Vill gera hið ómögulega þar til hann er áttræður Máni Snær Þorláksson skrifar 5. júlí 2023 15:09 Tom Cruise á frumsýningu sjöundu Mission: Impossible kvikmyndarinnar. Þær verða heldur betur fleiri ef hann fær einhverju um það ráðið. EPA/BIANCA DE MARCHI Tom Cruise fagnaði á dögunum 61 árs afmæli. Aldurinn er þó engin ástæða til að hætta að gera kvikmyndir að hans mati og vonast hann til að geta haldið því áfram þar til hann verður áttatíu ára gamall. Mission: Impossible - Dead Reckoning Part One verður frumsýnd um helgina en um er að ræða sjöundu myndina þar sem Tom Cruise tekst á við hið ómögulega í hlutverki Ethan Hunt. Í viðtali við Sydney Morning Herald sagði Cruise að hann vilji alls ekki leggja hlutverkið á hilluna. Þvert á móti vill hann halda áfram í að minnsta kosti tvo áratugi í viðbót. Cruise virðist fá innblástur frá Harrison Ford, en hann var áttatíu ára að leika í fimmtu Indiana Jones kvikmyndinni sem frumsýnd var á dögunum. „Harrison Ford er goðsögn,“ segir Cruise sem bendir á að hann eigi tuttugu ár eftir ef hann miðar við Ford. „Ég vona að ég geti haldið áfram að gera Mission: Impossible myndir þar til ég er á hans aldri.“ „Oppenheimer fyrst, svo Barbie“ Í viðtalinu ræðir Cruise einnig um ást sína á kvikmyndahúsum. „Ég ólst upp við að sjá kvikmyndir á stóra skjánum,“ segir hann og bætir því við að kvikmyndirnar hans séu gerðar með það í huga að fólk fari í bíó að sjá þær. Sjálfur fer Cruise ennþá í bíó og ætlar hann einmitt á tvær myndir í bíó á næstu dögum. Það eru kvikmyndirnar Barbie í leikstjórn Greta Gerwig og Oppenheimer í leikstjórn Christopher Nolan en myndirnar eru frumsýndar sama daginn. This summer is full of amazing movies to see in theaters. Congratulations, Harrison Ford, on 40 years of Indy and one of the most iconic characters in history. I love a double feature, and it doesn't get more explosive (or more pink) than one with Oppenheimer and Barbie. pic.twitter.com/udWHHj4fAe— Tom Cruise (@TomCruise) June 28, 2023 „Ég vil sjá bæði Barbie og Oppenheimer. Ég ætla á þær báðar fyrstu helgina. Á föstudaginn ætla ég að sjá Oppenheimer fyrst, svo Barbie á laugardeginum.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Mission: Impossible - Dead Reckoning Part One verður frumsýnd um helgina en um er að ræða sjöundu myndina þar sem Tom Cruise tekst á við hið ómögulega í hlutverki Ethan Hunt. Í viðtali við Sydney Morning Herald sagði Cruise að hann vilji alls ekki leggja hlutverkið á hilluna. Þvert á móti vill hann halda áfram í að minnsta kosti tvo áratugi í viðbót. Cruise virðist fá innblástur frá Harrison Ford, en hann var áttatíu ára að leika í fimmtu Indiana Jones kvikmyndinni sem frumsýnd var á dögunum. „Harrison Ford er goðsögn,“ segir Cruise sem bendir á að hann eigi tuttugu ár eftir ef hann miðar við Ford. „Ég vona að ég geti haldið áfram að gera Mission: Impossible myndir þar til ég er á hans aldri.“ „Oppenheimer fyrst, svo Barbie“ Í viðtalinu ræðir Cruise einnig um ást sína á kvikmyndahúsum. „Ég ólst upp við að sjá kvikmyndir á stóra skjánum,“ segir hann og bætir því við að kvikmyndirnar hans séu gerðar með það í huga að fólk fari í bíó að sjá þær. Sjálfur fer Cruise ennþá í bíó og ætlar hann einmitt á tvær myndir í bíó á næstu dögum. Það eru kvikmyndirnar Barbie í leikstjórn Greta Gerwig og Oppenheimer í leikstjórn Christopher Nolan en myndirnar eru frumsýndar sama daginn. This summer is full of amazing movies to see in theaters. Congratulations, Harrison Ford, on 40 years of Indy and one of the most iconic characters in history. I love a double feature, and it doesn't get more explosive (or more pink) than one with Oppenheimer and Barbie. pic.twitter.com/udWHHj4fAe— Tom Cruise (@TomCruise) June 28, 2023 „Ég vil sjá bæði Barbie og Oppenheimer. Ég ætla á þær báðar fyrstu helgina. Á föstudaginn ætla ég að sjá Oppenheimer fyrst, svo Barbie á laugardeginum.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein