James heiðraður í Eyjum: „Svo bara verður gaman eftir leikinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2023 13:09 Hermann Hreiðarsson hlakkar til að heiðra fyrrum félagann David James. Vísir/Samsett David James verður heiðraður í kringum leik ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Goslokahátíð stendur yfir í Eyjum og verður mikið um dýrðir. „Þetta er bara æðislegt og mikil gleði í bænum. Það verða fleiri á vellinum og þetta er alltaf eins þegar þessar hátíðir eru, hvort sem er á þjóðhátíð eða goslokum. Það er aukinn kraftur í bænum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi. Aðeins stig aðskilur ÍBV og Fram í töflunni í jöfnum neðri hluta. Stjarnan og Fram eru með 14 stig í 8.-9. sæti en ÍBV með 13 í því tíunda, stigi ofar en Fylkir sem er í efra fallsætinu. ÍBV getur þá farið alla leið upp í sjöunda sæti og jafnað þar HK að stigum með sigri. Aðspurður um þennan sex stiga leik segir Hermann: „Þeir eru það svo sem margir, sex stiga leikirnir. Það eru kannski þessi þrjú efstu lið sem eru aðeins á undan en allir aðrir leikir eru sex stiga leikir. Við erum búnir að undirbúa okkur vel, haft góðan tíma til þess og mætum klárir. Það hefur verið stígandi í þessu og stemningin góð. Það er að komast takturinn í þetta sem var seinni hlutann í fyrra,“ Hermann Hreiðarsson og David James. Fjör eftir leik David James lék um nokkurra ára skeið með Hermanni í Portsmouth á Englandi en hann á hundruði leikja að baki í ensku úrvalsdeildinni, líkt og Hermann. Þegar Hermann var þjálfari ÍBV sumarið 2013 og liðið vantaði markvörð fékk hann James til að vera á milli stanganna og er hann á meðal stærri prófíla sem leikið hefur í efstu deild á Íslandi. „Hann er kominn til landsins og verður heiðursgestur. Hann er auðvitað eitt af stærstu nöfnunum sem hefur spilað í deildinni og fyrir ÍBV. Það var engin spurning um að gera þetta,“ „Hann datt hérna inn í samfélgið eins og ekkert væri á sínum tíma, fyrir tíu árum, það er skemmtilegt fyrir okkur að geta heiðrað hann og honum þykir það bara mikill heiður því hann átti frábæran tíma hérna,“ Og hann getur þá fengið að njóta sín á bæjarhátíðinni í kaupbæti? „Já, svo bara verður gaman eftir leikinn,“ segir Hermann. Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 16:00 og verður í beinni á Stöð 2 Besta deildin 2. Þá mætast Keflavík og Víkingur klukkan 17:00 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Tveir leikir fara fram í Bestu deild kvenna í dag. Breiðablik mætir Keflavík klukkan 14:00 í beinni á Stöð 2 Besta deildin og leikur Stjörnunnar og Þróttar klukkan 17:00 verður beint á Stöð 2 Sport 5. Leikir dagsins karlamegin, sem og leikur Breiðabliks við Fylki í gær, verða gerðir upp af Kjartani Atla Kjartanssyni í Bestu tilþrifunum klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport, strax að leik Keflavíkur og Víkings loknum. Besta deild karla ÍBV Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
„Þetta er bara æðislegt og mikil gleði í bænum. Það verða fleiri á vellinum og þetta er alltaf eins þegar þessar hátíðir eru, hvort sem er á þjóðhátíð eða goslokum. Það er aukinn kraftur í bænum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi. Aðeins stig aðskilur ÍBV og Fram í töflunni í jöfnum neðri hluta. Stjarnan og Fram eru með 14 stig í 8.-9. sæti en ÍBV með 13 í því tíunda, stigi ofar en Fylkir sem er í efra fallsætinu. ÍBV getur þá farið alla leið upp í sjöunda sæti og jafnað þar HK að stigum með sigri. Aðspurður um þennan sex stiga leik segir Hermann: „Þeir eru það svo sem margir, sex stiga leikirnir. Það eru kannski þessi þrjú efstu lið sem eru aðeins á undan en allir aðrir leikir eru sex stiga leikir. Við erum búnir að undirbúa okkur vel, haft góðan tíma til þess og mætum klárir. Það hefur verið stígandi í þessu og stemningin góð. Það er að komast takturinn í þetta sem var seinni hlutann í fyrra,“ Hermann Hreiðarsson og David James. Fjör eftir leik David James lék um nokkurra ára skeið með Hermanni í Portsmouth á Englandi en hann á hundruði leikja að baki í ensku úrvalsdeildinni, líkt og Hermann. Þegar Hermann var þjálfari ÍBV sumarið 2013 og liðið vantaði markvörð fékk hann James til að vera á milli stanganna og er hann á meðal stærri prófíla sem leikið hefur í efstu deild á Íslandi. „Hann er kominn til landsins og verður heiðursgestur. Hann er auðvitað eitt af stærstu nöfnunum sem hefur spilað í deildinni og fyrir ÍBV. Það var engin spurning um að gera þetta,“ „Hann datt hérna inn í samfélgið eins og ekkert væri á sínum tíma, fyrir tíu árum, það er skemmtilegt fyrir okkur að geta heiðrað hann og honum þykir það bara mikill heiður því hann átti frábæran tíma hérna,“ Og hann getur þá fengið að njóta sín á bæjarhátíðinni í kaupbæti? „Já, svo bara verður gaman eftir leikinn,“ segir Hermann. Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 16:00 og verður í beinni á Stöð 2 Besta deildin 2. Þá mætast Keflavík og Víkingur klukkan 17:00 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Tveir leikir fara fram í Bestu deild kvenna í dag. Breiðablik mætir Keflavík klukkan 14:00 í beinni á Stöð 2 Besta deildin og leikur Stjörnunnar og Þróttar klukkan 17:00 verður beint á Stöð 2 Sport 5. Leikir dagsins karlamegin, sem og leikur Breiðabliks við Fylki í gær, verða gerðir upp af Kjartani Atla Kjartanssyni í Bestu tilþrifunum klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport, strax að leik Keflavíkur og Víkings loknum.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira