Kunnugleg atburðarás á Reykjanesskaga Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júlí 2023 12:56 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur ólíktlegt að komi til goss á Reykjanesskaga að það muni ná til Reykjanesbrautar. vísir/sigurjón Búist er við áframhaldandi skjálftavirkni í dag þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr henni á Reykjanesskaga í nótt. Jarðelisfræðingur segir atburðarásina kunnuglega. Í nótt dró heldur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og reið yfir rétt eftir klukkan eitt í nótt. Fimmtán skjálftar yfir þremur hafa mælst frá miðnætti. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir atburðarrásina nú minna talsvert á aðdraganda fyrri gosa á svæðinu. „Gangurinn lagði af stað eins og við höfum séð áður gerast og það sem hefur verið að gerast í nótt er það að það hefur dregið talsvert út skjálftavirkninni,“ segir Páll. Þrátt fyrir það séu enn tíðir skjálftar, þó minni. „Þetta er líka atburðarás sem við þekkjum frá fyrri atburðum, þegar gangur hættir þá dregur úr skjálftavirkninni sem honum fylgir. Þetta gerðist um jólin 2021, þá stóð ganga innskot í viku síðan fjaraði það út en þetta getur líka þýtt það að gangurinn sé að nálgast yfirboð og að hann sé að nálgast það að fái útrás í gosi,“ segir Páll jafnframt. Erfitt sé að meta líkur á gosi út frá takmarkaðri tölfræði, ef miðað sé við hana þá séu um það bil 67 prósent líkur á gosi. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í fréttum okkar í gær að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að ef til goss kæmi að hraun renni yfir Reykjanesbraut ef gossprungan opnast norðar en hún gerði í fyrra. „Þá erum við komin yfir í það sem við köllum Þráinsskjöld, hraunið og hraunskjöldurinn sem liggur niður að strönd og Reykjanesbrautin liggur yfir. Vogarnir sitja til dæmis á Þráinsskildi. Ef sprungan opnast norðar þá hefur hún eiginlega beina leið að vegi og niður að strönd,“ sagði Þorvaldur. Til þess þurfi þó gosið að ná ákveðinni stærð. Páll segir það ólíklegt. „Ef það kemur upp gos þá er langlíklegast að það verði á þessu bili á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Þyngdarpunkturinn í skjálftavirkninni hefur verið nú verið nær Keili.“ Atburðarásin nú sé öll á tiltölulega flötu svæði og því þurfi að myndast talsvert stór hraunsletta áður en það fer að leka mikið til hliðanna og þá sé ómögulegt að segja í hvaða átt muni leka, komi til þess. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35 Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53 Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Í nótt dró heldur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og reið yfir rétt eftir klukkan eitt í nótt. Fimmtán skjálftar yfir þremur hafa mælst frá miðnætti. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir atburðarrásina nú minna talsvert á aðdraganda fyrri gosa á svæðinu. „Gangurinn lagði af stað eins og við höfum séð áður gerast og það sem hefur verið að gerast í nótt er það að það hefur dregið talsvert út skjálftavirkninni,“ segir Páll. Þrátt fyrir það séu enn tíðir skjálftar, þó minni. „Þetta er líka atburðarás sem við þekkjum frá fyrri atburðum, þegar gangur hættir þá dregur úr skjálftavirkninni sem honum fylgir. Þetta gerðist um jólin 2021, þá stóð ganga innskot í viku síðan fjaraði það út en þetta getur líka þýtt það að gangurinn sé að nálgast yfirboð og að hann sé að nálgast það að fái útrás í gosi,“ segir Páll jafnframt. Erfitt sé að meta líkur á gosi út frá takmarkaðri tölfræði, ef miðað sé við hana þá séu um það bil 67 prósent líkur á gosi. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í fréttum okkar í gær að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að ef til goss kæmi að hraun renni yfir Reykjanesbraut ef gossprungan opnast norðar en hún gerði í fyrra. „Þá erum við komin yfir í það sem við köllum Þráinsskjöld, hraunið og hraunskjöldurinn sem liggur niður að strönd og Reykjanesbrautin liggur yfir. Vogarnir sitja til dæmis á Þráinsskildi. Ef sprungan opnast norðar þá hefur hún eiginlega beina leið að vegi og niður að strönd,“ sagði Þorvaldur. Til þess þurfi þó gosið að ná ákveðinni stærð. Páll segir það ólíklegt. „Ef það kemur upp gos þá er langlíklegast að það verði á þessu bili á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Þyngdarpunkturinn í skjálftavirkninni hefur verið nú verið nær Keili.“ Atburðarásin nú sé öll á tiltölulega flötu svæði og því þurfi að myndast talsvert stór hraunsletta áður en það fer að leka mikið til hliðanna og þá sé ómögulegt að segja í hvaða átt muni leka, komi til þess.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35 Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53 Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35
Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53
Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40