Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2023 10:43 Trump sætir ákæru fyrir misferli með leyniskjöl. Saksóknarar í málinu fá nú að kenna á heift stuðningsmanna hans. AP/Chris Carlson Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins ákærði Trump fyrir misferli með ríkisleyndarmál í síðasta mánuði. Málið snýst um hundruð leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti árið 2021 og neitaði að skila alríkisyfirvöldum þegar eftir því var leitað. Washington Post segir að saksóknarnir í málinu sæti nú hótunum og ógnunum bæði á netinu og annars staðar. Stuðningsmenn Trump hafi meðal annars birt nöfn þeirra á netinu, hótað þeim og stundum birt upplýsingar um einkalíf þeirra. Alríkislögreglan FBI segir hótanir í garð löggæsluaðila hættulegar. Hún meti og bregðist við slíkum hótunum eftir atvikum. Ræðst á saksóknara og dómara á samfélagsmiðlum Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa brugðist við með því að reyna að koma í veg að nöfn saksóknara og lögreglumanna sem vinna að máli Trump birtist opinberlega í opinberum skjölum og á nefndarfundum Bandaríkjaþings. Það er þó sagt hægara sagt en gert það sem nöfn þeirra komi fram í dómskjölum sem eru opinber auk þess sem Trump hefur aðgang að upplýsingum um þá og vitni sem sakborningur í málinu. Trump hefur nýtt sér það til þess að ráðast á rannsakendur sína á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jack Smith, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og dómara sem fer með annað sakamál á hendur honum í New York. Samfélagsmiðlanotkun Trump er sögð hafa orðið glannalegri að þessu leyti á undanförnum misserum. Karlmaður á fertugsaldir var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi forseta, í Washington-borg í síðustu viku, sama dag og Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama á samfélagsmiðli. Byssur, hundruð skotfæra og sveðja fannst í sendiferðabíl mannsins sem sagðist leita að inngönguleið eða skotfæri á hús Obama. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. 15. júní 2023 11:08 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins ákærði Trump fyrir misferli með ríkisleyndarmál í síðasta mánuði. Málið snýst um hundruð leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti árið 2021 og neitaði að skila alríkisyfirvöldum þegar eftir því var leitað. Washington Post segir að saksóknarnir í málinu sæti nú hótunum og ógnunum bæði á netinu og annars staðar. Stuðningsmenn Trump hafi meðal annars birt nöfn þeirra á netinu, hótað þeim og stundum birt upplýsingar um einkalíf þeirra. Alríkislögreglan FBI segir hótanir í garð löggæsluaðila hættulegar. Hún meti og bregðist við slíkum hótunum eftir atvikum. Ræðst á saksóknara og dómara á samfélagsmiðlum Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa brugðist við með því að reyna að koma í veg að nöfn saksóknara og lögreglumanna sem vinna að máli Trump birtist opinberlega í opinberum skjölum og á nefndarfundum Bandaríkjaþings. Það er þó sagt hægara sagt en gert það sem nöfn þeirra komi fram í dómskjölum sem eru opinber auk þess sem Trump hefur aðgang að upplýsingum um þá og vitni sem sakborningur í málinu. Trump hefur nýtt sér það til þess að ráðast á rannsakendur sína á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jack Smith, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og dómara sem fer með annað sakamál á hendur honum í New York. Samfélagsmiðlanotkun Trump er sögð hafa orðið glannalegri að þessu leyti á undanförnum misserum. Karlmaður á fertugsaldir var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi forseta, í Washington-borg í síðustu viku, sama dag og Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama á samfélagsmiðli. Byssur, hundruð skotfæra og sveðja fannst í sendiferðabíl mannsins sem sagðist leita að inngönguleið eða skotfæri á hús Obama.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. 15. júní 2023 11:08 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41
Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. 15. júní 2023 11:08