„Þessi manneskja má vera mjög þakklát fyrir að hafa ekki drepið einhvern“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2023 07:00 Rétt eins og grái smábíllinn sem keyrði næstum því á dóttur Berglindar þá fór þessi bíll yfir á rauðu eins og sést á myndinni. Að vísu var ekki komið grænt gönguljós. Vísir/Magnús Jochum Kona í Vesturbænum segir það mikla lukku að ökumaður, sem ók á miklum hraða yfir á rauðu ljósi við gangbraut yfir Hringbraut, hafi ekki keyrt á dóttur hennar. Hún segir Hringbrautina dauðagildru og atvik sem þessi séu alltof algeng. Berglind Jóna Hlynsdóttir, Vesturbæingur, var í gærmorgun á leiðinni með sex ára dóttur sinni yfir Hringbrautina þegar silfurgrár smábíll ók yfir á rauðu ljósi og var næstum búinn að keyra niður dóttur hennar. Hikaði hvergi þegar hann brunaði yfir á rauðu Berglind greindi frá þessari óskemmtilegu upplifun á Facebook-grúppunni Vesturbærinn. Þar lýsti hún atvikinu sem tilraun til manndráps, hún hafi náð fyrstu tveimur stöfunum í bílnúmeri bílsins og hefði tilkynnt atvikið til lögreglu. Atvikið átti sér stað klukkan 8:57 á miðvikudag á gönguljósunum við Grund á Hringbraut. Í færslunni lýsir Berglind því hvernig ökumaðurinn hikaði hvergi og brunaði „á glæfrahraða yfir“ á rauðu ljósi. Gangbrautin séð hinum megin frá. Elliheimilið Grund blasir við.Vísir/Magnús Jochum Þá segir „Önnur hvor okkar væri ekki lifandi hefðum við ekki verið extra varkárar. Gerið betur!“ „Vonandi sér manneskjan þetta, hún getur tilkynnt sjálfa sig og þakkað okkur fyrir að eiga ekki mannslíf á samviskunni. Þið hin sem keyrið svona takið þetta til ykkar líka. Hringbrautin er dauðagildra - það verður að laga hana og gera öruggari fyrir gangandi og hjólandi,“ segir að lokum. Vísir hafði samband við Berglindi til að ræða við hana um þetta leiðinlega atvik. Öruggasta gangbrautin ekki svo örugg Berglind segir fjölskylduna afa varkárar við Hringbrautina enda sé gatan stórhættuleg. Dóttir hennar fái ekki að fara ein þar yfir og þær fari alltaf yfir á sama ljósinu fyrir framan Grund þar sem það sé það öruggasta á Hringbrautinni. „Ég var á leiðinni út í Gróttu með dóttur mína. Við búum hérna rétt hjá þar sem við erum að fara yfir. Við ákváðum að hjóla, höfum gert það í tvo daga. Hún er tiltölulega nýbyrjuð að hjóla án hjálpardekkja og er sex ára,“ sagði Berglind um aðdragandann að atvikinu. Það var kominn grænn kall þegar dóttir Berglindar lagði af stað.Vísir/Magnús Jochum „Við förum alltaf yfir á þessu ljósi af því þetta er öruggasta ljósið nálægt því þar sem við búum. Það er líka hægt að fara yfir hjá Björnsbakaríi en þar eru bílar líka að beygja og það veldur stundum misskilningi þannig það eru oftar slys þar.“ „Við erum að koma frá Grund og erum á leiðinni yfir. Hún ýtir á takkann og við bíðum. Það kemur rautt á bílana og svo byrjar að bípa á okkur að við megum leggja af stað. Og það er bíll strax stopp á ystu akreininni, næst blokkunum hinum megin,“ segir hún. „Hinn bíllinn er að koma frá hinum ljósunum á rosalegum hraða. Ég er ekki með hraðamæli upp á tíu hvað þetta er hratt en hann er að koma á rosalegum hraða.“ „Ég hugsa hann er ekkert að fara að stoppa en hún er komin á undan mér svo ég byrja bara að öskra á hana. Ég öskra og öskra og sem betur fer er hún ekki á miklum hraða svo hún nær að stoppa áður hún kemur að miðjunni.“ Tók meðvitaða ákvörðun um að fara yfir á rauðu Öskur Berglindar höfðu lítil áhrif á ökumanninn sem tók ekki eftir mægðunum og keyrði bara áfram. Þær hafi hins vegar verið í miklu áfalli það sem eftir lifði dags, sérstaklega dóttir Berglindar. „Ökumaðurinn sá okkur aldrei en hann getur ekki annað en hafa séð að hann væri að fara yfir á rauðu ljósi. Þannig hann er að taka mjög meðvitaða ákvörðun um að fara yfir á rauðu ljósi en heldur líklegast að hver sem var verið að stoppa fyrir sér farinn, það grunar mig.“ Berglind segir Hringbrautina dauðagildru.Vísir/Magnús Jochum Þá hafi dóttir Berglindar verið í miklu áfalli, taldi sig hafa gert eitthvað rangt og baðst ítrekað fyrirgefningar. „Það er það sem er svo sorglegt. Maður er að kenna litlum börnum umferðarreglurnar og maður þarf að kenna þeim að maður getur ekki treyst bílunum. Ég þurfti að útskýra fyrir henni að maður getur ekki treyst umferðinni og þarf að horfa á bílana hægja á sér.“ Má vera þakklátur að hafa ekki drepið neinn Berglind segir flesta passa sig og vanda í umferðinni en það sé samt alltof algengt að fólk aki glannalega þarna um. Það sé sérstaklega óheppilegt af því það fer mikið af börnum þarna um til að komast í Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Landakotsskóla. „Þetta er mjög fjölfarið og það er alveg sama í gangi nær Vesturbæjarskóla, þar eru eins flestir sem beina sínu fólki yfir þessi lokuðu gönguljós en ekki þar sem er önnur umferð að fara um,“ segir Berglind. „Þetta er aðallega bara áfall. Við erum rosa heppin, það gerðist ekki neitt og það slasaðist enginn. En við vorum í áfalli í allan dag yfir þessu,“ segir hún um atvikið. „Ég skrifaði þennan póst af því það er fullt af fólki sem keyrir svona sem hefur kannski ekki drepið einhvern en þessi manneskja má vera mjög þakklát fyrir að hafa ekki drepið einhvern í dag. Það munaði ekki miklu og þetta er ekki eina manneskjan sem er að keyra svona.“ Hringbrautin fyrst í stokk í draumaborg Berglind segir umferðina hafa batnað mikið eftir að hraðinn var lækkaður á henni en það þurfi að gera einhverjar frekari langtímabreytingar. Í hennar draumaborg væri Hringbrautin fyrsta gatan til að fara í stokk. „Þetta er þjóðvegur, þessi gata tilheyrir Vegagerðinni en ekki Reykjavíkurborg. Það var lækkaður hraðinn á henni og það hefur ekki skapast meiri umferð heldur en áður.“ „Ef ég byggi í draumaborg þá myndi ég setja þessa götu fyrst í stokk af því hún er í miðju gömlu hverfi sem þolir ekki svona hraðbraut þarna í gegn.“ „Það er hægt að setja betri umgjörð um þessi gatnamót eins og er verið að gera þarna neðar,“ segir hún og á þar við gatnamótin við Hofsvallagötu. „Það er búið að laga sýnileika og nútímavæða þau gatnamót.“ Hún telur að slíkt mætti gera víðar og eins þyrfti helst að byggja göngubrú yfir Hringbrautina svo fólk væri öruggt þegar það færi yfir Hringbrautina. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Berglind Jóna Hlynsdóttir, Vesturbæingur, var í gærmorgun á leiðinni með sex ára dóttur sinni yfir Hringbrautina þegar silfurgrár smábíll ók yfir á rauðu ljósi og var næstum búinn að keyra niður dóttur hennar. Hikaði hvergi þegar hann brunaði yfir á rauðu Berglind greindi frá þessari óskemmtilegu upplifun á Facebook-grúppunni Vesturbærinn. Þar lýsti hún atvikinu sem tilraun til manndráps, hún hafi náð fyrstu tveimur stöfunum í bílnúmeri bílsins og hefði tilkynnt atvikið til lögreglu. Atvikið átti sér stað klukkan 8:57 á miðvikudag á gönguljósunum við Grund á Hringbraut. Í færslunni lýsir Berglind því hvernig ökumaðurinn hikaði hvergi og brunaði „á glæfrahraða yfir“ á rauðu ljósi. Gangbrautin séð hinum megin frá. Elliheimilið Grund blasir við.Vísir/Magnús Jochum Þá segir „Önnur hvor okkar væri ekki lifandi hefðum við ekki verið extra varkárar. Gerið betur!“ „Vonandi sér manneskjan þetta, hún getur tilkynnt sjálfa sig og þakkað okkur fyrir að eiga ekki mannslíf á samviskunni. Þið hin sem keyrið svona takið þetta til ykkar líka. Hringbrautin er dauðagildra - það verður að laga hana og gera öruggari fyrir gangandi og hjólandi,“ segir að lokum. Vísir hafði samband við Berglindi til að ræða við hana um þetta leiðinlega atvik. Öruggasta gangbrautin ekki svo örugg Berglind segir fjölskylduna afa varkárar við Hringbrautina enda sé gatan stórhættuleg. Dóttir hennar fái ekki að fara ein þar yfir og þær fari alltaf yfir á sama ljósinu fyrir framan Grund þar sem það sé það öruggasta á Hringbrautinni. „Ég var á leiðinni út í Gróttu með dóttur mína. Við búum hérna rétt hjá þar sem við erum að fara yfir. Við ákváðum að hjóla, höfum gert það í tvo daga. Hún er tiltölulega nýbyrjuð að hjóla án hjálpardekkja og er sex ára,“ sagði Berglind um aðdragandann að atvikinu. Það var kominn grænn kall þegar dóttir Berglindar lagði af stað.Vísir/Magnús Jochum „Við förum alltaf yfir á þessu ljósi af því þetta er öruggasta ljósið nálægt því þar sem við búum. Það er líka hægt að fara yfir hjá Björnsbakaríi en þar eru bílar líka að beygja og það veldur stundum misskilningi þannig það eru oftar slys þar.“ „Við erum að koma frá Grund og erum á leiðinni yfir. Hún ýtir á takkann og við bíðum. Það kemur rautt á bílana og svo byrjar að bípa á okkur að við megum leggja af stað. Og það er bíll strax stopp á ystu akreininni, næst blokkunum hinum megin,“ segir hún. „Hinn bíllinn er að koma frá hinum ljósunum á rosalegum hraða. Ég er ekki með hraðamæli upp á tíu hvað þetta er hratt en hann er að koma á rosalegum hraða.“ „Ég hugsa hann er ekkert að fara að stoppa en hún er komin á undan mér svo ég byrja bara að öskra á hana. Ég öskra og öskra og sem betur fer er hún ekki á miklum hraða svo hún nær að stoppa áður hún kemur að miðjunni.“ Tók meðvitaða ákvörðun um að fara yfir á rauðu Öskur Berglindar höfðu lítil áhrif á ökumanninn sem tók ekki eftir mægðunum og keyrði bara áfram. Þær hafi hins vegar verið í miklu áfalli það sem eftir lifði dags, sérstaklega dóttir Berglindar. „Ökumaðurinn sá okkur aldrei en hann getur ekki annað en hafa séð að hann væri að fara yfir á rauðu ljósi. Þannig hann er að taka mjög meðvitaða ákvörðun um að fara yfir á rauðu ljósi en heldur líklegast að hver sem var verið að stoppa fyrir sér farinn, það grunar mig.“ Berglind segir Hringbrautina dauðagildru.Vísir/Magnús Jochum Þá hafi dóttir Berglindar verið í miklu áfalli, taldi sig hafa gert eitthvað rangt og baðst ítrekað fyrirgefningar. „Það er það sem er svo sorglegt. Maður er að kenna litlum börnum umferðarreglurnar og maður þarf að kenna þeim að maður getur ekki treyst bílunum. Ég þurfti að útskýra fyrir henni að maður getur ekki treyst umferðinni og þarf að horfa á bílana hægja á sér.“ Má vera þakklátur að hafa ekki drepið neinn Berglind segir flesta passa sig og vanda í umferðinni en það sé samt alltof algengt að fólk aki glannalega þarna um. Það sé sérstaklega óheppilegt af því það fer mikið af börnum þarna um til að komast í Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Landakotsskóla. „Þetta er mjög fjölfarið og það er alveg sama í gangi nær Vesturbæjarskóla, þar eru eins flestir sem beina sínu fólki yfir þessi lokuðu gönguljós en ekki þar sem er önnur umferð að fara um,“ segir Berglind. „Þetta er aðallega bara áfall. Við erum rosa heppin, það gerðist ekki neitt og það slasaðist enginn. En við vorum í áfalli í allan dag yfir þessu,“ segir hún um atvikið. „Ég skrifaði þennan póst af því það er fullt af fólki sem keyrir svona sem hefur kannski ekki drepið einhvern en þessi manneskja má vera mjög þakklát fyrir að hafa ekki drepið einhvern í dag. Það munaði ekki miklu og þetta er ekki eina manneskjan sem er að keyra svona.“ Hringbrautin fyrst í stokk í draumaborg Berglind segir umferðina hafa batnað mikið eftir að hraðinn var lækkaður á henni en það þurfi að gera einhverjar frekari langtímabreytingar. Í hennar draumaborg væri Hringbrautin fyrsta gatan til að fara í stokk. „Þetta er þjóðvegur, þessi gata tilheyrir Vegagerðinni en ekki Reykjavíkurborg. Það var lækkaður hraðinn á henni og það hefur ekki skapast meiri umferð heldur en áður.“ „Ef ég byggi í draumaborg þá myndi ég setja þessa götu fyrst í stokk af því hún er í miðju gömlu hverfi sem þolir ekki svona hraðbraut þarna í gegn.“ „Það er hægt að setja betri umgjörð um þessi gatnamót eins og er verið að gera þarna neðar,“ segir hún og á þar við gatnamótin við Hofsvallagötu. „Það er búið að laga sýnileika og nútímavæða þau gatnamót.“ Hún telur að slíkt mætti gera víðar og eins þyrfti helst að byggja göngubrú yfir Hringbrautina svo fólk væri öruggt þegar það færi yfir Hringbrautina.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira