„Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2023 08:01 Bjarte Myrhol er einn besti línumaður handboltasögunnar. getty/Slavko Midzor Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. Í fyrradag var fyrri hluti heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur frumsýndur á TV 2 í Danmörku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var fjögur ár í vinnslu. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Nachevski var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna upplýsinga frá TV 2. Bjarte Myrhol, einn fremsti línumaður handboltasögunnar, er ekki beint undrandi á því sem kemur fram í mynd TV 2. Hann segist alltaf hafa grunað að ýmislegt vafasamt fengi að viðgangast í handboltanum. „Því miður er afar fátt í heimildamyndinni sem kemur mér á óvart. Hvorki varðandi dómarana né EHF. Þetta er eitthvað sem ég hef verið meðvitaður um í tuttugu ár,“ sagði Myrhol. „Eins leiðinlegt og það er að segja það var þetta verra áður fyrr. Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram í dagsljósið. Það tekur mig sárt að segja þetta.“ Í skýrslu fyrirtækisins SportRadar kom fram um að grunur leiki á að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nachevski hefur neitað sök og þvertekið fyrir að hann hafi reynt að hafa áhrif á úrslit leikja en handboltadómstóll EHF er með mál Norður-Makedóníumannsins til rannsóknar. Sonur hans, Gjorgij, hefur verið í hópi fremstu dómara heims síðustu ár. Hann var settur til hliðar vegna gruns um hagræðingu úrslita. Þá er hann grunaður um að hafa tengsl við skipulögð glæpasamtök. Handbolti Tengdar fréttir Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. 6. júlí 2023 10:31 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira
Í fyrradag var fyrri hluti heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur frumsýndur á TV 2 í Danmörku. Þar er fjallað um hagræðingu úrslita í handbolta. Myndin var fjögur ár í vinnslu. Í myndinni er meðal annars rætt við fyrrverandi dómara sem lýsir því þegar Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar EHF, bað hann um að hafa áhrif á úrslit leiks. Nachevski var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna upplýsinga frá TV 2. Bjarte Myrhol, einn fremsti línumaður handboltasögunnar, er ekki beint undrandi á því sem kemur fram í mynd TV 2. Hann segist alltaf hafa grunað að ýmislegt vafasamt fengi að viðgangast í handboltanum. „Því miður er afar fátt í heimildamyndinni sem kemur mér á óvart. Hvorki varðandi dómarana né EHF. Þetta er eitthvað sem ég hef verið meðvitaður um í tuttugu ár,“ sagði Myrhol. „Eins leiðinlegt og það er að segja það var þetta verra áður fyrr. Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram í dagsljósið. Það tekur mig sárt að segja þetta.“ Í skýrslu fyrirtækisins SportRadar kom fram um að grunur leiki á að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Nachevski hefur neitað sök og þvertekið fyrir að hann hafi reynt að hafa áhrif á úrslit leikja en handboltadómstóll EHF er með mál Norður-Makedóníumannsins til rannsóknar. Sonur hans, Gjorgij, hefur verið í hópi fremstu dómara heims síðustu ár. Hann var settur til hliðar vegna gruns um hagræðingu úrslita. Þá er hann grunaður um að hafa tengsl við skipulögð glæpasamtök.
Handbolti Tengdar fréttir Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. 6. júlí 2023 10:31 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira
Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær. 6. júlí 2023 10:31