Innlent

Snarpur skjálfti reið yfir um níu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Skjálftavirknin er mikil á Reykjanesskaga.
Skjálftavirknin er mikil á Reykjanesskaga.

Snarpur skjálfti að stærð 3,3 reið yfir um klukkan níu og fannst á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt óyfirförnum frummælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 3,3 að stærð og mældist á fimm kílómetra dýpi.

Skjálftinn er sá fyrsti sem mælist yfir þrír að stærð frá því klukkan 14.45 í dag. Það er spurning hvort æsingur sé að færast aftur í leikinn eftir margra klukkustunda rólegheit.


Tengdar fréttir

Vaktin: Skjálfti að stærð 4,2 sá stærsti í dag

Það dró heldur úr skjálftavirkni og skjálftastærð á Reykjanesskaga í nótt en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálfti dagsins var hins vegar 4,2 að stærð og reið yfir klukkan 11:03 í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×