Láttu gott af þér leiða og fáðu skattaafslátt í staðinn Thelma Lind Jóhannsdóttir skrifar 4. júlí 2023 14:30 Þann 1. júní voru inneignir frá skattinum greiddar út. Í tilefni þess er ágætt að minna fólk á að í lok árs 2021 var ný löggjöf samþykkt sem felur í sér að einstaklingar geta fengið skattaafslátt/lækkun á tekjuskattsstofni fyrir allt að 350.000 krónur á ári, vegna framlaga til almannaheillafélaga. Almannaheillafélög eru óhagnaðardrifin félög sem starfa til dæmis við mannúðar- og líknarstarfsemi og æskulýðs- og menningarstarfsemi. Þessi nýju lög þýða að fólk sem greiðir framlög til almannaheillafélaga fá endurgreiðslu á skatti ef framlög eru hærri en 10.000 kr. á ári. Afslátturinn er reiknaður út sjálfkrafa á sama tíma og skattframtali er skilað. Mörg þessara félaga sjá alfarið um að ganga frá skattaafslættinum fyrir styrktaraðila sína. Förum aðeins nánar í útreikningana. Hafi einstaklingur greitt 5.000 krónur á mánuði til almannaheillafélags á borð við UN Women á Íslandi, fær sá einstaklingur sjálfkrafa 1.898 kr.* afslátt og greiðir því eingöngu 3.102 krónur úr eigin vasa. Heildarupphæðin rennur þó öll til félagsins. Einstaklingar sem greiða á annað borð framlög til almannaheillafélaga hafa því færi á að hækka mánaðarlegt framlag sitt úr 5.000 krónum upp í tæplega 8.000 krónur á mánuði en greiða áfram aðeins 5.000 krónur úr eigin vasa. Önnur dæmi: Einstaklingur sem greiðir 3.000 kr. á mánuði fær 1.139 kr. sjálfkrafa í afslátt. Það gerir um 13.670 kr. endurgreiðslu yfir árið. Einstaklingur sem veitir 50.000 kr. styrk til almannaheillafélags fær 18.975 kr. skattaafslátt og endurgreiðslu. Löggjöfin var samþykkt með það að leiðarljósi að hvetja einstaklinga til að styðja enn frekar við almannaheillafélög og láta þannig gott af sér leiða. Félagasamtök veita oft og tíðum þjónustu sem hið opinbera tekur ekki þátt í. Því er starfsemi almannaheillafélaga gríðarlega mikilvæg ekki aðeins okkar samfélagi, heldur samfélögum um allan heim. Við hvetjum öll sem styðja við störf almannaheillafélaga til þess að hafa þessa nýju löggjöf í huga. En vert er að taka fram að lögin ná einnig til fyrirtækja. Þannig geta fyrirtæki einnig fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1.5% af tekjuskattsstofni. Baráttan fyrir jafnrétti hefur mætt mikilli mótstöðu undanfarin ár. Við höfum horft upp á hvernig konur og hinsegin fólk um allan heim hafa misst grundvallarmannréttindi sín á einu augnabliki. Það er erfitt að horfa upp á slíkt óréttlæti eiga sér stað og upplifa hjálparleysi andspænis því. Það hefur því sjaldan verið jafn mikilvægt og einmitt nú að styðja við réttindabaráttu þessara hópa. *Tekjuskattshlutfall er breytilegt og er skattaafsláttur einstaklinga frá 31.45% - 46.25%. Meðalskattaafsláttur er 37.95%. Miðað er við 37.95% afslátt í útreikningum. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Þann 1. júní voru inneignir frá skattinum greiddar út. Í tilefni þess er ágætt að minna fólk á að í lok árs 2021 var ný löggjöf samþykkt sem felur í sér að einstaklingar geta fengið skattaafslátt/lækkun á tekjuskattsstofni fyrir allt að 350.000 krónur á ári, vegna framlaga til almannaheillafélaga. Almannaheillafélög eru óhagnaðardrifin félög sem starfa til dæmis við mannúðar- og líknarstarfsemi og æskulýðs- og menningarstarfsemi. Þessi nýju lög þýða að fólk sem greiðir framlög til almannaheillafélaga fá endurgreiðslu á skatti ef framlög eru hærri en 10.000 kr. á ári. Afslátturinn er reiknaður út sjálfkrafa á sama tíma og skattframtali er skilað. Mörg þessara félaga sjá alfarið um að ganga frá skattaafslættinum fyrir styrktaraðila sína. Förum aðeins nánar í útreikningana. Hafi einstaklingur greitt 5.000 krónur á mánuði til almannaheillafélags á borð við UN Women á Íslandi, fær sá einstaklingur sjálfkrafa 1.898 kr.* afslátt og greiðir því eingöngu 3.102 krónur úr eigin vasa. Heildarupphæðin rennur þó öll til félagsins. Einstaklingar sem greiða á annað borð framlög til almannaheillafélaga hafa því færi á að hækka mánaðarlegt framlag sitt úr 5.000 krónum upp í tæplega 8.000 krónur á mánuði en greiða áfram aðeins 5.000 krónur úr eigin vasa. Önnur dæmi: Einstaklingur sem greiðir 3.000 kr. á mánuði fær 1.139 kr. sjálfkrafa í afslátt. Það gerir um 13.670 kr. endurgreiðslu yfir árið. Einstaklingur sem veitir 50.000 kr. styrk til almannaheillafélags fær 18.975 kr. skattaafslátt og endurgreiðslu. Löggjöfin var samþykkt með það að leiðarljósi að hvetja einstaklinga til að styðja enn frekar við almannaheillafélög og láta þannig gott af sér leiða. Félagasamtök veita oft og tíðum þjónustu sem hið opinbera tekur ekki þátt í. Því er starfsemi almannaheillafélaga gríðarlega mikilvæg ekki aðeins okkar samfélagi, heldur samfélögum um allan heim. Við hvetjum öll sem styðja við störf almannaheillafélaga til þess að hafa þessa nýju löggjöf í huga. En vert er að taka fram að lögin ná einnig til fyrirtækja. Þannig geta fyrirtæki einnig fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1.5% af tekjuskattsstofni. Baráttan fyrir jafnrétti hefur mætt mikilli mótstöðu undanfarin ár. Við höfum horft upp á hvernig konur og hinsegin fólk um allan heim hafa misst grundvallarmannréttindi sín á einu augnabliki. Það er erfitt að horfa upp á slíkt óréttlæti eiga sér stað og upplifa hjálparleysi andspænis því. Það hefur því sjaldan verið jafn mikilvægt og einmitt nú að styðja við réttindabaráttu þessara hópa. *Tekjuskattshlutfall er breytilegt og er skattaafsláttur einstaklinga frá 31.45% - 46.25%. Meðalskattaafsláttur er 37.95%. Miðað er við 37.95% afslátt í útreikningum. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun