Svifið ofan úr Kömbunum á ógnarhraða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2023 19:24 Á efri mynd til vinstri má sjá fréttamann heldur skelkaðan, áður en hann hélt af stað niður sviflínuna. Um leið og ferðin var hafin var þó ekki fyrir neinum ótta að fara. Hann komst svo heill niður að lokum, og áttaði sig á því að hann hafði ekkert að óttast. Vísir/Vésteinn/Arnar Kílómetralöng sviflína í Hveragerði verður formlega opnuð gestum á morgun. Fréttastofan tók forskot á sæluna í dag og kynnti sér þessa nýjung í afþreyingu á Suðurlandi. Mega Zip line verður tekin formlega í gagnið á morgun, en fyrstu ferðir voru þó farnar í dag. Fyrst fékk að fara Svava Berglind Grétarsdóttir, sem fékk ferðina í afmælisgjöf frá eiginmanni sínum. Fyrsta ferðin var boðin upp til styrktar ME-félaginu. Sviflínan liggur ofan úr Kömbunum og niður í áttina að gönguleiðinni inn í Reykjadal. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið að búa til nýja afþreyingu fyrir Íslendinga sem og ferðamenn, þar sem náttúruan spili stórt hlutverk. Hallgrímur Kristinsson er framkvæmdastjóri Mega Zipline.Vísir/Arnar „Og hér á bak við mig er Svartagljúfur, sem er falin náttúruperla sem við erum að opna aðgengi að með því að leggja göngustíg meðfram því. Það er hluti af því að renna sér hér í þessari langstærstu sviflínu landsins,“ segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Mega Zipline. Hallgrímur var rétt nýkominn úr sviflínuferð þegar við náðum tali af honum. „Þetta var stórkostleg skemmtun og ég ætla bara að leyfa þér að finna fyrir því á eftir,“ sagði Hallgrímur og beindi orðum sínum þar að fréttamanni. Og þá var ekkert eftir nema að prófa sjálfur, eftir að hafa græjað sig rétt upp, allt eftir kúnstarinnar reglum. Sjón er sögu ríkari og hér að neðan má sjá fréttamann spreyta sig á ferðinni niður, í liggjandi stöðu, til að njóta sem best þess útsýnis sem ferðin hefur upp á að bjóða. Einnig er hægt að fara sitjandi niður, en þá er auðveldara að stjórna hraða ferðarinnar. Ofurmenni á allt að 120 kílómetra hraða Hallgrímur segir að starfsemin sé nokkuð háð veðri, en einstaklega veðursælt var við Svartagljúfur í dag. „Við vonumst til að geta haft opið allt árið, en það verða auðvitað einhverjir dagar þar sem ekki verður hægt að hafa opið.“ Hann segir sviflínuna alls ekki aðeins fyrir áhættusækna adrenalínfíkla. „Þetta er algjörlega fyrir meðaljóninn. Það er svolítið hægt að stjórna hraðanum, eftir því hvernig þú ferð niður. Ég fór sitjandi niður og ef ég baða út höndum og fótum eins og krossfiskur þá fer ég hægar en ef ég hef hendurnar nálægt mér og er eins og pensill, þá fer ég mun hraðar.“ Þeir sem fari liggjandi með höfuðið á undan, eins og Ofurmennið (e. Superman), fari hraðar. „Við erum að tala um sirka 120 kílómetra hraða,“ segir Hallgrímur aðspurður hver mesti mögulegi hraðinn sé. „Það er kannski ekki fyrir alla, en það er vissulega gaman að prófa það, fyrir þá sem það vilja.“ Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Mega Zip line verður tekin formlega í gagnið á morgun, en fyrstu ferðir voru þó farnar í dag. Fyrst fékk að fara Svava Berglind Grétarsdóttir, sem fékk ferðina í afmælisgjöf frá eiginmanni sínum. Fyrsta ferðin var boðin upp til styrktar ME-félaginu. Sviflínan liggur ofan úr Kömbunum og niður í áttina að gönguleiðinni inn í Reykjadal. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið að búa til nýja afþreyingu fyrir Íslendinga sem og ferðamenn, þar sem náttúruan spili stórt hlutverk. Hallgrímur Kristinsson er framkvæmdastjóri Mega Zipline.Vísir/Arnar „Og hér á bak við mig er Svartagljúfur, sem er falin náttúruperla sem við erum að opna aðgengi að með því að leggja göngustíg meðfram því. Það er hluti af því að renna sér hér í þessari langstærstu sviflínu landsins,“ segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Mega Zipline. Hallgrímur var rétt nýkominn úr sviflínuferð þegar við náðum tali af honum. „Þetta var stórkostleg skemmtun og ég ætla bara að leyfa þér að finna fyrir því á eftir,“ sagði Hallgrímur og beindi orðum sínum þar að fréttamanni. Og þá var ekkert eftir nema að prófa sjálfur, eftir að hafa græjað sig rétt upp, allt eftir kúnstarinnar reglum. Sjón er sögu ríkari og hér að neðan má sjá fréttamann spreyta sig á ferðinni niður, í liggjandi stöðu, til að njóta sem best þess útsýnis sem ferðin hefur upp á að bjóða. Einnig er hægt að fara sitjandi niður, en þá er auðveldara að stjórna hraða ferðarinnar. Ofurmenni á allt að 120 kílómetra hraða Hallgrímur segir að starfsemin sé nokkuð háð veðri, en einstaklega veðursælt var við Svartagljúfur í dag. „Við vonumst til að geta haft opið allt árið, en það verða auðvitað einhverjir dagar þar sem ekki verður hægt að hafa opið.“ Hann segir sviflínuna alls ekki aðeins fyrir áhættusækna adrenalínfíkla. „Þetta er algjörlega fyrir meðaljóninn. Það er svolítið hægt að stjórna hraðanum, eftir því hvernig þú ferð niður. Ég fór sitjandi niður og ef ég baða út höndum og fótum eins og krossfiskur þá fer ég hægar en ef ég hef hendurnar nálægt mér og er eins og pensill, þá fer ég mun hraðar.“ Þeir sem fari liggjandi með höfuðið á undan, eins og Ofurmennið (e. Superman), fari hraðar. „Við erum að tala um sirka 120 kílómetra hraða,“ segir Hallgrímur aðspurður hver mesti mögulegi hraðinn sé. „Það er kannski ekki fyrir alla, en það er vissulega gaman að prófa það, fyrir þá sem það vilja.“
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira