Fólk á suðvesturhorninu má búa sig undir reglulega jarðskjálfta Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2023 18:03 Þorvaldur segir landrisið geta bent til þess að Reykjanesskaginn sé eitt eldstöðvakerfi en ekki nokkur eins og áður hefur verið talið. Vísir/Arnar Halldórsson Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið í Reykjanesskaga gæti breytt sýn fólks á eldstöðvakerfin. Sífellt styttist í næsta gos og íbúar megi búa sig undir að búa við jarðskjálfta. Þorvaldur var í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er það landris sem sést hefur á Reykjanesskaganum síðan í apríl, upp á 2,5 sentimetra. Að sögn Þorvaldar verður landris þegar eitthvað efni, til dæmis kvika, tekur sér pláss undir yfirborðinu og ýtir jarðlögunum fyrir ofan sig upp. Hann segir athyglisvert að landris skuli mælast á öllum Reykjanesskaganum. „Þetta þýðir að við þurfum að horfa aðeins öðruvísi á þessa virkni sem er í gangi á Reykjanesskaganum en við höfum gert hingað til,“ segir Þorvaldur. „Þetta séu kannski ekki einstök eldstöðvakerfi eins og lagt hefur verið til heldur eitt eldstöðvakerfi. Það sé verið að fylla á tankinn í þessu eldstöðvakerfi sem nær yfir endilangan Reykjanesskagann.“ Þessa sé ein hugsanleg sviðsmynd og mikilvægt sé að læra um þetta. Á suðvesturhorninu búi flestir landsmenn og þar eru mikilvægir innviðir staðsettir. „Eldvirkni á Reykjanesskaganum getur haft mjög víðtæk á okkar samfélag. Þannig að það er mjög brýnt að við fylgjumst með og lærum um þessa eldvirkni sem er þarna,“ segir Þorvaldur. Getur hrunið úr fjöllum Aðspurður um jarðskjálfta segir Þorvaldur að Reykjanesskaginn sé kominn inn í eldgosatímabil eftir tæplega 800 ára hlé. Þetta þýðir að Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesskaganum og stór höfuðborgarsvæðinu megi búa sig undir að upp komi öflugar jarðskjálftahrinur eins og undanfarin ár. Núna hafi hún verið mest á svæðinu frá Bláfjöllum að Reykjanesi, það er hælnum á Reykjanesskaganum. Hrun getur orðið í fjöllum á þessu svæði og fólk verði að hafa það í huga þegar það gengur á fjöll. Eldgos og jarðhræringar Vísindi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Þorvaldur var í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er það landris sem sést hefur á Reykjanesskaganum síðan í apríl, upp á 2,5 sentimetra. Að sögn Þorvaldar verður landris þegar eitthvað efni, til dæmis kvika, tekur sér pláss undir yfirborðinu og ýtir jarðlögunum fyrir ofan sig upp. Hann segir athyglisvert að landris skuli mælast á öllum Reykjanesskaganum. „Þetta þýðir að við þurfum að horfa aðeins öðruvísi á þessa virkni sem er í gangi á Reykjanesskaganum en við höfum gert hingað til,“ segir Þorvaldur. „Þetta séu kannski ekki einstök eldstöðvakerfi eins og lagt hefur verið til heldur eitt eldstöðvakerfi. Það sé verið að fylla á tankinn í þessu eldstöðvakerfi sem nær yfir endilangan Reykjanesskagann.“ Þessa sé ein hugsanleg sviðsmynd og mikilvægt sé að læra um þetta. Á suðvesturhorninu búi flestir landsmenn og þar eru mikilvægir innviðir staðsettir. „Eldvirkni á Reykjanesskaganum getur haft mjög víðtæk á okkar samfélag. Þannig að það er mjög brýnt að við fylgjumst með og lærum um þessa eldvirkni sem er þarna,“ segir Þorvaldur. Getur hrunið úr fjöllum Aðspurður um jarðskjálfta segir Þorvaldur að Reykjanesskaginn sé kominn inn í eldgosatímabil eftir tæplega 800 ára hlé. Þetta þýðir að Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesskaganum og stór höfuðborgarsvæðinu megi búa sig undir að upp komi öflugar jarðskjálftahrinur eins og undanfarin ár. Núna hafi hún verið mest á svæðinu frá Bláfjöllum að Reykjanesi, það er hælnum á Reykjanesskaganum. Hrun getur orðið í fjöllum á þessu svæði og fólk verði að hafa það í huga þegar það gengur á fjöll.
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira