Landrisið bendi til kraftmikils goss Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. júlí 2023 16:37 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/vilhelm Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir umfang og útbreiðslu landriss á Reykjanesskaga benda til þess að nægilegt kvikumagn sé til staðar til þess að búa til kraftmikið gos. Slíkt gos yrði stærra en gos á Reykjanesskaga árið 2021 og 2022. Ljóst sé að kvika sé búin að ryðja sér til rúms í efri hluta jarðskorpunnar. Þorvaldur segir erfitt að segja til um magn kviku á Reykjanesinu þar sem jörð hefur nötrað í dag. Þá sé enn erfiðara að segja til um hve nákvæmlega stórt gosið verður og hvenær hugsanlega gýs, þó meiri líkur séu á því en minni. „En ef við tökum dæmi í þessu tilfelli, þá erum við að tala um að það hefur orðið landris á tiltölulega stóru svæði á Reykjanesi, á breiðu og útdreifðu svæði með miðju í Fagradalsfjalli og eftir því sem svæðið sem verður fyrir áhrifum af landrisi stækkar því meira verður rúmmálið á þeim vökva sem er að koma inn og valda landrisinu.“ Sé miðað við það sé hugsanlega nægt kvikumagn undir jörð til þess að búa til tiltölulega stórt hraungos. „Þá stærra en þau sem komu upp 2021 og 2022. En hversu stórt það verður er erfiðara að segja til um.“ Aðrar sviðsmyndir mögulegar en 2021 og 2022 Þorvaldur segir að sama skapi erfitt að segja til um hvar gos muni koma upp. Miðað við hvar jarðskjálftar finnist á Reykjanesi, í beinni línu af gígaröðinni sem myndaðist 2022, muni líklega gjósa þar í grenndinni „Jörð gæti þess vegna opnast rétt norðan við Fagradalsklasann og þá svona inn af Þráinsskildi, sem væri aðeins öðruvísi sviðsmynd en við sáum í 2021 og 2022 gosinu. Því ef gossprungan opnast svona norðarlega hefur hún flæðiaðgang í norðurátt, niður í áttina Keflavíkurveginum.“ Að þínu fræðilega mati, hversu líklegt telurðu að eldgos geti orðið? „Mér finnst líkurnar alltaf vera að aukast, eftir því sem að hrynan heldur áfram. Þannig ég tel það séu verulegar líkur á eldgosi í þessu tilfelli, sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess að skjálftarnir hafa eitthvað verið að grynnka. En það er erfiðara að segja til um hvort það sé eftir einhverja daga eða einhverjar klukkustundir.“ Ekki bendi neitt til þess enn sem komið er að kvikan sé komin það grunnt að það styttist í gos. Einhver tími sé í það. „En ef þetta heldur sem horfir þá held ég að þetta endi í eldgosi,“ segir Þorvaldur sem bætir því við að sérfræðingar læri eitthvað nýtt af hverju gosi. „Svo bara vonum við að þetta verði bara lítið og pent gos, sem leyfir okkur að fylgjast vel með.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Sjá meira
Þorvaldur segir erfitt að segja til um magn kviku á Reykjanesinu þar sem jörð hefur nötrað í dag. Þá sé enn erfiðara að segja til um hve nákvæmlega stórt gosið verður og hvenær hugsanlega gýs, þó meiri líkur séu á því en minni. „En ef við tökum dæmi í þessu tilfelli, þá erum við að tala um að það hefur orðið landris á tiltölulega stóru svæði á Reykjanesi, á breiðu og útdreifðu svæði með miðju í Fagradalsfjalli og eftir því sem svæðið sem verður fyrir áhrifum af landrisi stækkar því meira verður rúmmálið á þeim vökva sem er að koma inn og valda landrisinu.“ Sé miðað við það sé hugsanlega nægt kvikumagn undir jörð til þess að búa til tiltölulega stórt hraungos. „Þá stærra en þau sem komu upp 2021 og 2022. En hversu stórt það verður er erfiðara að segja til um.“ Aðrar sviðsmyndir mögulegar en 2021 og 2022 Þorvaldur segir að sama skapi erfitt að segja til um hvar gos muni koma upp. Miðað við hvar jarðskjálftar finnist á Reykjanesi, í beinni línu af gígaröðinni sem myndaðist 2022, muni líklega gjósa þar í grenndinni „Jörð gæti þess vegna opnast rétt norðan við Fagradalsklasann og þá svona inn af Þráinsskildi, sem væri aðeins öðruvísi sviðsmynd en við sáum í 2021 og 2022 gosinu. Því ef gossprungan opnast svona norðarlega hefur hún flæðiaðgang í norðurátt, niður í áttina Keflavíkurveginum.“ Að þínu fræðilega mati, hversu líklegt telurðu að eldgos geti orðið? „Mér finnst líkurnar alltaf vera að aukast, eftir því sem að hrynan heldur áfram. Þannig ég tel það séu verulegar líkur á eldgosi í þessu tilfelli, sérstaklega þegar maður tekur tillit til þess að skjálftarnir hafa eitthvað verið að grynnka. En það er erfiðara að segja til um hvort það sé eftir einhverja daga eða einhverjar klukkustundir.“ Ekki bendi neitt til þess enn sem komið er að kvikan sé komin það grunnt að það styttist í gos. Einhver tími sé í það. „En ef þetta heldur sem horfir þá held ég að þetta endi í eldgosi,“ segir Þorvaldur sem bætir því við að sérfræðingar læri eitthvað nýtt af hverju gosi. „Svo bara vonum við að þetta verði bara lítið og pent gos, sem leyfir okkur að fylgjast vel með.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Sjá meira