Besti körfuboltamaður Svía biður sænsku þjóðina afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 08:31 Jonas Jerebko í leik með Khimki frá Moskvu í Euroleague árið 2020. Getty/Noelia Deniz Jonas Jerebko samdi við rússneskt körfuboltafélag í miðju Úkraínustríði og fékk vægast sagt slæm viðbrögð í heimalandi sínu. Hann sér nú eftir öllu saman. Jerebko samdi við CSKA Moskvu í mars 2022 en var útskúfaður í Svíþjóð og meðal annars hent út úr sænska landsliðinu þrátt fyrir að vera besti leikmaður liðsins. Það hefur ekkert heyrst í Jerebko í heilt ár og hann hefur ekki fundið sér nýtt lið. Hann ákvað hins vegar að veita sitt fyrsta viðtal og segja sína hlið á málinu. Jonas Jerebko ber om ursäkt efter Rysslandsflytten: Det blev fel https://t.co/KRi1DMFZTm— SportExpressen (@SportExpressen) July 3, 2023 „Ég vil segja eitt: Fyrirgefið mér. Ég tók ranga ákvörðun en ég get ekki kennt neinum öðrum um það nema mér sjálfum,“ sagði Jonas Jerebko við TT Nyhetsbyrån í Svíþjóð. „Ég þarf að biðja sænsku þjóðina afsökunar. Ég tók kolranga ákvörðun en ég var bara að hugsa um körfuboltahliðina og ekkert annað. Það kom illa út. Ég hef mátt þola afleiðingar af því og vil núna koma fram og tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég er í raun stressaður að tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég hafði efasemdir í byrjun. Ég hafi aftur á móti ekki spilað körfubolta í eitt og hálft ár. Ég vildi bara fá að spila körfubolta. Núna sé ég hvað þetta var rangt hjá mér. Ég hefði aldrei gert þetta aftur og sé eftir því,“ sagði Jerebko. „Ég vildi koma mér í spilaform og var ekkert að hugsa um pólitísku hliðina. Ég vildi komast aftur í NBA-deildina og þetta var eini möguleikinn minn til að ná því. Ef ég fengi að taka þessa ákvörðun aftur þá hefði ég ekki samið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Jerebko. Jonas Jerebko er 36 ára gamall og besti körfuboltamaður Svía fyrr og síðar. Hann hefur leikið yfir sex hundruð leiki í NBA og með liðum eins og Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Golden State Warriors. Hann skoraði 6,2 stig og tók 4,0 fráköst á 17,8 mínútum leik á NBA ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Svíþjóð Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Jerebko samdi við CSKA Moskvu í mars 2022 en var útskúfaður í Svíþjóð og meðal annars hent út úr sænska landsliðinu þrátt fyrir að vera besti leikmaður liðsins. Það hefur ekkert heyrst í Jerebko í heilt ár og hann hefur ekki fundið sér nýtt lið. Hann ákvað hins vegar að veita sitt fyrsta viðtal og segja sína hlið á málinu. Jonas Jerebko ber om ursäkt efter Rysslandsflytten: Det blev fel https://t.co/KRi1DMFZTm— SportExpressen (@SportExpressen) July 3, 2023 „Ég vil segja eitt: Fyrirgefið mér. Ég tók ranga ákvörðun en ég get ekki kennt neinum öðrum um það nema mér sjálfum,“ sagði Jonas Jerebko við TT Nyhetsbyrån í Svíþjóð. „Ég þarf að biðja sænsku þjóðina afsökunar. Ég tók kolranga ákvörðun en ég var bara að hugsa um körfuboltahliðina og ekkert annað. Það kom illa út. Ég hef mátt þola afleiðingar af því og vil núna koma fram og tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég er í raun stressaður að tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég hafði efasemdir í byrjun. Ég hafi aftur á móti ekki spilað körfubolta í eitt og hálft ár. Ég vildi bara fá að spila körfubolta. Núna sé ég hvað þetta var rangt hjá mér. Ég hefði aldrei gert þetta aftur og sé eftir því,“ sagði Jerebko. „Ég vildi koma mér í spilaform og var ekkert að hugsa um pólitísku hliðina. Ég vildi komast aftur í NBA-deildina og þetta var eini möguleikinn minn til að ná því. Ef ég fengi að taka þessa ákvörðun aftur þá hefði ég ekki samið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Jerebko. Jonas Jerebko er 36 ára gamall og besti körfuboltamaður Svía fyrr og síðar. Hann hefur leikið yfir sex hundruð leiki í NBA og með liðum eins og Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Golden State Warriors. Hann skoraði 6,2 stig og tók 4,0 fráköst á 17,8 mínútum leik á NBA ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Svíþjóð Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira