Svifið ofan úr Kömbunum á ógnarhraða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2023 19:24 Á efri mynd til vinstri má sjá fréttamann heldur skelkaðan, áður en hann hélt af stað niður sviflínuna. Um leið og ferðin var hafin var þó ekki fyrir neinum ótta að fara. Hann komst svo heill niður að lokum, og áttaði sig á því að hann hafði ekkert að óttast. Vísir/Vésteinn/Arnar Kílómetralöng sviflína í Hveragerði verður formlega opnuð gestum á morgun. Fréttastofan tók forskot á sæluna í dag og kynnti sér þessa nýjung í afþreyingu á Suðurlandi. Mega Zip line verður tekin formlega í gagnið á morgun, en fyrstu ferðir voru þó farnar í dag. Fyrst fékk að fara Svava Berglind Grétarsdóttir, sem fékk ferðina í afmælisgjöf frá eiginmanni sínum. Fyrsta ferðin var boðin upp til styrktar ME-félaginu. Sviflínan liggur ofan úr Kömbunum og niður í áttina að gönguleiðinni inn í Reykjadal. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið að búa til nýja afþreyingu fyrir Íslendinga sem og ferðamenn, þar sem náttúruan spili stórt hlutverk. Hallgrímur Kristinsson er framkvæmdastjóri Mega Zipline.Vísir/Arnar „Og hér á bak við mig er Svartagljúfur, sem er falin náttúruperla sem við erum að opna aðgengi að með því að leggja göngustíg meðfram því. Það er hluti af því að renna sér hér í þessari langstærstu sviflínu landsins,“ segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Mega Zipline. Hallgrímur var rétt nýkominn úr sviflínuferð þegar við náðum tali af honum. „Þetta var stórkostleg skemmtun og ég ætla bara að leyfa þér að finna fyrir því á eftir,“ sagði Hallgrímur og beindi orðum sínum þar að fréttamanni. Og þá var ekkert eftir nema að prófa sjálfur, eftir að hafa græjað sig rétt upp, allt eftir kúnstarinnar reglum. Sjón er sögu ríkari og hér að neðan má sjá fréttamann spreyta sig á ferðinni niður, í liggjandi stöðu, til að njóta sem best þess útsýnis sem ferðin hefur upp á að bjóða. Einnig er hægt að fara sitjandi niður, en þá er auðveldara að stjórna hraða ferðarinnar. Ofurmenni á allt að 120 kílómetra hraða Hallgrímur segir að starfsemin sé nokkuð háð veðri, en einstaklega veðursælt var við Svartagljúfur í dag. „Við vonumst til að geta haft opið allt árið, en það verða auðvitað einhverjir dagar þar sem ekki verður hægt að hafa opið.“ Hann segir sviflínuna alls ekki aðeins fyrir áhættusækna adrenalínfíkla. „Þetta er algjörlega fyrir meðaljóninn. Það er svolítið hægt að stjórna hraðanum, eftir því hvernig þú ferð niður. Ég fór sitjandi niður og ef ég baða út höndum og fótum eins og krossfiskur þá fer ég hægar en ef ég hef hendurnar nálægt mér og er eins og pensill, þá fer ég mun hraðar.“ Þeir sem fari liggjandi með höfuðið á undan, eins og Ofurmennið (e. Superman), fari hraðar. „Við erum að tala um sirka 120 kílómetra hraða,“ segir Hallgrímur aðspurður hver mesti mögulegi hraðinn sé. „Það er kannski ekki fyrir alla, en það er vissulega gaman að prófa það, fyrir þá sem það vilja.“ Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Sjá meira
Mega Zip line verður tekin formlega í gagnið á morgun, en fyrstu ferðir voru þó farnar í dag. Fyrst fékk að fara Svava Berglind Grétarsdóttir, sem fékk ferðina í afmælisgjöf frá eiginmanni sínum. Fyrsta ferðin var boðin upp til styrktar ME-félaginu. Sviflínan liggur ofan úr Kömbunum og niður í áttina að gönguleiðinni inn í Reykjadal. Framkvæmdastjórinn segir markmiðið að búa til nýja afþreyingu fyrir Íslendinga sem og ferðamenn, þar sem náttúruan spili stórt hlutverk. Hallgrímur Kristinsson er framkvæmdastjóri Mega Zipline.Vísir/Arnar „Og hér á bak við mig er Svartagljúfur, sem er falin náttúruperla sem við erum að opna aðgengi að með því að leggja göngustíg meðfram því. Það er hluti af því að renna sér hér í þessari langstærstu sviflínu landsins,“ segir Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Mega Zipline. Hallgrímur var rétt nýkominn úr sviflínuferð þegar við náðum tali af honum. „Þetta var stórkostleg skemmtun og ég ætla bara að leyfa þér að finna fyrir því á eftir,“ sagði Hallgrímur og beindi orðum sínum þar að fréttamanni. Og þá var ekkert eftir nema að prófa sjálfur, eftir að hafa græjað sig rétt upp, allt eftir kúnstarinnar reglum. Sjón er sögu ríkari og hér að neðan má sjá fréttamann spreyta sig á ferðinni niður, í liggjandi stöðu, til að njóta sem best þess útsýnis sem ferðin hefur upp á að bjóða. Einnig er hægt að fara sitjandi niður, en þá er auðveldara að stjórna hraða ferðarinnar. Ofurmenni á allt að 120 kílómetra hraða Hallgrímur segir að starfsemin sé nokkuð háð veðri, en einstaklega veðursælt var við Svartagljúfur í dag. „Við vonumst til að geta haft opið allt árið, en það verða auðvitað einhverjir dagar þar sem ekki verður hægt að hafa opið.“ Hann segir sviflínuna alls ekki aðeins fyrir áhættusækna adrenalínfíkla. „Þetta er algjörlega fyrir meðaljóninn. Það er svolítið hægt að stjórna hraðanum, eftir því hvernig þú ferð niður. Ég fór sitjandi niður og ef ég baða út höndum og fótum eins og krossfiskur þá fer ég hægar en ef ég hef hendurnar nálægt mér og er eins og pensill, þá fer ég mun hraðar.“ Þeir sem fari liggjandi með höfuðið á undan, eins og Ofurmennið (e. Superman), fari hraðar. „Við erum að tala um sirka 120 kílómetra hraða,“ segir Hallgrímur aðspurður hver mesti mögulegi hraðinn sé. „Það er kannski ekki fyrir alla, en það er vissulega gaman að prófa það, fyrir þá sem það vilja.“
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Lífið Fleiri fréttir Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Sjá meira