kvikmyndasýningar á föstudagskvöldum undir heiðum sumarhimni á aðaltorgi bæjarins. Sumarbíóið átti að byrja í gærkvöld, og fyrsta mynd sumarsins átti að vera teiknimynd Pixars um Bósa ljósár, sem frumsýnd var í fyrrasumar. Fyrir þá sem ekki muna þá er Bósi ljósár geimfari sem rekur upphaf sitt til Toy Story myndanna. Teiknimyndin um Bósa ljósár hefur nú verið bönnuð á bænum Santa Cruz de Bezana á Norður-Spáni en öfgahægriflokkurinn VOX myndar meirihluta þar ásamt Lýðflokknum eftir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni í lok maí.Public Domain Út með Bósa, inn með slæmu strákana En núna fer VOX með menningarmál bæjarins og þar var brugðist hratt við sumardagskránni, Ljósári var kippt út og þess í stað var teiknimynd Dreamworks, The Bad Guys, sýnd í gærkvöldi. Nokkur umræða varð um myndina Ljósár þegar hún var frumsýnd í fyrra og hún var bönnuð í a.m.k. 16 múslimalöndum í Austurlöndum nær. Ástæðan var sú að tvær konur sjást kyssast eitt örstutt augnablik. Og einmitt vegna þessa olli hún þó nokkru fjaðrafoki í Bandaríkjunum þar sem bókabann er t.a.m. stundað af miklum þrótti þessi misserin. Létu líka fjarlægja Regnbogafánann Myndin hefur þó hvergi í Evrópu verið bönnuð, þar til núna að henni er kippt út af sumardagskrá Santa Cruz de Bezana. Þetta er ekki eina atlagan að hinsegin fólki sem VOX hefur lagt í síðan flokkurinn komst í meirihluta í bænum. Eitt fyrsta verk hans var að láta fjarlægja Regnbogafána hinsegin fólks af ráðhúsi bæjarins þar sem hann hafði lengi fengið að blakta óáreittur. Enginn úr röðum hinna ráðandi hægri flokka hefur viljað tjá sig um málið við spænska fjölmiðla.
Spánn Menning Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira