„Þú verður bara að fara með það á koddann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2023 22:31 Óskar Hrafn mátti vera ánægður með sannfærandi sigur sinna manna. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum afar sáttur eftir öruggan 5-1 sigur hans liðs á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. „Mér líður vel. Öflugur sigur, við skorum fimm mörk og náum að rúlla ágætlega á liðinu og það komust allir heilir frá leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik var með fín tök á leiknum í heldur rólegum fyrri hálfleik þar sem þeir klúðruðu vítaspyrnu áður en Jason Daði Svanþórsson veitti liðinu 1-0 forystu í hléi. Meiri hraði og ákefð einkenndi leikinn eftir hlé þar sem Blikar voru afar sannfærandi. „Að undanskildum tíu mínútum í seinni hálfleik þar sem þeir skora markið, þá fannst mér þetta bara öflug frammistaða. Við vorum góðir á boltann en hefðum kannski getað farið aðeins aftur fyrir þá í fyrri hálfleik þegar þeir stóðu mjög framarlega. Orkan góð, mikill dugnaður og gæði á síðasta þriðjungi. Ég er mjög sáttur,“ Blikar hafa fengið þónokkur mörk á sig úr föstum leikatriðum og fyrirgjöfum í síðustu leikjum og markið sem Fylkir skoraði í kvöld var eftir eitt slíkt. Óskar Hrafn vill þó heldur einblína á jávæðu hlutina sem Blikar geta tekið úr góðum sigri kvöldsins. „Það er bara gott að vinna 5-1. Þú getur horft á þetta hornamark en ég ætla að horfa þessi fimm mörk sem við skoruðum. Það er bara eins og það er,“ Jákvæðir straumar Óskar var þá spurður hvernig hann sem þjálfari gæti tekist á við það, og ef einbeitingarskorti væri um að kenna, hvernig menn færu þá að því að þjálfa upp einbeitingu leikmanna. „Við þurfum bara að standa betur og vera kröftugri. Um leið og maður byrjar að tala um þetta getur það farið í hausinn á mönnum. Við þurfum bara að mæta hlutunum betur,“ segir Óskar. „Ég get ekki kvartað núna. Við unnum tiltölulega sannfærandi sigur en mörkin koma. Fylkismennirnir eru kröftugir, með stóra menn og ógnandi í föstum leikatriðum. Markið gat komið á hvern þann hátt sem var,“ „Ég finn bara jákvæða strauma. Þú verður bara að fara með það á koddann að við fengum á okkur mark úr horni en ég ætla að horfa á hitt. Fimm mörk skoruð og leikur á þriðjudaginn,“ segir Óskar Hrafn en Blikar undirbúa sig nú fyrir brottför til Dyflinnar á sunnudag og mæta Írlandsmeisturum Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn kemur. Besta deild karla Breiðablik Fylkir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
„Mér líður vel. Öflugur sigur, við skorum fimm mörk og náum að rúlla ágætlega á liðinu og það komust allir heilir frá leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik var með fín tök á leiknum í heldur rólegum fyrri hálfleik þar sem þeir klúðruðu vítaspyrnu áður en Jason Daði Svanþórsson veitti liðinu 1-0 forystu í hléi. Meiri hraði og ákefð einkenndi leikinn eftir hlé þar sem Blikar voru afar sannfærandi. „Að undanskildum tíu mínútum í seinni hálfleik þar sem þeir skora markið, þá fannst mér þetta bara öflug frammistaða. Við vorum góðir á boltann en hefðum kannski getað farið aðeins aftur fyrir þá í fyrri hálfleik þegar þeir stóðu mjög framarlega. Orkan góð, mikill dugnaður og gæði á síðasta þriðjungi. Ég er mjög sáttur,“ Blikar hafa fengið þónokkur mörk á sig úr föstum leikatriðum og fyrirgjöfum í síðustu leikjum og markið sem Fylkir skoraði í kvöld var eftir eitt slíkt. Óskar Hrafn vill þó heldur einblína á jávæðu hlutina sem Blikar geta tekið úr góðum sigri kvöldsins. „Það er bara gott að vinna 5-1. Þú getur horft á þetta hornamark en ég ætla að horfa þessi fimm mörk sem við skoruðum. Það er bara eins og það er,“ Jákvæðir straumar Óskar var þá spurður hvernig hann sem þjálfari gæti tekist á við það, og ef einbeitingarskorti væri um að kenna, hvernig menn færu þá að því að þjálfa upp einbeitingu leikmanna. „Við þurfum bara að standa betur og vera kröftugri. Um leið og maður byrjar að tala um þetta getur það farið í hausinn á mönnum. Við þurfum bara að mæta hlutunum betur,“ segir Óskar. „Ég get ekki kvartað núna. Við unnum tiltölulega sannfærandi sigur en mörkin koma. Fylkismennirnir eru kröftugir, með stóra menn og ógnandi í föstum leikatriðum. Markið gat komið á hvern þann hátt sem var,“ „Ég finn bara jákvæða strauma. Þú verður bara að fara með það á koddann að við fengum á okkur mark úr horni en ég ætla að horfa á hitt. Fimm mörk skoruð og leikur á þriðjudaginn,“ segir Óskar Hrafn en Blikar undirbúa sig nú fyrir brottför til Dyflinnar á sunnudag og mæta Írlandsmeisturum Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn kemur.
Besta deild karla Breiðablik Fylkir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira