Allir bestu hestar og knapar landsins eru nú á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2023 20:31 Verðlaunagripirnir eru glæsilegir á Íslandsmótinu og eftirsóttir af knöpum mótsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu Íslandsmeistararnir í skeiði fyrir árið 2023 voru krýndir í dag á Íslandsmótinu í hestaíþróttum, sem fer nú fram á Selfossi en þar eru nú allir bestu hestar og knapar landsins staddir. Mótið hófst á miðvikudaginn og því líkur síðdegis á morgun. Allar aðstæður á svæðinu eru til mikillar fyrirmyndar. „Mótið er mjög sterkt og það ræðast bara á morgun hjá okkur hvernig þetta fer allt saman, það er allt opið og ofboðsleg gæði hérna. Á morgun eru sem sagt A – úrslit í öllum greinum, sem sagt hringvallargreinum,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins. Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins, sem er kampakátur með mótið og hvernig til hefur tekist fram að þessu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslandsmeistarar í kappreiðaskeiði og gæðingaskeiði voru verðlaunaðir í dag þar sem Konráð Valur Sveinsson sópaði til sín verðlaunum á Kastor og Tangó. „Já, ég er búin að vera Íslandsmeistari í 250 metra skeiði 2018, 2019, 2020, 2021 og núna 2023. Þetta eru bara náttúrulega algjörir gæðingar, sem ég er með, hátt dæmdir fyrstu verðlauna graðhestar báðir með 10 fyrir skeið,“ segir Konráð Valur. Konráð Valur Sveinsson skeiðknapi og Íslandsmeistari með gæðingana sína, sem báðir hafa fengið 10.0 fyrir skeið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elvar Þormarsson varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði þriðja árið í röð á hryssunni Fjalla Dís 9. vetra, sem er búið að selja til Danmerkur. „Þetta er frábært, algjörlega frábært. Þessi hryssa er algjörlega einstök enda hugsa ég að margir væru búnir að ná þessu ef þeir hefðu verið með hana. Þetta er allt henni að þakka, það er nú bara þannig,“ segir Elvar. Elvar Þormarsson skeiðknapi og Íslandsmeistari í gæðingaskeiði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigrún Högna Tómasdóttir gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í 150 metra á skeiði á 21 vetra hesti, Funa frá Hofi „Þessi hestur er alveg einstakur, þetta er algjör meistari, maður getur ekki fundið betri hest, það sést alveg á honum hvað hann er einstakur,“ segir Sigrún. Sigrún Högna Tómasdóttir skeiðknapi og ÍslandsmeistariMagnús Hlynur Hreiðarsson Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari fær það erfiða hlutverk að velja knapa eftir Íslandsmótið í íslenska landsliðið í hestaíþróttum, sem munu keppa á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi í ágúst. „Maður er þungt hugsi og liggur lon og don undir felldi en þetta er erfitt, það eru svo margir góðir,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, sem velur í íslenska landsliðið í kjölfar mótsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Hestaíþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjá meira
Mótið hófst á miðvikudaginn og því líkur síðdegis á morgun. Allar aðstæður á svæðinu eru til mikillar fyrirmyndar. „Mótið er mjög sterkt og það ræðast bara á morgun hjá okkur hvernig þetta fer allt saman, það er allt opið og ofboðsleg gæði hérna. Á morgun eru sem sagt A – úrslit í öllum greinum, sem sagt hringvallargreinum,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins. Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins, sem er kampakátur með mótið og hvernig til hefur tekist fram að þessu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslandsmeistarar í kappreiðaskeiði og gæðingaskeiði voru verðlaunaðir í dag þar sem Konráð Valur Sveinsson sópaði til sín verðlaunum á Kastor og Tangó. „Já, ég er búin að vera Íslandsmeistari í 250 metra skeiði 2018, 2019, 2020, 2021 og núna 2023. Þetta eru bara náttúrulega algjörir gæðingar, sem ég er með, hátt dæmdir fyrstu verðlauna graðhestar báðir með 10 fyrir skeið,“ segir Konráð Valur. Konráð Valur Sveinsson skeiðknapi og Íslandsmeistari með gæðingana sína, sem báðir hafa fengið 10.0 fyrir skeið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elvar Þormarsson varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði þriðja árið í röð á hryssunni Fjalla Dís 9. vetra, sem er búið að selja til Danmerkur. „Þetta er frábært, algjörlega frábært. Þessi hryssa er algjörlega einstök enda hugsa ég að margir væru búnir að ná þessu ef þeir hefðu verið með hana. Þetta er allt henni að þakka, það er nú bara þannig,“ segir Elvar. Elvar Þormarsson skeiðknapi og Íslandsmeistari í gæðingaskeiði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigrún Högna Tómasdóttir gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í 150 metra á skeiði á 21 vetra hesti, Funa frá Hofi „Þessi hestur er alveg einstakur, þetta er algjör meistari, maður getur ekki fundið betri hest, það sést alveg á honum hvað hann er einstakur,“ segir Sigrún. Sigrún Högna Tómasdóttir skeiðknapi og ÍslandsmeistariMagnús Hlynur Hreiðarsson Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari fær það erfiða hlutverk að velja knapa eftir Íslandsmótið í íslenska landsliðið í hestaíþróttum, sem munu keppa á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi í ágúst. „Maður er þungt hugsi og liggur lon og don undir felldi en þetta er erfitt, það eru svo margir góðir,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, sem velur í íslenska landsliðið í kjölfar mótsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Hestaíþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjá meira