Stoltenberg stýrir NATO áfram Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 10:11 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagins. AP/Olivier Matthys Jens Stoltenberg stýrir Atlantshafsbandalaginu (NATO) áfram næsta árið. Þetta er i þriðja skiptið sem framkvæmdastjóratíð Stoltenberg er framlengd hjá sambandinu en hann hefur gegnt embættinu í níu ár. Upphaflega átti Stoltenberg að láta af embætti í september en ákveðið var að bíða með breytingar í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Endurnýjunin nú þýðir að hann gegnir starfinu áfram til 1. október 2024. Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, sagðist upp með sér yfir ákvörðun aðildarríkjanna um að framlengja samning hans sem framkvæmdastjóra í tísti í dag. „Tengsl Evrópu og Norður-Ameríku yfir Atlantshafið hafa tryggt frelsi okkar og öryggi í nærri því 75 ár og í hættulegri heimi er bandalag okkar mikilvægara en nokkru sinni fyrr,“ tísti Stoltenberg. Honoured by #NATO Allies' decision to extend my term as Secretary General until 1 October 2024. The transatlantic bond between Europe & North America has ensured our freedom & security for nearly 75 years, and in a more dangerous world, our Alliance is more important than ever.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) July 4, 2023 AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að tilnefna eftirmann Stoltenberg á leiðtogafundi NATO í Litháen í næstu viku. Aðildarríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að koma sér saman um hver það ætti að vera. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, voru nefnd sem mögulegir arftakar Stoltenberg. Stoltenberg tók við framvæmdastjórastólnum árið 2014. Hann er næstþaulsetnasti framkvæmdastjóri NATO á eftir Joseph Luns, fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands, sem gegndi starfinu í tæp þrettán ár frá 1971. Fréttin hefur verið uppfærð. NATO Noregur Tengdar fréttir Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. 28. júní 2023 11:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Upphaflega átti Stoltenberg að láta af embætti í september en ákveðið var að bíða með breytingar í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Endurnýjunin nú þýðir að hann gegnir starfinu áfram til 1. október 2024. Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, sagðist upp með sér yfir ákvörðun aðildarríkjanna um að framlengja samning hans sem framkvæmdastjóra í tísti í dag. „Tengsl Evrópu og Norður-Ameríku yfir Atlantshafið hafa tryggt frelsi okkar og öryggi í nærri því 75 ár og í hættulegri heimi er bandalag okkar mikilvægara en nokkru sinni fyrr,“ tísti Stoltenberg. Honoured by #NATO Allies' decision to extend my term as Secretary General until 1 October 2024. The transatlantic bond between Europe & North America has ensured our freedom & security for nearly 75 years, and in a more dangerous world, our Alliance is more important than ever.— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) July 4, 2023 AP-fréttastofan segir að til hafi staðið að tilnefna eftirmann Stoltenberg á leiðtogafundi NATO í Litháen í næstu viku. Aðildarríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að koma sér saman um hver það ætti að vera. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, voru nefnd sem mögulegir arftakar Stoltenberg. Stoltenberg tók við framvæmdastjórastólnum árið 2014. Hann er næstþaulsetnasti framkvæmdastjóri NATO á eftir Joseph Luns, fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands, sem gegndi starfinu í tæp þrettán ár frá 1971. Fréttin hefur verið uppfærð.
NATO Noregur Tengdar fréttir Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. 28. júní 2023 11:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. 28. júní 2023 11:14