Ætlar að losa miðborgina við 38 þúsund tyggjóklessur Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 30. júní 2023 21:52 Eins og sést er ef nógu fyrir Guðjón að taka þegar kemur að tyggjóklessum í miðbænum. Vísir/Helena Rós Tyggjókarlinn svokallaði hefur störf sín á ný á morgun. Hann hyggst ná því stóra markmiði að gera miðborg Reykjavíkur tyggjóklessulausa í sumar. Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson, sem nú gengur undir nafninu Tyggjókarlinn, hefst handa við ærið verkefni á morgun. Hann ætlar að hreinsa ríflega 38 þúsund tyggjóklessur af götum miðbæjar Reykjavíkur. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður hitti Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Hvað kom til að þú hófst að sinna þessu? „Ég missti atvinnuna á sínum tíma, í kóvid, og fór að ganga um bæinn og mér hreinlega blöskraði ástandið á götum og gangstéttum borgarinnar. Svo ég fjárfesti í græjum og hóf að fjarlægja,“ segir Guðjón. Græjur Guðjóns gera það að hægum leik að fjarlægja tyggjóklessur.Vísir/Helena Rós Einstaklingar og fyrirtæki studdu verkefni Guðjón segir að fljótlega hafi einstaklingar og fyrirtæki hafið að styrkja verkefnið með fjárframlögum. Þá hafi hann boðið upp á hreinsun við fyrirtæki gegn stuðningi og loks hafi Reykjavíkurborg tekið þátt í verkefninu. Hann hefur unnið fjóra tíma á dag við að hreinsa gangstéttir borgarinnar undanfarið. Klessulaus 101 Reykjavík Á morgun hefst svo stórt verkefni sem ber heitið Klessulaus 101 Reykjavík. „Takmarkið er að fjarlægja allar tyggjóklessur úr 101 Reykjavík, þetta er eitthvað um 38 þúsund plús tyggjóklessur, 52,2 kílómetra vegalengd af gangstéttum og á að taka um þrjá mánuði. Ég að vísu geri það ekki einn, ég kem til með að ráða til mín aðstoðarfólk Forsetinn mætir og Valgeir tekur lagið Verkefninu verður formlega ýtt úr vör við veitingahúsið Rok á Skólavörðuholti klukkan 11:30. Gestirnir verða ekki af verri endanum en sjálfur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mætir. Þá verður Valgeir Guðjónsson kynnir og hann mun taka lagið. Reykjavík Umhverfismál Sorphirða Tengdar fréttir 100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23. apríl 2022 19:48 Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 12:50 Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 11:35 Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25. september 2020 21:10 Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson, sem nú gengur undir nafninu Tyggjókarlinn, hefst handa við ærið verkefni á morgun. Hann ætlar að hreinsa ríflega 38 þúsund tyggjóklessur af götum miðbæjar Reykjavíkur. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður hitti Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Hvað kom til að þú hófst að sinna þessu? „Ég missti atvinnuna á sínum tíma, í kóvid, og fór að ganga um bæinn og mér hreinlega blöskraði ástandið á götum og gangstéttum borgarinnar. Svo ég fjárfesti í græjum og hóf að fjarlægja,“ segir Guðjón. Græjur Guðjóns gera það að hægum leik að fjarlægja tyggjóklessur.Vísir/Helena Rós Einstaklingar og fyrirtæki studdu verkefni Guðjón segir að fljótlega hafi einstaklingar og fyrirtæki hafið að styrkja verkefnið með fjárframlögum. Þá hafi hann boðið upp á hreinsun við fyrirtæki gegn stuðningi og loks hafi Reykjavíkurborg tekið þátt í verkefninu. Hann hefur unnið fjóra tíma á dag við að hreinsa gangstéttir borgarinnar undanfarið. Klessulaus 101 Reykjavík Á morgun hefst svo stórt verkefni sem ber heitið Klessulaus 101 Reykjavík. „Takmarkið er að fjarlægja allar tyggjóklessur úr 101 Reykjavík, þetta er eitthvað um 38 þúsund plús tyggjóklessur, 52,2 kílómetra vegalengd af gangstéttum og á að taka um þrjá mánuði. Ég að vísu geri það ekki einn, ég kem til með að ráða til mín aðstoðarfólk Forsetinn mætir og Valgeir tekur lagið Verkefninu verður formlega ýtt úr vör við veitingahúsið Rok á Skólavörðuholti klukkan 11:30. Gestirnir verða ekki af verri endanum en sjálfur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mætir. Þá verður Valgeir Guðjónsson kynnir og hann mun taka lagið.
Reykjavík Umhverfismál Sorphirða Tengdar fréttir 100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23. apríl 2022 19:48 Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 12:50 Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 11:35 Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25. september 2020 21:10 Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23. apríl 2022 19:48
Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 12:50
Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 11:35
Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25. september 2020 21:10
Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44