Hvalveiðar við Íslandsstrendur Sigurður Þórðarson skrifar 3. júlí 2023 14:53 Eitt lítið dæmi, eða kannski ekki, um afleiðingu ákvörðunar matvælaráðherra um frestun hvalveiða. Er nú svo komið, að ríkjandi stjórnvöld geti ekki unað því, að enn búi hér í landi Íslendingar sem hafi alist upp við það, að einn megintilgangur hins daglega lífs sé að sjá sjálfum sér og sínu fólki fyrir lífsviðurværi með því að ganga til vinnu og afla fjárɁ Það hefur fólk gert um aldir, m.a. með því að sækja sjóinn og starfa til sveita. Þótt tæknin, hugvitið og almenn þjónusta á sviði heilbrigðis-, félags= og menntamála taki stærri hluta af vinnandi fólki til sín frá því sem áður var, má ekki gleyma því hvað skiptir meginmáli við að viðhalda því samfélagi sem við höfum búið til og er grundvöllur þeirra lífsgæða sem til staðar eru hér á eylandinu norður í höfum. Svo háttar til, að afabarn mitt hefur stundað nám erlendis síðustu þrjú árin. Komið heim hvert sumar til að vinna og afla fjár til að geta haldið áfram námi án þess að steypa sér í skuldir. Í sjálfu sér ekkert merkilegt við það, það hafa margir gert alla tíð. Á síðasta ári var unnið hjá Hvali hf. í Hvalfirði og var gert ráð fyrir að vinna þetta sumar líka í Hvalfirðinum. Flogið heim, tveimur dögum áður enn vertíðin átti að hefjast og gert ráð fyrir að starfa fram í septembermánuð. Á þessum tíma var að öllu óbreyttu séð fram á, að búið væri að afla fjár að mestu leyti fyrir uppihaldi og námskostnaði erlendis næsta skólaár og horfur nokkuð bjartar. Þegar lent var á Keflavíkurflugvelli, í sólarleysi en hressandi hreinu lofti, voru afabarninu sagðar þær fréttir, að vonir, sem bundnar hefðu verið við vinnu hér heima, væru að engu orðnar og ekki séð á þeirri stund hvað yrði um lokaár námsins erlendis. Svo væri talsmanni dýranna, matvælaráðherranum, fyrir að þakka. Nú væru það dýrin en ekki maðurinn sem réðu ferðinni. Nú er afabarnið að leita sér að vinnu út sumarið en ljóst er, að afrakstur sumarvinnunnar verður helmingi minni en búist var við með því að vinna í hvalstöðinni. Síðan matvælaráðherra tók ákvörðun um að stöðva hvalveiðar til septembermánaðar í ár, hafa formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins lýst sig mótfallna þeirri ákvörðun. Þeir lögðu áherslu á, að ákvörðun um stöðvun hvalveiða yrði endurskoðuð. Það þarf sennilega ekki að gera sér vonir um, að nokkur breyting verði á afstöðu matvælaráðherra í þessu máli en hvað svo? Ég skora á þá Vílhjálm Birgisson verkalýðsforingja og Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, að snúa bökum saman og láta stjórnmálin og æðstu stjórnsýslu landsins standa frammi fyrir dómsvaldinu og réttlæta gerðir sínar í þessu máli. Einnig að sækja fébætur til ríkisins fyrir þá einstaklinga og fyrirtækið Hval sem urðu af miklum fjármunum vegna ákvörðunar matvælaráðherrans, sem skattgreiðendur landsins þurfa að endingu að inna af hendi þ.m.t. ég. Höfundur er afi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt lítið dæmi, eða kannski ekki, um afleiðingu ákvörðunar matvælaráðherra um frestun hvalveiða. Er nú svo komið, að ríkjandi stjórnvöld geti ekki unað því, að enn búi hér í landi Íslendingar sem hafi alist upp við það, að einn megintilgangur hins daglega lífs sé að sjá sjálfum sér og sínu fólki fyrir lífsviðurværi með því að ganga til vinnu og afla fjárɁ Það hefur fólk gert um aldir, m.a. með því að sækja sjóinn og starfa til sveita. Þótt tæknin, hugvitið og almenn þjónusta á sviði heilbrigðis-, félags= og menntamála taki stærri hluta af vinnandi fólki til sín frá því sem áður var, má ekki gleyma því hvað skiptir meginmáli við að viðhalda því samfélagi sem við höfum búið til og er grundvöllur þeirra lífsgæða sem til staðar eru hér á eylandinu norður í höfum. Svo háttar til, að afabarn mitt hefur stundað nám erlendis síðustu þrjú árin. Komið heim hvert sumar til að vinna og afla fjár til að geta haldið áfram námi án þess að steypa sér í skuldir. Í sjálfu sér ekkert merkilegt við það, það hafa margir gert alla tíð. Á síðasta ári var unnið hjá Hvali hf. í Hvalfirði og var gert ráð fyrir að vinna þetta sumar líka í Hvalfirðinum. Flogið heim, tveimur dögum áður enn vertíðin átti að hefjast og gert ráð fyrir að starfa fram í septembermánuð. Á þessum tíma var að öllu óbreyttu séð fram á, að búið væri að afla fjár að mestu leyti fyrir uppihaldi og námskostnaði erlendis næsta skólaár og horfur nokkuð bjartar. Þegar lent var á Keflavíkurflugvelli, í sólarleysi en hressandi hreinu lofti, voru afabarninu sagðar þær fréttir, að vonir, sem bundnar hefðu verið við vinnu hér heima, væru að engu orðnar og ekki séð á þeirri stund hvað yrði um lokaár námsins erlendis. Svo væri talsmanni dýranna, matvælaráðherranum, fyrir að þakka. Nú væru það dýrin en ekki maðurinn sem réðu ferðinni. Nú er afabarnið að leita sér að vinnu út sumarið en ljóst er, að afrakstur sumarvinnunnar verður helmingi minni en búist var við með því að vinna í hvalstöðinni. Síðan matvælaráðherra tók ákvörðun um að stöðva hvalveiðar til septembermánaðar í ár, hafa formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins lýst sig mótfallna þeirri ákvörðun. Þeir lögðu áherslu á, að ákvörðun um stöðvun hvalveiða yrði endurskoðuð. Það þarf sennilega ekki að gera sér vonir um, að nokkur breyting verði á afstöðu matvælaráðherra í þessu máli en hvað svo? Ég skora á þá Vílhjálm Birgisson verkalýðsforingja og Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, að snúa bökum saman og láta stjórnmálin og æðstu stjórnsýslu landsins standa frammi fyrir dómsvaldinu og réttlæta gerðir sínar í þessu máli. Einnig að sækja fébætur til ríkisins fyrir þá einstaklinga og fyrirtækið Hval sem urðu af miklum fjármunum vegna ákvörðunar matvælaráðherrans, sem skattgreiðendur landsins þurfa að endingu að inna af hendi þ.m.t. ég. Höfundur er afi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar