Kommúnistaleiðtogi í klandri eftir sólgleraugnastuld Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 10:39 Moxnes var gripinn glóðvolgur í fríhöfn Gardermoen-flugvallar í Osló um miðjan júní. Vísir/EPA Heitt er nú undir Bjørnari Moxnes, leiðtoga norska kommúnistaflokksins Rauða flokksins, eftir að upp komst að hann var staðinn að því að stela sólgleraugum í síðasta mánuði. Flokkurinn lýsti yfir stuðningi við Moxnes en eining ríkir ekki um hann. Uppákoman átti sér stað í fríhöfninni á Gardermoen-flugvelli í Osló 16. júní en ekki var upplýst um hana fyrr en á föstudag. Norska ríkisútvarpið NRK segir að Moxnes hafi stolið Hugo Boss-sólgleraugum úr verslun og verið sektaður um 3.000 norskra krónur, rúmar 38.000 íslenskar krónur. Til að bæta gráu ofan á svart varð Moxnes margsaga um það sem gerðist. Í fyrstu hélt hann því fram að um misskilning hefði verið að ræða. Síðar viðurkenndi hann að hafa rifið verðmiða af sólgleraugunum og stungið þeim í farangur sinn. Moxnes baðst afsökunar á stuldinum og tilraunum sínum til að drepa málinu á dreif um helgina. Á blaðamannafundi sem hann boðaði til sagði hann að hann hafi skilað gleraugunum þegar öryggisvörður stöðvaði hann á flugvellinum. NRK segir að heimildir þess hermi að Moxnes hafi þvert á móti þrætt fyrir að vera með gleraugun þegar hann var stöðvaður. Hann hafi þá verið leiddur í burtu og gleraugun fundist í fórum hans. Moxnes sagði ríkisfjölmiðlunum að hann hefði verið í áfalli þegar öryggisvörður stöðvaði hann og að hann skildi það ef hann hefði virst ósamvinnuþýður. Vill að Moxnes víki Forysta Rauða flokksins lýsti yfir stuðningi við Moxnes um helgina. Mímir Kristjánsson, hálfíslenskur þingmaður flokksins, sagðist meðal annars enn bera traust til leiðtogans. Ekki eru þó allir á eitt sáttir. Ýmsir héraðsleiðtogar flokksins hafa krafist þess að haldinn verði neyðarfundur um stöðu Moxnes. Sumir telja að hann eigi að stíga til hliðar. „Traust er ekki eitthvað sem flokksforystan getur bara tekið ákvörðun um,“ segir Viktor Stein, leiðtogi flokksins í Nordland. Fram að þessu hefur flokksforystan þó tekið fálega í kröfur um mál leiðtogans verði tekið fyrir frekar. Noregur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Uppákoman átti sér stað í fríhöfninni á Gardermoen-flugvelli í Osló 16. júní en ekki var upplýst um hana fyrr en á föstudag. Norska ríkisútvarpið NRK segir að Moxnes hafi stolið Hugo Boss-sólgleraugum úr verslun og verið sektaður um 3.000 norskra krónur, rúmar 38.000 íslenskar krónur. Til að bæta gráu ofan á svart varð Moxnes margsaga um það sem gerðist. Í fyrstu hélt hann því fram að um misskilning hefði verið að ræða. Síðar viðurkenndi hann að hafa rifið verðmiða af sólgleraugunum og stungið þeim í farangur sinn. Moxnes baðst afsökunar á stuldinum og tilraunum sínum til að drepa málinu á dreif um helgina. Á blaðamannafundi sem hann boðaði til sagði hann að hann hafi skilað gleraugunum þegar öryggisvörður stöðvaði hann á flugvellinum. NRK segir að heimildir þess hermi að Moxnes hafi þvert á móti þrætt fyrir að vera með gleraugun þegar hann var stöðvaður. Hann hafi þá verið leiddur í burtu og gleraugun fundist í fórum hans. Moxnes sagði ríkisfjölmiðlunum að hann hefði verið í áfalli þegar öryggisvörður stöðvaði hann og að hann skildi það ef hann hefði virst ósamvinnuþýður. Vill að Moxnes víki Forysta Rauða flokksins lýsti yfir stuðningi við Moxnes um helgina. Mímir Kristjánsson, hálfíslenskur þingmaður flokksins, sagðist meðal annars enn bera traust til leiðtogans. Ekki eru þó allir á eitt sáttir. Ýmsir héraðsleiðtogar flokksins hafa krafist þess að haldinn verði neyðarfundur um stöðu Moxnes. Sumir telja að hann eigi að stíga til hliðar. „Traust er ekki eitthvað sem flokksforystan getur bara tekið ákvörðun um,“ segir Viktor Stein, leiðtogi flokksins í Nordland. Fram að þessu hefur flokksforystan þó tekið fálega í kröfur um mál leiðtogans verði tekið fyrir frekar.
Noregur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira