„Þar hefðum við getað verið heppnari“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 15:19 Arnar Pétursson er á leið með íslenska landsliðið á stórmót í lok árs, á HM. Leikir Íslands verða spilaðir í Noregi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við vissum fyrir fram að þetta yrði alvöru verkefni og það hefur ekkert breyst,“ segir Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir að dregið var í riðla fyrir HM í dag. Ísland lenti í afar sterkum riðli með ólympíumeisturum Frakklands, Slóveníu og margföldum Afríkumeisturum Angóla. Aðspurður hvort að hann hefði farið að hlæja eða gráta þegar hann sá niðurstöðuna svaraði Arnar léttur: „Ég er nú svo sem bara búinn að brosa síðan að við fengum sætið á HM. Þetta fékk mig því ekkert til að gráta en þetta er sterkur riðill, ég skal alveg viðurkenna það.“ Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag. „Við vissum fyrir fram að sama hvaða lið við fengjum úr A- og B-flokki þá yrðu það alltaf klassaandstæðingar. Sú er raunin. Við fengum Frakkana og Slóvenana en hin liðin í þessum flokkum voru ekkert mikið síðri. Úr C-riðlinum fengum við Angóla sem er hörkulið. Þar hefðum við getað verið heppnari en þar liggur möguleiki okkar á að fara upp úr riðlinum, og auðvitað gerum við alvöru atlögu að því,“ segir Arnar. Mætt Frökkum og Slóvenum í erfiðum leikjum Hann segir ljóst að mótið veiti dýrmæta reynslu fyrir íslenska liðið sem ætlar sér einnig í lokakeppni EM á næsta ári. Leikirnir á HM gætu hins vegar einnig orðið erfið reynsla, að minnsta kosti gegn Frakklandi og Slóveníu: „Við höfum spilað við Frakkana á síðustu árum og vitum að þær eru feikna sterkar. Við höfum líka bara séð það á stórmótum þar sem þær skila sér yfirleitt í úrslitaleikina. Slóvenarnir eru líka mjög sterkar. Við mættum þeim fyrir þremur árum, í nokkurs konar endurnýjun, og síðan þá hafa þær bætt enn frekar í og eru mjög sterkar,“ segir Arnar. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í umspili um sæti á síðasta HM, samtals 45-35. Slóvenar unnu fyrri leikinn á heimavelli 24-14 en liðin gerðu svo 21-21 jafntefli á Íslandi. Ísland mætti Frakklandi síðast í september 2019 og tapaði 23-17, í undankeppni EM. Arnar kveðst ekkert farinn að spá í hvað bíði Íslands nái liðið að verða eitt af þremur í riðlinum sem komast áfram í milliriðil. Ísland myndi þá spila við þrjú lið úr C-riðli, þar sem Suður-Kórea, Grænland og Austurríki bíða ásamt ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Arnar segir að til hafi staðið að Ísland myndi spila við B-lið Noregs í aðdraganda HM en nú þegar ljóst sé að Ísland verði með á mótinu sé staðan breytt og verið að skipuleggja undirbúning íslenska liðsins fyrir mótið. Þetta verður annað heimsmeistaramót kvennalandsliðs Íslands en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu fyrir tólf árum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Ísland lenti í afar sterkum riðli með ólympíumeisturum Frakklands, Slóveníu og margföldum Afríkumeisturum Angóla. Aðspurður hvort að hann hefði farið að hlæja eða gráta þegar hann sá niðurstöðuna svaraði Arnar léttur: „Ég er nú svo sem bara búinn að brosa síðan að við fengum sætið á HM. Þetta fékk mig því ekkert til að gráta en þetta er sterkur riðill, ég skal alveg viðurkenna það.“ Ísland var í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag. „Við vissum fyrir fram að sama hvaða lið við fengjum úr A- og B-flokki þá yrðu það alltaf klassaandstæðingar. Sú er raunin. Við fengum Frakkana og Slóvenana en hin liðin í þessum flokkum voru ekkert mikið síðri. Úr C-riðlinum fengum við Angóla sem er hörkulið. Þar hefðum við getað verið heppnari en þar liggur möguleiki okkar á að fara upp úr riðlinum, og auðvitað gerum við alvöru atlögu að því,“ segir Arnar. Mætt Frökkum og Slóvenum í erfiðum leikjum Hann segir ljóst að mótið veiti dýrmæta reynslu fyrir íslenska liðið sem ætlar sér einnig í lokakeppni EM á næsta ári. Leikirnir á HM gætu hins vegar einnig orðið erfið reynsla, að minnsta kosti gegn Frakklandi og Slóveníu: „Við höfum spilað við Frakkana á síðustu árum og vitum að þær eru feikna sterkar. Við höfum líka bara séð það á stórmótum þar sem þær skila sér yfirleitt í úrslitaleikina. Slóvenarnir eru líka mjög sterkar. Við mættum þeim fyrir þremur árum, í nokkurs konar endurnýjun, og síðan þá hafa þær bætt enn frekar í og eru mjög sterkar,“ segir Arnar. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í umspili um sæti á síðasta HM, samtals 45-35. Slóvenar unnu fyrri leikinn á heimavelli 24-14 en liðin gerðu svo 21-21 jafntefli á Íslandi. Ísland mætti Frakklandi síðast í september 2019 og tapaði 23-17, í undankeppni EM. Arnar kveðst ekkert farinn að spá í hvað bíði Íslands nái liðið að verða eitt af þremur í riðlinum sem komast áfram í milliriðil. Ísland myndi þá spila við þrjú lið úr C-riðli, þar sem Suður-Kórea, Grænland og Austurríki bíða ásamt ríkjandi heims- og Evrópumeisturum Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Arnar segir að til hafi staðið að Ísland myndi spila við B-lið Noregs í aðdraganda HM en nú þegar ljóst sé að Ísland verði með á mótinu sé staðan breytt og verið að skipuleggja undirbúning íslenska liðsins fyrir mótið. Þetta verður annað heimsmeistaramót kvennalandsliðs Íslands en liðið varð í 12. sæti á HM í Brasilíu fyrir tólf árum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira