James heiðraður í Eyjum: „Svo bara verður gaman eftir leikinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2023 13:09 Hermann Hreiðarsson hlakkar til að heiðra fyrrum félagann David James. Vísir/Samsett David James verður heiðraður í kringum leik ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Goslokahátíð stendur yfir í Eyjum og verður mikið um dýrðir. „Þetta er bara æðislegt og mikil gleði í bænum. Það verða fleiri á vellinum og þetta er alltaf eins þegar þessar hátíðir eru, hvort sem er á þjóðhátíð eða goslokum. Það er aukinn kraftur í bænum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi. Aðeins stig aðskilur ÍBV og Fram í töflunni í jöfnum neðri hluta. Stjarnan og Fram eru með 14 stig í 8.-9. sæti en ÍBV með 13 í því tíunda, stigi ofar en Fylkir sem er í efra fallsætinu. ÍBV getur þá farið alla leið upp í sjöunda sæti og jafnað þar HK að stigum með sigri. Aðspurður um þennan sex stiga leik segir Hermann: „Þeir eru það svo sem margir, sex stiga leikirnir. Það eru kannski þessi þrjú efstu lið sem eru aðeins á undan en allir aðrir leikir eru sex stiga leikir. Við erum búnir að undirbúa okkur vel, haft góðan tíma til þess og mætum klárir. Það hefur verið stígandi í þessu og stemningin góð. Það er að komast takturinn í þetta sem var seinni hlutann í fyrra,“ Hermann Hreiðarsson og David James. Fjör eftir leik David James lék um nokkurra ára skeið með Hermanni í Portsmouth á Englandi en hann á hundruði leikja að baki í ensku úrvalsdeildinni, líkt og Hermann. Þegar Hermann var þjálfari ÍBV sumarið 2013 og liðið vantaði markvörð fékk hann James til að vera á milli stanganna og er hann á meðal stærri prófíla sem leikið hefur í efstu deild á Íslandi. „Hann er kominn til landsins og verður heiðursgestur. Hann er auðvitað eitt af stærstu nöfnunum sem hefur spilað í deildinni og fyrir ÍBV. Það var engin spurning um að gera þetta,“ „Hann datt hérna inn í samfélgið eins og ekkert væri á sínum tíma, fyrir tíu árum, það er skemmtilegt fyrir okkur að geta heiðrað hann og honum þykir það bara mikill heiður því hann átti frábæran tíma hérna,“ Og hann getur þá fengið að njóta sín á bæjarhátíðinni í kaupbæti? „Já, svo bara verður gaman eftir leikinn,“ segir Hermann. Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 16:00 og verður í beinni á Stöð 2 Besta deildin 2. Þá mætast Keflavík og Víkingur klukkan 17:00 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Tveir leikir fara fram í Bestu deild kvenna í dag. Breiðablik mætir Keflavík klukkan 14:00 í beinni á Stöð 2 Besta deildin og leikur Stjörnunnar og Þróttar klukkan 17:00 verður beint á Stöð 2 Sport 5. Leikir dagsins karlamegin, sem og leikur Breiðabliks við Fylki í gær, verða gerðir upp af Kjartani Atla Kjartanssyni í Bestu tilþrifunum klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport, strax að leik Keflavíkur og Víkings loknum. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
„Þetta er bara æðislegt og mikil gleði í bænum. Það verða fleiri á vellinum og þetta er alltaf eins þegar þessar hátíðir eru, hvort sem er á þjóðhátíð eða goslokum. Það er aukinn kraftur í bænum,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi. Aðeins stig aðskilur ÍBV og Fram í töflunni í jöfnum neðri hluta. Stjarnan og Fram eru með 14 stig í 8.-9. sæti en ÍBV með 13 í því tíunda, stigi ofar en Fylkir sem er í efra fallsætinu. ÍBV getur þá farið alla leið upp í sjöunda sæti og jafnað þar HK að stigum með sigri. Aðspurður um þennan sex stiga leik segir Hermann: „Þeir eru það svo sem margir, sex stiga leikirnir. Það eru kannski þessi þrjú efstu lið sem eru aðeins á undan en allir aðrir leikir eru sex stiga leikir. Við erum búnir að undirbúa okkur vel, haft góðan tíma til þess og mætum klárir. Það hefur verið stígandi í þessu og stemningin góð. Það er að komast takturinn í þetta sem var seinni hlutann í fyrra,“ Hermann Hreiðarsson og David James. Fjör eftir leik David James lék um nokkurra ára skeið með Hermanni í Portsmouth á Englandi en hann á hundruði leikja að baki í ensku úrvalsdeildinni, líkt og Hermann. Þegar Hermann var þjálfari ÍBV sumarið 2013 og liðið vantaði markvörð fékk hann James til að vera á milli stanganna og er hann á meðal stærri prófíla sem leikið hefur í efstu deild á Íslandi. „Hann er kominn til landsins og verður heiðursgestur. Hann er auðvitað eitt af stærstu nöfnunum sem hefur spilað í deildinni og fyrir ÍBV. Það var engin spurning um að gera þetta,“ „Hann datt hérna inn í samfélgið eins og ekkert væri á sínum tíma, fyrir tíu árum, það er skemmtilegt fyrir okkur að geta heiðrað hann og honum þykir það bara mikill heiður því hann átti frábæran tíma hérna,“ Og hann getur þá fengið að njóta sín á bæjarhátíðinni í kaupbæti? „Já, svo bara verður gaman eftir leikinn,“ segir Hermann. Leikur ÍBV og Fram hefst klukkan 16:00 og verður í beinni á Stöð 2 Besta deildin 2. Þá mætast Keflavík og Víkingur klukkan 17:00 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Tveir leikir fara fram í Bestu deild kvenna í dag. Breiðablik mætir Keflavík klukkan 14:00 í beinni á Stöð 2 Besta deildin og leikur Stjörnunnar og Þróttar klukkan 17:00 verður beint á Stöð 2 Sport 5. Leikir dagsins karlamegin, sem og leikur Breiðabliks við Fylki í gær, verða gerðir upp af Kjartani Atla Kjartanssyni í Bestu tilþrifunum klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport, strax að leik Keflavíkur og Víkings loknum.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira