Fólk á suðvesturhorninu má búa sig undir reglulega jarðskjálfta Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2023 18:03 Þorvaldur segir landrisið geta bent til þess að Reykjanesskaginn sé eitt eldstöðvakerfi en ekki nokkur eins og áður hefur verið talið. Vísir/Arnar Halldórsson Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið í Reykjanesskaga gæti breytt sýn fólks á eldstöðvakerfin. Sífellt styttist í næsta gos og íbúar megi búa sig undir að búa við jarðskjálfta. Þorvaldur var í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er það landris sem sést hefur á Reykjanesskaganum síðan í apríl, upp á 2,5 sentimetra. Að sögn Þorvaldar verður landris þegar eitthvað efni, til dæmis kvika, tekur sér pláss undir yfirborðinu og ýtir jarðlögunum fyrir ofan sig upp. Hann segir athyglisvert að landris skuli mælast á öllum Reykjanesskaganum. „Þetta þýðir að við þurfum að horfa aðeins öðruvísi á þessa virkni sem er í gangi á Reykjanesskaganum en við höfum gert hingað til,“ segir Þorvaldur. „Þetta séu kannski ekki einstök eldstöðvakerfi eins og lagt hefur verið til heldur eitt eldstöðvakerfi. Það sé verið að fylla á tankinn í þessu eldstöðvakerfi sem nær yfir endilangan Reykjanesskagann.“ Þessa sé ein hugsanleg sviðsmynd og mikilvægt sé að læra um þetta. Á suðvesturhorninu búi flestir landsmenn og þar eru mikilvægir innviðir staðsettir. „Eldvirkni á Reykjanesskaganum getur haft mjög víðtæk á okkar samfélag. Þannig að það er mjög brýnt að við fylgjumst með og lærum um þessa eldvirkni sem er þarna,“ segir Þorvaldur. Getur hrunið úr fjöllum Aðspurður um jarðskjálfta segir Þorvaldur að Reykjanesskaginn sé kominn inn í eldgosatímabil eftir tæplega 800 ára hlé. Þetta þýðir að Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesskaganum og stór höfuðborgarsvæðinu megi búa sig undir að upp komi öflugar jarðskjálftahrinur eins og undanfarin ár. Núna hafi hún verið mest á svæðinu frá Bláfjöllum að Reykjanesi, það er hælnum á Reykjanesskaganum. Hrun getur orðið í fjöllum á þessu svæði og fólk verði að hafa það í huga þegar það gengur á fjöll. Eldgos og jarðhræringar Vísindi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Þorvaldur var í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er það landris sem sést hefur á Reykjanesskaganum síðan í apríl, upp á 2,5 sentimetra. Að sögn Þorvaldar verður landris þegar eitthvað efni, til dæmis kvika, tekur sér pláss undir yfirborðinu og ýtir jarðlögunum fyrir ofan sig upp. Hann segir athyglisvert að landris skuli mælast á öllum Reykjanesskaganum. „Þetta þýðir að við þurfum að horfa aðeins öðruvísi á þessa virkni sem er í gangi á Reykjanesskaganum en við höfum gert hingað til,“ segir Þorvaldur. „Þetta séu kannski ekki einstök eldstöðvakerfi eins og lagt hefur verið til heldur eitt eldstöðvakerfi. Það sé verið að fylla á tankinn í þessu eldstöðvakerfi sem nær yfir endilangan Reykjanesskagann.“ Þessa sé ein hugsanleg sviðsmynd og mikilvægt sé að læra um þetta. Á suðvesturhorninu búi flestir landsmenn og þar eru mikilvægir innviðir staðsettir. „Eldvirkni á Reykjanesskaganum getur haft mjög víðtæk á okkar samfélag. Þannig að það er mjög brýnt að við fylgjumst með og lærum um þessa eldvirkni sem er þarna,“ segir Þorvaldur. Getur hrunið úr fjöllum Aðspurður um jarðskjálfta segir Þorvaldur að Reykjanesskaginn sé kominn inn í eldgosatímabil eftir tæplega 800 ára hlé. Þetta þýðir að Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesskaganum og stór höfuðborgarsvæðinu megi búa sig undir að upp komi öflugar jarðskjálftahrinur eins og undanfarin ár. Núna hafi hún verið mest á svæðinu frá Bláfjöllum að Reykjanesi, það er hælnum á Reykjanesskaganum. Hrun getur orðið í fjöllum á þessu svæði og fólk verði að hafa það í huga þegar það gengur á fjöll.
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira