Biden sagður undir þrýstingi að gera breytingar á Hæstarétti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 08:37 Efnt var til mótmæla í kjölfar ákvarðana Hæstaréttar í síðustu viku. AP/AIDS Healthcare Foundation/Jordan Strauss Joe Biden Bandaríkjaforseti er nú sagður sæta auknum þrýstingi innan Demókrataflokksins um að ráðast í breytingar á Hæstarétti. Forsetinn hefur hingað til neitað að taka það til skoðunar. Dómstóllinn hefur sætt harðri gagnrýni Demókrata eftir röð afar umdeildra ákvarðanna en hann hefur á síðustu viku tekið fyrir jákvæða mismunun í háskólum landsins, gert út um áætlanir Biden um niðurfellingu námslánaskulda og opnað á mismunun fyrirtækja á grundvelli kynhneigðar. Þá er ónefnd ákvörðun réttarins að fella úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem hefur haft gríðarleg áhrif á aðgengi kvenna að þungunarrofi um öll Bandaríkin. Biden hefur verið afar gagnrýninn og harðorður vegna ofangreindra dóma en ekki viljað ganga svo langt að koma til móts við áköll margra flokkssystkina sinna, sem hafa meðal annars lagt til að dómurunum verði fjölgað, að skipunartími þeirra verði takmarkaður og þeir neyddir á eftirlaun við ákveðinn aldur. Eftir að dómstólinn ákvað að koma í veg fyrir niðurfellingu námslánaskuldanna lögðu tveir þingmenn Demókrataflokksins fram frumvarp sem miðar að því að takmarka skipunartíma Hæstaréttardómara við átján ár. Þeir segja íhaldssamir dómarar dómstólsins hafa grafið undan lögmæti hans með nýlegum ákvörðunum og þá hafi fregnir af óhóflegum gjöfum sem þeir hafa þáð ekki bætt úr málum. Congressional Progressive Caucus, hópur fleiri en 100 þingmanna, hefur kallað eftir því að dómurum verði fjölgað. Hugmyndirnar eru sagðar njóta stuðnings að minnast kosti nokkurra öldungadeildarþingmanna. Þær njóta einnig stuðnings svartra leiðtoga á borð við Al Sharpton og Martin Luther King III. Íhaldsmenn eru hins vegar sagðir horfa þannig á málin að dómstóllinn sé aðeins rétt að hefja leiðréttingu á vinstri slagsíðu sem hafi verið viðvarandi í marga áratugi. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Dómstóllinn hefur sætt harðri gagnrýni Demókrata eftir röð afar umdeildra ákvarðanna en hann hefur á síðustu viku tekið fyrir jákvæða mismunun í háskólum landsins, gert út um áætlanir Biden um niðurfellingu námslánaskulda og opnað á mismunun fyrirtækja á grundvelli kynhneigðar. Þá er ónefnd ákvörðun réttarins að fella úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem hefur haft gríðarleg áhrif á aðgengi kvenna að þungunarrofi um öll Bandaríkin. Biden hefur verið afar gagnrýninn og harðorður vegna ofangreindra dóma en ekki viljað ganga svo langt að koma til móts við áköll margra flokkssystkina sinna, sem hafa meðal annars lagt til að dómurunum verði fjölgað, að skipunartími þeirra verði takmarkaður og þeir neyddir á eftirlaun við ákveðinn aldur. Eftir að dómstólinn ákvað að koma í veg fyrir niðurfellingu námslánaskuldanna lögðu tveir þingmenn Demókrataflokksins fram frumvarp sem miðar að því að takmarka skipunartíma Hæstaréttardómara við átján ár. Þeir segja íhaldssamir dómarar dómstólsins hafa grafið undan lögmæti hans með nýlegum ákvörðunum og þá hafi fregnir af óhóflegum gjöfum sem þeir hafa þáð ekki bætt úr málum. Congressional Progressive Caucus, hópur fleiri en 100 þingmanna, hefur kallað eftir því að dómurum verði fjölgað. Hugmyndirnar eru sagðar njóta stuðnings að minnast kosti nokkurra öldungadeildarþingmanna. Þær njóta einnig stuðnings svartra leiðtoga á borð við Al Sharpton og Martin Luther King III. Íhaldsmenn eru hins vegar sagðir horfa þannig á málin að dómstóllinn sé aðeins rétt að hefja leiðréttingu á vinstri slagsíðu sem hafi verið viðvarandi í marga áratugi.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira