„Þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft að virða þetta“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júlí 2023 21:01 Frá vinstri: Baldur Thoroddsen, Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir, Kári Thoroddsen, Egill Thoroddsen og Stormur Thoroddsen. Vísir/Arnar Fjölskylda sautján ára trans stráks segir það hafa tekið á þegar sonur þeirra kom út úr skápnum. Fólk þurfi ekki endilega að skilja heldur sé það mikilvægast að virða annað fólk. Hinn sautján ára gamli Stormur Thoroddsen er elsta barn foreldra sinna, Kolbrúnar Ýrar Bjarnadóttur og Egils Thoroddsen. Búa þau á Akureyri ásamt þremur yngri bræðrum Storms. Sumarið 2020, þegar Stormur var fjórtán ára gamall, fór hann fyrst að ræða við foreldra sína um að honum liði öðruvísi. „En ég var ekki alveg kominn með orð yfir þessa tilfinningu. Þannig ég gat ekki alveg útskýrt fyrir þeim þannig þau skildu ekki alveg hvað ég var að meina. Það voru endurtekin samtöl oft um þetta og loksins áttaði ég mig á hver ég væri,“ segir Stormur. Kom fjölskyldunni á óvart 1. janúar árið 2021 kom Stormur síðan út sem trans maður fyrir öllum en hann hafði áður komið út fyrir fjölskyldu sinni og nánustu vinum. Fékk Stormur mikinn stuðning frá öllum í kringum sig. Foreldrar hans segja þetta hafa komið á óvart. Stormur Thoroddsen kom út sem trans maður þegar hann var fjórtán ára gamall. Vísir/Arnar „Þegar barnið segir „Ég er strákur“ var ég að reyna að segja að stelpur séu alls konar. Þær eru frá A til Ö og eru ekki allar eins. Svo þegar ég fór að lesa mér til og fræða mig betur þá auðvitað áttaði ég mig á að þetta er ekki alveg svona einfalt. Maður getur ekki sett sig í þessu spor þegar maður hefur ekki þessar tilfinningar sjálfur,“ segir Kolbrún Ýrr. „Ég átti mjög erfitt með að átta mig á þessu. Svo lásum við mikið, kynntum okkur málefnið og þá fórum við að skilja betur hvað væri í gangi. Eins og Kolbrún segir, maður finnur þetta ekkert hjá sjálfum sér, þetta er bara það sem þarf að læra og læra að skilja,“ segir Egill. Lét kalla sig strákanafni Stormur segir það hafa verið erfitt að koma út fyrst um sinn, þá sérstaklega þar sem hann gat ekki alveg áttað sig á því hvaða tilfinning þetta væri sem hann var að finna. „Ég hafði bara heyrt um einhverjar steríótýpur af dragdrottningum en þetta var svo rosalega ekki sýnilegt. Þegar ég bara fyrst sá eitthvað myndband um ungan trans strák sagði ég bara vá, er þetta hægt, því ég hafði alltaf fundið þessa tilfinningu en aldrei komið henni í orð,“ segir Stormur. „Ég man þegar ég var tíu ára lét ég vini mína kalla mig strákanafni í heilt ár. En ég pældi ekkert í því. Þetta var bara gaman. Alls konar svona hlutir en ég vissi ekkert að þetta væri til. Þannig ég gerði ekkert í því.“ Kolbrún segir þetta hafa verið erfitt fyrir fjölskylduna þar sem við tekur langt og erfitt ferli. „Auðvitað hefur þetta áhrif á fjölskylduna þegar kemur að samskiptum út af því það er ýmislegt sem fylgir þessu. Til þess að fá grunnþjónustu sem ætti að vera til fyrirmyndar í öllum ríkjum sem vilja vera með gott heilbrigðiskerfi, þá er ákveðið ferli sem er farið í gegnum til þess að fá grunnþjónustuna,“ segir Kolbrún. Öll erum við manneskjur Fjölskyldan bendir á að fólk þarf ekki endilega að skilja hlutina. „Mér finnst kannski mikilvægasta setningin sem ég tala mikið um við fólk sem spyr mig út í þetta, að þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft bara að virða þetta. Það er gott ef þú getur skilið hluti og getur frætt þig um eitthvað. Náð því en ef þú nærð þessu ekki, þá á þetta ekki að þurfa að hafa svona mikil áhrif á þig. En þú virðir rétt einstaklinga til að vera þeir sjálfir, alveg sama hvort það tengist því hverjir þeir erum hver þau eru eða hvern það elskar eða hvað. Því við erum öll bara manneskjur,“ segir Kolbrún. Hinsegin Akureyri Börn og uppeldi Málefni trans fólks Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Stormur Thoroddsen er elsta barn foreldra sinna, Kolbrúnar Ýrar Bjarnadóttur og Egils Thoroddsen. Búa þau á Akureyri ásamt þremur yngri bræðrum Storms. Sumarið 2020, þegar Stormur var fjórtán ára gamall, fór hann fyrst að ræða við foreldra sína um að honum liði öðruvísi. „En ég var ekki alveg kominn með orð yfir þessa tilfinningu. Þannig ég gat ekki alveg útskýrt fyrir þeim þannig þau skildu ekki alveg hvað ég var að meina. Það voru endurtekin samtöl oft um þetta og loksins áttaði ég mig á hver ég væri,“ segir Stormur. Kom fjölskyldunni á óvart 1. janúar árið 2021 kom Stormur síðan út sem trans maður fyrir öllum en hann hafði áður komið út fyrir fjölskyldu sinni og nánustu vinum. Fékk Stormur mikinn stuðning frá öllum í kringum sig. Foreldrar hans segja þetta hafa komið á óvart. Stormur Thoroddsen kom út sem trans maður þegar hann var fjórtán ára gamall. Vísir/Arnar „Þegar barnið segir „Ég er strákur“ var ég að reyna að segja að stelpur séu alls konar. Þær eru frá A til Ö og eru ekki allar eins. Svo þegar ég fór að lesa mér til og fræða mig betur þá auðvitað áttaði ég mig á að þetta er ekki alveg svona einfalt. Maður getur ekki sett sig í þessu spor þegar maður hefur ekki þessar tilfinningar sjálfur,“ segir Kolbrún Ýrr. „Ég átti mjög erfitt með að átta mig á þessu. Svo lásum við mikið, kynntum okkur málefnið og þá fórum við að skilja betur hvað væri í gangi. Eins og Kolbrún segir, maður finnur þetta ekkert hjá sjálfum sér, þetta er bara það sem þarf að læra og læra að skilja,“ segir Egill. Lét kalla sig strákanafni Stormur segir það hafa verið erfitt að koma út fyrst um sinn, þá sérstaklega þar sem hann gat ekki alveg áttað sig á því hvaða tilfinning þetta væri sem hann var að finna. „Ég hafði bara heyrt um einhverjar steríótýpur af dragdrottningum en þetta var svo rosalega ekki sýnilegt. Þegar ég bara fyrst sá eitthvað myndband um ungan trans strák sagði ég bara vá, er þetta hægt, því ég hafði alltaf fundið þessa tilfinningu en aldrei komið henni í orð,“ segir Stormur. „Ég man þegar ég var tíu ára lét ég vini mína kalla mig strákanafni í heilt ár. En ég pældi ekkert í því. Þetta var bara gaman. Alls konar svona hlutir en ég vissi ekkert að þetta væri til. Þannig ég gerði ekkert í því.“ Kolbrún segir þetta hafa verið erfitt fyrir fjölskylduna þar sem við tekur langt og erfitt ferli. „Auðvitað hefur þetta áhrif á fjölskylduna þegar kemur að samskiptum út af því það er ýmislegt sem fylgir þessu. Til þess að fá grunnþjónustu sem ætti að vera til fyrirmyndar í öllum ríkjum sem vilja vera með gott heilbrigðiskerfi, þá er ákveðið ferli sem er farið í gegnum til þess að fá grunnþjónustuna,“ segir Kolbrún. Öll erum við manneskjur Fjölskyldan bendir á að fólk þarf ekki endilega að skilja hlutina. „Mér finnst kannski mikilvægasta setningin sem ég tala mikið um við fólk sem spyr mig út í þetta, að þú þarft ekki að skilja þetta en þú þarft bara að virða þetta. Það er gott ef þú getur skilið hluti og getur frætt þig um eitthvað. Náð því en ef þú nærð þessu ekki, þá á þetta ekki að þurfa að hafa svona mikil áhrif á þig. En þú virðir rétt einstaklinga til að vera þeir sjálfir, alveg sama hvort það tengist því hverjir þeir erum hver þau eru eða hvern það elskar eða hvað. Því við erum öll bara manneskjur,“ segir Kolbrún.
Hinsegin Akureyri Börn og uppeldi Málefni trans fólks Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira