Fær ekki vinnu vegna fötlunar sinnar Helena Rós Sturludóttir skrifar 1. júlí 2023 20:10 Anna Kristín Jensdóttir er menntaður náms- og starfsráðgjafi. Hreyfihömluð kona á fertugsaldri sem hefur verið atvinnulaus í tæpt ár segir atvinnurekendur ítrekað hafa hafnað henni um starf á grundvelli fötlunar hennar. Hún segir málið skammarlegt og skrítið. Anna Kristín er þrjátíu og eins árs gömul og menntuð sem náms- og starfsráðgjafi. Hún er með sjúkdóminn CP sem veldur meðal annars skertri hreyfifærni og er í hjólastól sökum hans. Anna Kristín þurfti að segja starfi sínu lausu síðasta sumar meðal annars vegna mygluvandræða á fyrri vinnustað. Hún hóf strax að sækja um önnur störf, sem dæmi hjá ríki og sveitarfélögum. Klippa: Ráðlagt að taka út af ferilskrá að hún væri í hjólastól Fatlaðir í forgangi Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir skulu fatlaðir eiga forgang að störfum hjá ríki og sveitarfélögum ef hæfni þess til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem sækja um starfið. Svörin sem Anna Kristín hefur fengið við umsóknum sínum hafa þó verið allskonar. „Ég hef fengið að ég sé með svo rosalega flotta menntun en að þetta sé bara ekki hægt af því ég er hreyfihömluð. Ég hef ekki fengið nein svör, ég hef fengið takmörkuð svör og þetta hefur verið rosalega skrítið. Ég ætla ekki að nota orðið erfitt en skrítið,“ segir Anna Kristín. Henni var ráðlagt að taka það ekki fram á ferilskrá eða í kynningarbréfi að hún noti hjólastól. „Reynslan hafði líka kennt mér á meðan ég var í námi og var að sækja um sumarvinnu eða ef ég skrifaði það þá fór umsóknin beint í ruslið,“ segir Anna Kristín. Margvísleg viðbrögð Viðbrögðin við hjólastólnum þegar til atvinnuviðtala komi hafi verið allskonar. „Til dæmis ef viðkomandi hefði vitað að ég væri í hjólastól þá hefði mér nú ekki verið boðið í þetta viðtal. Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana. Ég hef eiginlega fengið allan skalann,“ segir hún jafnframt. „Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana“ Málið sé skammarlegt og vísar Anna Kristín til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með honum viðurkenni aðildarríki rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; „í því felst réttur til að fá tækifæri til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða samþykki á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt,“ segir í samningnum. Að sögn Önnu Kristínar er samningurinn meira en plagg sem hægt er að skreyta með. Eitt mál í kæruferli Anna Kristín er með eitt mál í kæruferli hjá úrskurðarnefnd jafnréttismála og er von á niðurstöðu í lok mars. Hún hafði sótt um starf í leikskóla í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu og svörin létu ekki á sér standa: „Mikilvægt er að hafa góða hreyfifærni til að geta unnið með börnum á leikskólaaldri. Ég get ekki neitað því að kostirnir við að ráða þig eru margir en með börn og öryggi barna fyrir augum er þetta niðurstaðan,“ kom fram í tölvupósti frá vinnuveitanda. Anna Kristín segir svörin vissulega draga úr henni en segist þó bjartsýn og léttlynd að eðlisfari. „En maður kann að vera með fæturna á jörðinni,“ segir hún að lokum. Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. 12. júní 2023 12:30 Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. 15. júní 2023 14:00 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Anna Kristín er þrjátíu og eins árs gömul og menntuð sem náms- og starfsráðgjafi. Hún er með sjúkdóminn CP sem veldur meðal annars skertri hreyfifærni og er í hjólastól sökum hans. Anna Kristín þurfti að segja starfi sínu lausu síðasta sumar meðal annars vegna mygluvandræða á fyrri vinnustað. Hún hóf strax að sækja um önnur störf, sem dæmi hjá ríki og sveitarfélögum. Klippa: Ráðlagt að taka út af ferilskrá að hún væri í hjólastól Fatlaðir í forgangi Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir skulu fatlaðir eiga forgang að störfum hjá ríki og sveitarfélögum ef hæfni þess til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem sækja um starfið. Svörin sem Anna Kristín hefur fengið við umsóknum sínum hafa þó verið allskonar. „Ég hef fengið að ég sé með svo rosalega flotta menntun en að þetta sé bara ekki hægt af því ég er hreyfihömluð. Ég hef ekki fengið nein svör, ég hef fengið takmörkuð svör og þetta hefur verið rosalega skrítið. Ég ætla ekki að nota orðið erfitt en skrítið,“ segir Anna Kristín. Henni var ráðlagt að taka það ekki fram á ferilskrá eða í kynningarbréfi að hún noti hjólastól. „Reynslan hafði líka kennt mér á meðan ég var í námi og var að sækja um sumarvinnu eða ef ég skrifaði það þá fór umsóknin beint í ruslið,“ segir Anna Kristín. Margvísleg viðbrögð Viðbrögðin við hjólastólnum þegar til atvinnuviðtala komi hafi verið allskonar. „Til dæmis ef viðkomandi hefði vitað að ég væri í hjólastól þá hefði mér nú ekki verið boðið í þetta viðtal. Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana. Ég hef eiginlega fengið allan skalann,“ segir hún jafnframt. „Ég hef fengið að heyra að það sé sorglegt að ég sé með svona flotta menntun og reynslu og ég geti ekki nýtt hana“ Málið sé skammarlegt og vísar Anna Kristín til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með honum viðurkenni aðildarríki rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; „í því felst réttur til að fá tækifæri til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða samþykki á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt,“ segir í samningnum. Að sögn Önnu Kristínar er samningurinn meira en plagg sem hægt er að skreyta með. Eitt mál í kæruferli Anna Kristín er með eitt mál í kæruferli hjá úrskurðarnefnd jafnréttismála og er von á niðurstöðu í lok mars. Hún hafði sótt um starf í leikskóla í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu og svörin létu ekki á sér standa: „Mikilvægt er að hafa góða hreyfifærni til að geta unnið með börnum á leikskólaaldri. Ég get ekki neitað því að kostirnir við að ráða þig eru margir en með börn og öryggi barna fyrir augum er þetta niðurstaðan,“ kom fram í tölvupósti frá vinnuveitanda. Anna Kristín segir svörin vissulega draga úr henni en segist þó bjartsýn og léttlynd að eðlisfari. „En maður kann að vera með fæturna á jörðinni,“ segir hún að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. 12. júní 2023 12:30 Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. 15. júní 2023 14:00 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. 12. júní 2023 12:30
Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26
Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. 15. júní 2023 14:00